Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.02.2016, Blaðsíða 40
Leikhús illska HHHHH Óskabörn ógæfunnar Borgarleikhúsið Höfundar: Óskabörn ógæfunnar, byggt á samnefndri skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson Aðstoðarleikstjóri: Pétur Ármanns­ son Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson Ungliðahreyfing ógæfunnar: Andrea Vilhjálmsdóttir, Embla Huld Þor­ leifsdóttir, Fannar Arnarson, Hildur Ýr Jónsdóttir, Jónas Alfreð Birkis­ son, Telma Huld Jóhannesdóttir og Vilhelm Þór Neto Leikmyndahönnuður: Brynja Björns­ dóttir Sviðshreyfingar: Brogan Davidson Búningar: Guðmundur Jörundsson Myndvinnsla: Frosti Jón Runólfsson Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Skriðþungi mannskynssögunnar er ofsafenginn. Nýleg rannsókn stað­ hæfði að börn eftirlifenda helfarar­ innar séu líklegri en annað fólk til að berjast við þunglyndi og aðra andlega kröm. Ástæðan er svokölluð formaukningararfleifð sem á hvers­ dagsmáli þýðir einfaldlega: Börn geta erft áföll foreldra sinna, erfðamengið sér til þess. Síðastliðinn fimmtu­ dag var leikverkið Illska frumsýnt í Borgarleikhúsinu, byggt á skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl en textinn er endurunninn af leikhópnum Óska­ börn ógæfunnar. Ástarþríhyrningur Agnesar, Ómars og Arnórs myndar kjarna verksins en helförin og upp­ risa hægrisinnaðra öfgahópa í Evrópu mynda umgjörð framvindunnar. Agnes er úr Kópavoginum, dóttir innflytjenda frá Litháen. Ómar er frá Selfossi en flúði í höfuðborgina eftir voðaverk. Arnór kemur frá Ísafirði en yfirgefur bæjarfélagið í leit að öryggi, sem hann finnur í nasismanum. Þau eru andlegt flóttafólk; alls staðar á jaðrinum, finna hvergi stöðugleika og stjórnast af örvæntingu. Sólveig Guðmundsdóttir leikur Agnesi, tengiliðinn í ástarþríhyrn­ ingnum, og skilar gamansömu atrið­ unum vel. Hún er bráðfyndin þegar Agnes snýr ofurölvi heim og tíma­ setningarnar hennar hitta í mark. Aftur á móti dvína áhrifin í drama­ tískari senum. Hinn umkomulausa Ómar leikur Hannes Óli Ágústsson af næmni og nákvæmni. Hann er utan­ veltu í lífinu en finnur jarðsamband með Agnesi. Hannes Óli gerir Ómar aumkunarverðan án þess að gera hann aumingjalegan. Nýnasistinn Arnór, sem Sveinn Ólafur Gunnars­ son leikur af kunnáttu, verður hins vegar einum of kómískur með sínum óteljandi kækjum og fornu máli. Af þeim sökum verður persóna Arn­ órs og hans hugmyndafræði nánast hlægileg. Uppgangur öfgahægrisinna í Evrópu, þar á meðal Íslandi, er ógn­ vænleg staðreynd. Ungliðar sýningarinnar missa marks. Þótt þau framkvæmi sín verk­ efni vel þá virðast þau vera frekar til skrauts en dýpka ekki verkið, sviðs­ verur sem táknmyndir frekar en mann­ legar myndir. Sviðshreyfingarnar eru í höndum Brogan Davison og gerir hún vel en úrvinnslan er á skjön við verkið heldur en að styðja það og styrkja. Leikhandritið er ekki nægilega vel unnið en höfundar ákveða að gera söguna línulega og meitla textann utan um aðalpersónurnar þrjár. Máls­ greinar verða að einræðum og upp­ lýsingar settar í eins konar skemmti­ dagskrá. Gallinn er sá að persónurnar einangrast, nánast samhengislausar við íslenskt samfélag og brotthvarf Ómars til meginlands Evrópu kemst ekki til skila. Íslenskar leikgerðir treysta ætíð of mikið á að áhorfendur hafi lesið upphaflega skáldverkið. Veikleikar sýningarinnar varða ekki bara handritið heldur líka leikstjórn og sviðsmynd. Brynja Björnsdóttir er hæfileikaríkur sviðshönnuður en yfirgnæfandi hvítu tröppurnar eru til trafala. Erfitt er að finna fókuspunkt, leikararnir verða að klöngrast upp og niður þrepin og öll spenna á milli persónanna fer þá fyrir lítið. Vignir Rafn Valþórsson reiðir sig á uppbrot, húmor og kaldhæðni frekar en leggja áherslu á tilfinningalega þungamiðju sögunnar. Kabarettinn svífur yfir vötnum en er aldrei nægilega vel útfærður á sviðinu. Hér er treyst um of á tónlistina til að skapa andrúmsloft, hljóðmynd sem sækir frekar í kímni en alvöru. Búningar Guðmundar Jörunds­ sonar eru sérlega fallegir en vafamál hvort þeir hæfi persónum verksins. Þau eru nemar, atvinnuleysingjar og pítsusendlar, einstaklega vel saumuð jakkaföt og samfestingar eru ekki í þeirra fataskáp. Háir hælar Agnesar hamla henni alltof mikið í stiga­ prílinu. Ljósahönnun Jóhanns Frið­ riks Ágústssonar var aftur á móti áhrifamikil og hún kveikti líf á sviðinu í annars erfiðri leikmynd. En spyrja má hvort myndvinnslu Frosta Jóns Runólfssonar sé ofaukið, þrátt fyrir ágæta hönnun þá bætti hún litlu við. Þrátt fyrir fína frammistöðu leik­ aranna þá týnist sú tilfinningalega alvara sem er kjarni verksins í húmor og látalátum. Leikstjórnin veldur því að áhorfendur ná litlu sambandi við persónurnar og botninn dettur úr sýningunni eftir hlé. Sá boðskapur sem verkinu er ætlað