Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 30
  Á markaði með grænmeti og fisk Magnús Örn Guðmundsson sjóðstjóri blandaðra sjóða Stefnis hf. Sparnaður Undanfarið hefur verið samsvörun á milli olíuverðs og verðbréfaverðs – verðbréfamarkaðir hafa haft til- hneigingu til að falla sömu daga og olíuverð hefur fallið. Þetta hefur fengið marga – bæði hagfræðilega álitsgjafa og blaðamenn – til að álykta að olíuverðið hafi stjórnað verðbréfa- mörkuðunum. Allir hagfræðingar og tölfræðingar vita hins vegar að samsvörun og orsök eru ekki það sama. Þótt tvennt aukist á sama tíma getur maður ekki dregið þá ályktun að annað hafi ákvarðað hitt. Þetta á líka við hvað varðar olíuverð og verðbréfaverð, og þannig getur maður ekki strax dregið þá ályktun að það sé lækkandi olíu- verð sem hafi valdið því að verðbréf hafa lækkað í verði. Þegar maður skoðar verðfall – hvort sem um olíuverð eða hluta- bréfaverð er að ræða – er gott að muna að verðið getur fallið af tveim ástæðum. Annaðhvort hefur eftir- spurnin dregist saman eða framboðið hefur aukist. Ef við lítum á þetta með tilliti til olíuverðs, þá hefur olíuverðið lækk- að annaðhvort vegna þess að Sádi- Arabía hefur aukið framleiðslu sína og Íran er aftur komið á heimsmark- aðinn (það er framboðsrykkur) eða vegna þess að hægt hefur á hagvexti í Kína og Seðlabanki Bandaríkjanna er byrjaður að herða peningamála- stefnu sína (þetta er eftirspurnar- hnykkur). Þess vegna getum við ekki, bara með því að fylgjast með lækkandi olíuverði, ályktað af hverju olíuverð hefur lækkað. Stundum er það aug- ljóst, en oft liggur það ekki í augum uppi. Eftirspurnin er sökudólgurinn Lítum á bandaríska verðbréfamark- aðinn svo við getum komist að því af hverju olíuverðið lækkar í raun og veru. Samkvæmt viðurkenndum kennslubókum í hagfræði er lækkun á olíuverði góð fyrir bandaríska hagkerfið og þess vegna fyrir tekjur bandarískra fyrirtækja. Það þýðir líka að ef olíuverð lækkar ættum við að gera ráð fyrir að verðbréf hækki. Það er bara ekki það sem hefur gerst undanfarið. Böndin berast að Seðlabanka Bandaríkjanna Í maí 2013 tilkynnti þáverandi seðla- bankastjóri, Ben Bernanke, að Seðla- bankinn myndi smám saman byrja að draga úr svokallaðri magnbund- inni íhlutun, og eftir að Janet Yellen varð seðlabankastjóri snemma árs 2014 hefur orðið æ ljósara að Seðla- bankinn myndi byrja að hækka stýri- vexti. Við fengum fyrstu vaxtahækkun- ina í desember, en markaðirnir höfðu þegar gert ráð fyrir vaxtahækkun í nokkurn tíma, sem hefur einnig valdið hækkun dollarans á síðustu tveim árum. Þannig hefur Seðlabanki Banda- ríkjanna í raun og veru hert peninga- málastefnu sína síðan um mitt ár 2014, og það er þess vegna sem bæði olíuverð og verð á verðbréfamörkuð- um hafa fallið fram af bjargbrúninni. Lækkandi olíuverð veldur EKKI hruni á verðbréfamörkuðum Allir hagfræðingar og tölfræðingar vita hins vegar að samsvörun og orsök eru ekki það sama. Þótt tvennt aukist á sama tíma getur maður ekki dregið þá ályktun að annað hafi ákvarðað hitt. Þetta á líka við hvað varðar olíuverð og verðbréfaverð. Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Það getur verið erfitt að spara. Mikilvægast er að taka ákvörð- un um að byrja að spara og setja upp tímaplan. Erfiðara getur reynst að meta með hvaða hætti best sé að fjárfesta. Blandaðir sjóðir nýta þau tækifæri sem skapast hverju sinni á fjár- málamarkaði, en mismunandi fjárfestingakostir henta á mismunandi tímum í efnahags- sveiflunni. Margir velja þann kost að vera í mánaðarlegri sparnaðaráskrift. Það er erfitt að tímasetja markaði, margir segja að það sé ómögulegt. Skynsamlegt er því að fjárfesta með reglubundnum hætti í blönduðu safni verðbréfa yfir lengra tímabil. Einfaldasta leiðin til þess er að fjárfesta í blönduðum sjóðum, en þeir geta fjárfest í skuldabréfum og innlendum og erlendum hlutabréfum, auk sérhæfðra fjárfestinga líkt og lífeyrissjóðir geta gert. Allir innlendir fjárfestar hafa getað tekið þátt í þeim almennu hlutafjárútboðum sem fram hafa farið á síðustu árum. Þetta hafa verðbréfa- og