Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 6
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
50% kvenna
hafa verið
áreitt kyn-
ferðislega
við vinnu
sína sam-
kvæmt
nýjum
rannsókn-
um. Konur
eru líklegri til
að vera áreittar
af yfirmönnum
sínum og upplifa
meiri öryggis-
skort en karlar.
Íslenskar konur fá ávísað rúmlega
8hefðu íslenskir neytendur sparað sér á ári frá 2011 til 2013 ef boðið
hefði verið upp
á innflutning á
mjólkurfurðum
samkvæmt
skýrslu Hagfræði-
stofnunar HÍ.
MILLJARÐA
30ÞÚSUND
dagskömmtum af svefnlyfjum á
hverjar þúsund konur á hverju
ári á Íslandi í dag.
býr starfsfólk við ónæði á vinnu-
stað sínum vinni það í opnu
rými samkvæmt niðurstöðu
alþjóðlegrar rannsóknar.
Á 11. hverri mínútu 861 dvalarleyfi
var gefið út af Útlendingastofnun á fyrsta
fjórðungi ársins. Flest þeirra voru veitt
Bandaríkjamönnum.
13,3% landsmanna
hafa aldrei lesið bækur og hefur sá
hópur næstum tövfaldast á fjórum
árum.
SPÁNN Filipus Spánarkonungur
hefur svipt systur sína, Kristínu
prinsessu, titlinum hertogaynja af
Palma.
Hún, ásamt eiginmanni sínum,
Inaki Urdangarin, mætir fyrir
dómstóla vegna ásakana um skatt-
svik. Þau eiga að hafa svikið út
opinbert fé upp á 5,6 milljónir
evra eða rúmlega 800 milljónir
íslenskra króna í gegnum íþrótta-
samtök Urdangarin.
Þau hafna bæði ásökunum en
ef þau eru sakfelld eiga þau yfir
höfði sér fangelsisvist. - srs
Svipt hertogaynjutigninni:
Prinsessan gæti
endað í fangelsi
FYRRVERANDI HERTOGAYNJA Kristín
á að hafa svikið út opinbert fé.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SJÁVARÚTVEGUR Árið 2014 nam
verðmæti útflutningsframleiðslu
sjávarafurða rúmum 248 millj-
örðum króna og dróst saman um
15 prósent frá fyrra ári. Er þar
um að ræða samtölu útflutnings
og birgðabreytinga sjávarafurða.
Þetta kemur fram á vef Hagstofu
Íslands.
Framleiðslan mæld á föstu verði
dróst saman um 7,1 prósent. Fluttar
voru út sjávarafurðir að verðmæti
272 milljarða króna, sem er um
10,5 prósenta samdráttur milli ára
og í magni um 16,7 prósent. - ngy
Framleiðsla sjávarafurða:
Minna útflutn-
ingsverðmæti
STJÓRNMÁL Það kom mörgum
stjórnarandstæðingum í opna
skjöldu á þingfundi í gær að Sig-
urður Ingi Jóhannsson, landbúnað-
ar- og sjávarútvegsráðherra, mælti
fyrir frumvarpinu en ekki Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra.
„Við höfum lengi kallað eftir því
að fram færi samtal og umræða um
þessi mál en við höfum greinilega
talað við vitlausa menn,“ sagði Guð-
mundur Steingrímsson, formaður
Bjartrar framtíðar.
„Við gerðum okkur ekki grein
fyrir því að hæstvirtur ráðherra,
Sigurður Ingi Jóhannsson, færi
með kjaramál. Því spyr ég nú, hví
varð landbúnaðarráðherra ekki við
kröfum okkar um að taka kjaramál
til umræðu?“
Mikil ólga var á Alþingi í gær
undir umræðum um lög á verkfall
Bandalags háskólamanna og hjúkr-
unarfræðinga.
Umræður um frumvarpið stóðu
enn á Alþingi þegar Fréttablaðið
fór í prentun en að öllum líkind-
um verður fjallað um málið í alls-
herjar- og menntamálanefnd í dag
og málinu lokið í seinni umræðum
í kjölfarið.
Frumvarpið sem Sigurður Ingi
lagði fram bannar allar vinnu-
stöðvanir og aðgerðir til að knýja
fram kjarabætur. Hafi deiluaðilar
ekki skrifað undir kjarasamninga
fyrir 1. júlí skal Hæstiréttur skipa
þrjá menn í gerðardóm sem ákveð-
ur kaup og kjör félagsmanna þeirra
stéttarfélaga sem um ræðir. Gerð-
ardómur skal taka mið af kjörum
þeirra stétta sem teljast sambæri-
legar í menntun, störfum, vinnu-
tíma og ábyrgð. Auk þess skal
gerðardómur gæta að stöðugleika
efnahagsmála.
Hiti var í þingmönnum en meðal
annars voru gerð hróp og köll að
Gunnari Braga Sveinssyni utan-
ríkisráðherra þegar hann sakaði
stjórnarandstöðuna um kjarkleysi
og hlaut Jón Þór Ólafsson, þingmað-
ur Pírata, lófatak úr áhorfendastúk-
um þegar hann hvatti þingheim til
að leita annarra lausna en að setja
lög á verkfallið.
Við upphaf þingfundar voru
félagsmenn BHM og Félags hjúkr-
unarfræðinga mættir á Austurvöll
til að mótmæla frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar. Hljóðið var þungt í
fólki.
„Það er bara hörmuleg niður-
staða,“ segir Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, formaður BHM, um laga-
setningu á verkföllin.
„Versta mögulega niðurstaða. Við
höfum samningsrétt samkvæmt
stjórnarskrá og viljum semja um
kaup okkar og kjör. Fólk er mjög
reitt, það er vonsvikið og finnst það
hafa verið niðurlægt í þessu langa
ferli. Við höfum ekki fengið alvöru
samningaviðræður. Ríkið gerði ekk-
ert til að reyna að koma í veg fyrir
verkföllin. Staðan er mjög alvar-
leg.“ stefanrafn@frettabladid.is
snaeros@frettabladid.is
Róstusamt í ræðustólnum
Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra flutti frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunar-
fræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum samþykkt sem lög í dag.
ALVARLEG STAÐA Stjórnarandstaðan segir ráðamenn loka augunum gagnvart vanda heilbrigðiskerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hvernig
var það þegar
núverandi
stjórnarand-
staða setti lög
á flugvirkja?
Hvernig var
umræðan hérna þá? Var
það hroki og hræsni sem
þá var um að ræða?
Gunnar Bragi Sveinsson
Okkur er
boðið upp á
það með
engum fyrir-
vara að þessi
ríkisstjórn ætli
að leysa þessar
vinnudeilur
einmitt í þingsölum
með lagasetningu.
Katrín Júlíusdóttir
07.06.2015 ➜ 12.06.2015