Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 16
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Steinunn Yngvadóttir frá Hofsósi, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu föstudaginn 19. febrúar. Útför hennar fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 11.00. Kristbjörg St. Gísladóttir Bjarni Ragnarsson Kristján J. Gíslason Magnús T. Gíslason Berglind Einarsson Gísli Ragnar, Sverrir Tómas, Gísli Þór og Íris Lilja. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, og langamma, Ásta Einarsdóttir Hlíðarvegi 18, Ólafsfirði, lést föstudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Magnús Guðnason Klara Sv. Guðnadóttir Birgir Guðnason Borghildur Björk Sverrisdóttir Eygló Guðnadóttir Kristinn Gunnarsson Ingi A. Guðnason Sonja Sól Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi, Halldór Jóhannesson bóndi, Brekkum 3 í Mýrdal, andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hjallatúni í Vík föstudaginn 19. febrúar sl. Útförin fer fram frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14. Helga Halldórsdóttir Ögmundur Ólafsson Arnar Viggó Halldórsson Hrafnhildur Guðmundsdóttir Jóhannes Halldórsson Unnur Sigurðardóttir Sævar Halldórsson Halla Guðlaug Emilsdóttir Guðrún Sigríður Ingvarsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Margrét Árnadóttir Vík, Bakkafirði, lést á Nausti 16. febrúar. Útför hennar fer fram frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14. Reynir Njálsson Sigþrúður Rögnvaldsdóttir Halldór Njálsson Hilma H. Njálsdóttir Áki H. Guðmundsson Árni Bragi Njálsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, amma, langamma og langalangamma, Edith Elsa María Nicolaidóttir (Amma Lillý) Heiðargerði 92, lést sunnudaginn 21. febrúar á Skjóli. Útförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 1. mars kl. 15. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega láti barnaspítala Hringsins njóta. Sigríður Eyjólfsdóttir Magnús Gunnarsson Unnur Magnúsdóttir Sigurður Birkir Bjarkason María Edith Magnúsdóttir Baldur Örn Baldursson Stefán Örn Magnússon Nanna Jónsdóttir barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Karl Halldórsson Sundabúð 3, Vopnafirði, sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 16. febrúar, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 27. febrúar og hefst athöfnin kl. 14.00. Hrönn Halldórsdóttir Árni Árnason Aðalsteinn A. Halldórsson Helga Björnsdóttir Anna H. Halldórsdóttir Magnús Ólafur Kristjánsson Þór Halldórsson Helga Vilborg Sigjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Það verður afmælispartí hjá okkur í dag þar sem krakkarnir sýna afrakstur af sínu starfi með vídeóum, myndlist og uppistandi svo eitthvað sé nefnt. Svo verður hægt að hafa það kósí, spila, föndra og spjalla.“ Þannig lýsir Guðrún Kaldal, framkvæmastjóri dagskrár í Frostaskjóli í tilefni þess að þrjátíu ár eru síðan félagsmiðstöð unglinga var opnuð þar. Á þeim tíma voru víða opnuð slík samkomuhús í hverfum Reykjavíkur til að stemma stigu við unglingadrykkju og ómenn- ingu á Hallærisplaninu og víðar. Í upp- hafi voru félagsmiðstöðvarnar á vegum Æskulýðsráðs borgarinnar, ýmist í samstarfi við íþróttafélögin, kirkjuna eða skátana. „Í raun byggjum við alltaf á sama grunni, að vinna með félags- þroska og forvarnir,“ segir Guðrún sem hefur verið framkvæmdastjóri í Frosta- skjóli frá 1997. Nú heyrir Frístundamiðstöðin Frostaskjól undir skóla- og frístunda- svið Reykjavíkur og á hverjum degi njóta um 1.000 ungmenni þjónustu hennar, þar af um 650 börn sem dvelja í frístundaheimilum eftir að skóla lýkur. „Þau heimili eru í grunnskólunum en undir okkar hatti, því hjá okkur vinnur fagstétt frístundafólks, samtals 140 manns með ólíka menntun og áhuga- svið,“ lýsir Guðrún. „Starfið fer fram á sex stöðum, félagsmiðstöðvar fyrir 10-14 ára og ungmennahúsið Jökla í Frostaskjóli fyrir 16 ára og eldri eru þar á meðal.“ Margt hefur breyst í þjóðfélaginu frá því Guðrún hóf að starfa í Frostaskjóli, til dæmis var atvinnuþátttaka kvenna mun minni þá en í dag, að hennar sögn. „Árið 2001 var bara um helmingur barna sem nýtti sér svokölluð skóladag- heimili eftir skólann. Nú eru frístunda- heimilin orðin grunnþjónusta, líkt og leikskólar, og þar dvelja öll börn í Vesturbænum í 1. og 2. bekk eftir skóla og um 70% barna í 3. og 4. bekk,“ lýsir Guðrún og heldur áfram: „Við höfum líka farið í mikið átak til að börn geti stundað íþróttaæfingar, skátastarf og tónlistarnám í framhaldi af skólanum. Frístundaheimilið er svo eins og venju- legt heimili þar sem einhver fullorðinn tekur á móti börnunum, gefur þeim hressingu og sendir þau af stað í auka- tímana. Foreldrar vilja ekki að börnin þeirra séu í reiðileysi.“ gun@frettabladid.is Foreldrar vilja ekki að börnin séu í reiðileysi Frístundamiðstöðin í Frostaskjóli var opnuð 1986 sem félagsmiðstöð fyrir unglinga og fagnar því þrítugsamæli. Guðrún Kaldal hefur stýrt starfinu í tæp 20 ár og lítur yfir farinn veg. Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri í Frostaskjóli, hlakkar greinilega til afmælispartísins í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Í raun byggjum við alltaf á sama grunni, að vinna með félagsþroska og forvarnir. Elskulegur pabbi, tengdapabbi, fyrrverandi eiginmaður, afi og langafi okkar, Þórir Þórarinsson Þverbrekku 4, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt föstudagsins 19. febrúar. Útför hans verður auglýst síðar. elí Þór Þórisson Kristín birna Gísladóttir brynjar logi Þórisson Ásta Kristín bjartmarz ingimar trausti Þórisson Kristín elídóttir afa- og langafabörnin. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r16 t í M a M ó t ∙ f r É t t a b L a Ð I Ð tÍmamót 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 1 -A 5 9 C 1 8 9 1 -A 4 6 0 1 8 9 1 -A 3 2 4 1 8 9 1 -A 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.