að flytja og brennur á samtíma okkar fer þá fyrir lítið. Sigríður Jónsdóttir Niðurstaða: Þreytandi kaldhæðni ræður ríkjum í Illsku. Skuggi sögunnar Leikhópurinn í Illsku, þau Hannes Óli Ágústsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. FréttABLAðIð/PJetUr Grafísk verk Hildar Björnsdóttur eru til sýnis í veitingastofum Hann­ esarholts að Grundarstíg 10. Sýn­ ingin ber titilinn Innlit. Hildur býr í Noregi og starfar þar sem myndlistarmaður og mynd­ listarkennari. Hún hefur haldið fjöl­ margar sýningar en þetta er í fyrsta sinn sem verk hennar koma fyrir almenningssjónir á Íslandi. Flest verkin á sýningunni í Hannesar­ holti eiga uppruna sinn í skissum af augnablikum, þar sem Hildur einbeitir sér að viðfangsefninu og teiknar upplifun sína án þess að líta á pappírinn – með svokallaðri blind­ teikningu. Hún sækir meðal annars innblástur í íslenska náttúru og ferðalög víðs vegar um heim verða að litlum sögum í verkum hennar. Hildur verður í Hannesarholti frá klukkan 14 sunnudaginn 28. febrúar, sýningin mun standa til 20. mars. – gun Skissur af augnablikum eitt af verkum Hildar Björnsdóttur. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Hagasmári 1, 201 Kópavogur Sími : 512 8900 reginn@reginn. is Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar – og ráðstefnuhúsi, í fundarsalnum Rímu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 22. mars 2016 og hefst stundvíslega kl. 17.00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 126.600.000,- kr. að nafnvirði með breytingu á samþykktum félagsins sem felst í eftirfarandi viðbót við 4. gr. samþykkta félagsins: „Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 126.600.000,- kr. að nafnvirði. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé. Stjórninni skal ráðstafa hlutafjárhækkuninni sem greiðslu fyrir hlutafé í CFV 1 ehf. og Ósvör ehf. í samræmi við kaupsamning þar að lútandi á genginu 19,0 kr. á hlut. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Framangreind heimild stjórnar Regins hf. rennur út þann 31. desember 2016.” 2. Tillaga um eftirfarandi breytingar á 22. gr. samþykkta félagsins: a) Eftirfarandi setning í 2. mgr. 22. gr. falli niður: „Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar“. b) Ný málsgrein sem verður 3. mgr. 22. gr. bætist við og hljóði svo: „Ef ljóst er fimm dögum fyrir aðalfund að komandi stjórn mun ekki uppfylla skilyrði um kynjahlutföll samkvæmt 2. mgr. 22. gr. samþykkta þessa er sitjandi stjórn heimilt að leita eftir framboðum einstaklinga af því kyni sem hallar á. Hafi frambjóðendur af því kyni sem hallar á ekki boðið sig fram tveimur dögum fyrir aðalfund skal stjórn boða til framhaldsaðalfundar 3-4 vikum eftir aðalfund og auglýsa að nýju eftir framboðum. Skal boða til framhaldsaðalfundar svo oft sem þörf krefur til þess að ná kynjahlutfalli skv. 2. mgr. 22. gr. og skal stjórn sitja þar til slíku kynjahlutfalli er náð.“ c) Ný málsgrein sem verður 4. mgr. 22. gr. bætist við og hljóði svo: „Náist kynjahlutföll 2. mgr. 22. gr. ekki við kosningu stjórnar á hluthafafundi skal sá er fékk flest atkvæði af þeim sem náðu ekki kjöri, og er af því kyni sem hallar á, taka sæti þess er fæst atkvæði fékk af þeim sem náðu kjöri, og er af fjölmennara kyninu. Hafi slík kynjahlutföll ekki enn náðst skal sá er fékk næstflest atkvæði af þeim sem náðu ekki kjöri, og er af því kyni sem hallar á, taka sæti þess er næstfæst atkvæði fékk af þeim sem náðu kjöri, og er af fjölmennara kyninu.“ 3. Önnur mál Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að því hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafa- fundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar með það löngum fyrirvara, að unnt sé samkvæmt samþykktum þessum að taka málið á dagskrá fundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum vísast til samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess. Hluthafafundurinn er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann skv. 2. mgr. 16. gr. sbr. 14. gr. samþykkta félagsins. Dagskrá og endanlegar tillögur með greinargerð ásamt öðrum gögnum sem tillögunni kunna að fylgja munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Smáralind, 3. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, þremur vikum fyrir hluthafafundinn. Dagskrá og endanlegar tillögur verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, www.reginn.is. Kópavogur, 23. febrúar 2016. Stjórn Regins hf. Hluthafafundur í Reginn hf. verður haldinn 22. mars 2016 2 4 . f e B r ú a r 2 0 1 6 M i ð V i k u D a G u r24 M e N N i N G ∙ f r É t t a B L a ð i ð menning 2 4 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 9 1 -9 B B C 1 8 9 1 -9 A 8 0 1 8 9 1 -9 9 4 4 1 8 9 1 -9 8 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.