fjárfestinga- sjóðir til að mynda gert, ekki síst sjóðir Stefnis hf., og þannig tekið þátt í því að endurreisa fjármálamarkaðinn af miklum krafti. Þúsundir Íslendinga sem eru í áskrift hjá þessum sjóðum hafa notið góðs af þessu. Með vaxandi kaupmætti gefst fólki kostur á að „eyða“ meira í sparn- að og taka ríkari þátt í þessari uppbyggingu sem er að margra mati nýhafin. Stefnir er stærsta sjóðastýr- ingarfyrirtæki landsins með um 400 milljarða í stýringu. Þar af eru sex blandaðir fjárfestinga- sjóðir. Slíkir sjóðir hafa verið í mikilli sókn sem sparnaðarform og eru nú reknir af nánast öllum sjóðastýringarfyrirtækjunum. Flestir hlutdeildarskírteinis- hafar eru í Stefni-Samvali, en sjóðurinn verður 20 ára á þessu ári. Í honum eru rúmlega 4.000 manns og fimmtungur þeirra kýs að spara mánaðarlega með áskrift í sjóðnum. Á síðustu fimm árum hefur ávöxtun verið að meðaltali 16,4% á ári. Stefnir- Eignastýringarsjóður, elsti verð- bréfasjóður landsins, er einnig í flokki blandaðra sjóða en hann verður þrjátíu ára á árinu. Báðir sjóðir sluppu við stóráföll í bankahruninu, enda geta slíkir sjóðir farið inn og út úr hluta- bréfum. Blandaðir sjóðir geta því verið afar góður kostur fyrir reglulegan langtímasparnað einstaklinga. Blandaður sparnaður í áskrift Götusali selur grænmeti og fisk á markaði í Djakarta í Indónesíu. Samkvæmt tölum Hagstofu Indónesíu jókst verðbólga þar í landi um 4,14 prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. FréttaBlaðið/EPa Undanfarnar vikur hef ég nokkrum sinnum klórað mér í hausnum og flett upp dagatalinu. Miðað við lesnar fréttir hefði ég nefnilega getað svarið að ég væri stödd á allt annarri öld. Þar sem konur voru aðallega í því að ákveða hvað væri í matinn og mönnunum einum treystandi fyrir mikilvæga stöffinu. Talsmaður nýstofnaðs Félags kvenna í vísindum lýsti því m.a. yfir í vikunni að þó konur hafi verið í meirihluta á háskólastigi síðan á 9. áratugnum væru þær enn nær ósýnilegar í vísindaheiminum, hljóti síður styrki til rannsókna og aðeins 26% prófessora séu konur. Í vikufréttum kom einnig fram að konur stýri einungis um fimmtungi allra fyrirtækja landsins og sitji í fjórðungi stjórnarsæta. Í efstu lögum fjármálageirans eru þær nánast jafn sjaldséðar og hvítir hrafnar. Fyrir hverja níu karla sem stjórna peningum á Íslandi er ein- ungis ein kona. Já. Ein. Fjármálageirinn virðist ekki hafa fengið „memóið“ um að allar rann- sóknir sýndu fram á betri árangur með fleiri konum í stjórnunarstöð- um. Eins virðist það hafa gleymst að fjölmargar úttektir og rannsókn- ir bendi til þess að fjármálageirinn hefði að öllum líkindum ekki hrunið jafn illilega – ef fleiri konur hefðu setið í stjórnunarstöðum. Ráðandi gildi í fjármálageiranum hafa nefnilega alla tíð litast af því að honum er nánast alfarið stjórnað af y-litningum. Ég get ekki annað en spurt mig hvort lokuð sala á ríkiseign (hæjjj Landsbankinn) hefði t.a.m. átt sér stað í lokuðu herbergi kvenna. Eða hvort þær hefðu ekki sett spurningar merki við að samþykkja verðhugmynd sem kæmi frá kaup- andanum sjálfum. Nú eða ákveðið sín á milli að skipta með sér 3,3 milljörðum í bónusgreiðslur (hæjjj strákar í Straumi). Gildi á borð við áhættusækni, græðgi, frændhygli og yfirgang hafa verið allsráðandi. Á meðan gildi á borð við varfærni, ábyrgð og viljann til að líta í eigin barm hafa algerlega verið víkjandi. Enda ekki mikill „pungur“ í svoleiðis gildum. Seisei nei. Hættum þessu rugli og réttum stelpunum keflið í smá stund. Fjár- málakerfið þarf á afréttara að halda. Árið 1952 var að hringja … Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar Hin hliðin Gildi á borð við áhættusækni, græðgi, frændhygli og yfirgang hafa verið allsráð- andi. Á meðan gildi á borð við varfærni, ábyrgð og viljann til að líta í eigin barm hafa algerlega verið víkjandi. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r10 mArkAðurinn 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 9 1 -B 9 5 C 1 8 9 1 -B 8 2 0 1 8 9 1 -B 6 E 4 1 8 9 1 -B 5 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.