Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 „Við gerum þetta fyrst og fremst af því að við elskum bjór og bjór er menningarlegt fyrirbæri fyrir okkur,“ segir Ólafur Ágústsson, framkvæmdastjóri veitingastað- arins á Kexi hosteli. „Við höfum myndað tengsl við bruggara og brugghús úti um allan heim og á hátíðina til okkar að þessu sinni koma bruggarar frá Ameríku, frá Oregon og miðríkjunum, og frá Danmörku og Svíþjóð. Einnig verða þar bruggarar frá helstu ís- lensku brugghúsunum.“ Ólafur segir gesti hátíðarinnar fá að smakka bjór, kynnast bjór- menningunni og upplifa hana. Að auki fáist með henni gott inn- legg frá erlendum aðilum inn í ís- lenska bjórmenningu sem alltaf sé að verða stærri og betri. „Þetta verður sett upp þannig að alla daga hátíðarinnar á milli klukk- an fimm og sjö geta gestir henn- ar mætt á svæðið, fengið fullt að- gengi að bruggurum, smakkað bjórinn þeirra og spjallað við þá og fengið þannig upplýsingar frá fyrstu hendi,“ lýsir hann. erum að Verða betri Hátíðin hefur vaxið ár frá ári að sögn Ólafs. „Á fyrstu hátíðina kom allt of mikið af fólki og þá varð þetta svona dæmigerð drykkjuhá- tíð og okkur fannst hvorki við né gestir fá neitt út úr þessu. Við breyttum því fyrirkomulaginu, niðurnjörvuðum þetta og fórum að rukka inn. Á hátíðunum á eftir voru um hundrað og fimmtíu til tvö hundruð manns á svæðinu á sama tíma og allir fengu þá hell- ing út úr þess, fengu andrými til að spá og spekúlera í bæði bjór, menningu og fólkinu og við vilj- um halda því þannig.“ Eins og flestir hafa tekið eftir hefur íslensk bjórmenning auk- ist töluvert að umfangi á undan- förnum árum, brugghúsum hefur fjölgað og þar af leiðandi íslensk- um bjórtegundum. „Við erum að verða betri og betri í bjórgerðinni þannig að óhjákvæmilega stækk- ar þetta. Það má segja að þetta sé óendanlegt áhugamál, möguleik- arnir eru endalausir bæði hjá þeim sem kjósa að vinna í kringum þetta og þeim sem brugga sjálfir heima hjá sér,“ segir Ólafur. menningin er mikilVæg Hann nefnir einnig að ef menn- ingin í kringum þetta allt saman væri ekki til staðar þá væri þetta ekki skemmtilegt. „Ef þetta sner- ist bara um það að drekka eitthvað sem skiptir ekki máli þá værum við ekki í þessu. Þetta er oft ákveð- in athöfn hjá fólki og það mynd- ast skemmtilegt samtal manna á milli við bjórsmökkun. Fólk upp- lifir þetta ólíkt og smekkurinn er sem betur fer ólíkur.“ Tilraunamennskan er spenn- andi fyrir þá sem lifa og hrær- ast í þessum bjórheimi. „Oft koma einhverjir skemmtilegir hlutir úr einhverri fáránlegri tilrauna- mennsku eða einhverju sem mis- tókst eða átti ekki að gerast. Það er líka skemmtilegt,“ segir Ólafur. Á lokakvöldi hátíðarinnar á laugardaginn verður allt lagt í hana og þá mæta öll brugghúsin í einu á Kex Hostel. „Þar verður ein stór smakksamkoma. Öll brugg- húsin koma aftur til okkar með einn sérstakan kút af einhverjum bjór sem er í uppáhaldi hjá þeim. Svo verða þarna fleiri aðilar með vín, súkkulaði og fleira. Við búum til gott partí fyrir gesti og brugg- ara sem geta þá haldið áfram að tala saman um bjór,“ segir Ólafur og hlær. Hljómsveitin FM Belfast spilar svo fyrir gesti hátíðarinnar um kvöldið á Kexi. andrými til að Spá í bjór Hin íslenska bjórhátíð hefst í kvöld en hún hefur verið haldin árlega á Kexi hosteli í fjögur ár. Hátíðin stendur yfir til laugardags og er haldin í tilefni þess að þann fyrsta mars hefur bjórinn verið leyfður í 27 ár hérlendis. „Þetta verður sett upp þannig að alla daga hátíðarinnar á milli klukkan fimm og sjö geta gestir hennar mætt á svæðið, fengið fullt aðgengi að bruggurum, smakkað bjórinn þeirra og spjallað við þá og fengið þannig upplýsingar frá fyrstu hendi,“ segir Ólafur Ágústsson, framkvæmdastjóri Kex. Með honum á myndinni (t.v.) er forstjórinn Kristinn Vilbergsson. MYND/ANTON BriNK BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 WILD FLOWER - SVEFNFLÖTUR 120X200 cm kr. 109.900 Endalaust ENDALAUS GSM 1817 365.is 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r2 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G a r b l a Ð V I Ð b U r Ð I r 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 1 -8 C E C 1 8 9 1 -8 B B 0 1 8 9 1 -8 A 7 4 1 8 9 1 -8 9 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.