Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 8
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 KJARAMÁL Þolinmæði hjúkrunar- fræðinga fyrir láglaunastefnu stjórnvalda er að þrotum komin. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem staddur var ásamt um tvö hundruð öðrum að mótmæla á Austurvelli í gær. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar voru mættir fyrir framan Alþing- ishúsið þegar þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í gærmorg- un. Þrátt fyrir að þingfundi væri frestað til hálftvö síðdegis létu hjúkrunarfræðingar engan bilbug á sér finna. Fréttablaðið ræddi við fjöl- marga viðstadda og var hljóðið í þeim allt á einn veg. Ástandið væri ekki lengur viðunandi og ef lög yrðu samþykkt á verkfallið væri ekkert annað í stöðunni en að segja starfi sínu lausu. Margir höfðu þegar útvegað sér leyfi til að starfa erlendis og voru farnir að skipuleggja flutninga með fjölskyldum sínum. Aðeins einn hjúkrunarfræð- ingur sem Fréttablaðið ræddi við sagðist ætla að starfa áfram á Landspítalanum sama hvað á dyndi, hún ynni starfið af hugsjón en ekki vegna launanna sem væru skammarlega lág. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar tvær vikur. Um 1.500 hjúkrunarfræð- ingar hafa lagt niður störf, en um 600 þeirra manna öryggislista sem eru í gildi. BHM og Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga sendu alþingis- mönnum áskorun um að hafna lögum ríkisstjórnarinnar. Þór- unn Sveinbjarnardóttir, formað- ur BHM, og Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH afhentu Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis áskorunina. Einar lofaði að gera þingheimi grein fyrir henni. snaeros@frettabladid.is Segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. BARÁTTUANDI Hjúkrunarfræðingar fjölmenntu á Austurvöll og á þingpalla í gær þegar umræða fór fram um lög á verkfall þeirra og BHM. Þungt hljóð var í fólki, en mikill baráttuandi og samstaða ríkti í hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MÆLIRINN FULLUR Unnur Guðjónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur hjá Heilsugæslu Reykjavíkur, er ákveðin í því að segja starfi sínu lausu verði lög samþykkt á verkfall hjúkrunar- fræðinga. „Það er ekki boðlegt að vera í þessu starfi. Það er verið að biðja okkur um að segja upp.“ Hún er ekki einn þeirra hjúkrunarfræðinga sem sögðu starfi sínu lausu til að knýja fram samninga snemma árs 2014. „En nú er mælirinn fullur,“ segir Unnur. ÖLL FJÖLSKYLDAN FÆRI MEÐ Árný Daníelsdóttir er sérfræði- menntaður svæfingar- og bráða- hjúkrunarfræðingur. Hún segir að lög á verkfall muni verða þess valdandi að hún íhugi alvarlega framtíð sína og segi upp hjá Landspítalanum. „Ef lögin verða staðreynd þá mun ég segja upp. Ég er ákveðin.“ Hún segir að fari svo muni hún, líkt og margir aðrir hjúkrunarfræðingar, leita sér að vinnu erlendis. „Ég er með norska hjúkrunarleyfið og mun sennilega finna mér vinnu úti með mína tvöföldu sér- menntun,“ segir Árný. „Ég á þrjá unglinga og mann og við munum öll flytja.“ STJÓRNVÖLD SENDA FINGURINN „Ég mun íhuga að flytja verði lög sett á verkfallið. Maðurinn minn, sem er sjúkraliði, tók ekki illa í það í gærkvöldi,“ segir Anna Guðríður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurlands. Anna segir að þrátt fyrir nokkrar meistaragráður nemi laun hennar fjögur hundruð þúsund krónum á mán- uði. „Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Stjórnvöld eru bara að senda okkur fingurinn.“ RÁÐAMENN MEÐ HELGISLEPJU OG HRÆSNI „Mér finnst þetta til skammar fyrir þessa þjóð,“ segir Ingibjörg H. Elíasdóttir, hjúkrunarfræðingur og heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavíkur- borg. „Þetta er barátta allra hjúkr- unarfræðinga. Ég er hér til að sýna samstöðu með minni stétt og sjálfri mér.“ Ingibjörg segir kaldhæðnislegt að hjúkrunarfræðingar, sem kvennastétt, þurfi að mótmæla lökum kjörum þegar hundrað ár eru síðan konur fengu kosningarétt. „Maður var búinn að láta sig hlakka til að halda upp á 19. júní en svo er sparkað í mann liggjandi. Svo munu ráðamenn vera hér með helgislepjuna og hræsnina, talandi um hvað konur eru mikilvægar og flottar og hvað við höfum það gott,“ segir Ingibjörg. „Hér stöndum við á meðan það er verið að eyðileggja heilbrigðiskerfið.“ Hér stöndum við á meðan heilbrigðiskerfið er eyðilagt Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 68 0 57 Frá kr. 109.900 Maleme Mare Frá kr. 131.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 131.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 156.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Marina Sands Frá kr. 115.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 115.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 132.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Omega Frá kr. 109.900 Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 126.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Stökktu Frá kr. 109.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2-3 í íbúð/ stúdíó/herbergi. Frá kr. 139.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr.139.900 m.v. 2-3 í íbúð/ stúdíó/herbergi. SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ STÖKKTU SÉRTILBOÐ m/allt innifalið Bókaðu sól á 22. júní í 10 nætur Krít Krít grípur alla sem þangað koma með sinni einstöku menningu og sögu, landslagi og ekki síst viðmóti eyjaskeggja sem hafa sinnt ferðamönnum af sinni alkunnu snilld svo áratugum skiptir án þess þó að tapa sérkennum sínum. Hér er enn að finna ekta gríska menningu í þorpunum þar sem menn og konur hittast undir húsvegg eða á kaffihúsum í lok dags og skrafa saman um daginn og veginn. m/morgunmat
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.