Fréttablaðið - 13.06.2015, Síða 12
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16
NISSAN PULSAR
AFBURÐA RÚMGÓÐUR OG HLAÐINN BÚNAÐI
NÝR NISSAN PULSAR
ACENTA, DÍSIL, BEINSKIPTUR – EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
3.590.000 KR.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/
N
M
6
9
/
N
M
6
9
2
2
0
2
2
0
*Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
LÖGREGLUMÁL „Við vonumst auð-
vitað til þess að þeir verði sak-
felldir,“ segir Ingibjörg Ólöf Vil-
hjálmsdóttir, réttargæslumaður
fórnarlambsins í hópnauðgunar-
málinu. Mál fimmmenninganna
sem gefið er að sök að hafa nauðg-
að sextán ára stúlku í samkvæmi í
Breiðholti í fyrra var þingfest fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Fórnarlambið var sextán ára
þegar atvikið átti sér stað. „Brota-
þoli hefur þurft að flýja heimili sitt
ef við tölum hreint út. Hún hefur
þurft að flýja heimili sitt og hefur
búið annars staðar. Það er mjög erf-
itt í svona litlu samfélagi þegar það
eru fimm aðilar sem ganga í sama
skóla,“ segir Ingibjörg.
Foreldrar stúlkunnar fara fram á
rúmar tíu milljónir króna í miska-
bætur fyrir hönd hennar. „Það var
gerð há bótakrafa í málinu sem lýsir
því hversu alvarlegt málið er. Þetta
er einstaklega erfitt mál.
Það er mjög alvarlegt þegar svona
hlutir koma upp og þú ert sextán ára
og þarft að flytja í annað sveitar-
félag.“
Eins og áður hefur komið fram
lýstu fjórir mannanna sig saklausa
við þingfestingu málsins í héraðs-
dómi í gær. Sá fimmti er búsettur í
Svíþjóð en hann neitar líka sök.
Mennirnir eru allir ákærðir fyrir
að hafa nauðgað stúlkunni og neytt
hana til munnmaka. Í ákæru er því
lýst hvernig stúlkan gat ekki sporn-
að við verknaðinum af ótta við
mennina fimm.
Þá er einn mannanna ákærður
fyrir að hafa nauðgað henni aftur
inni á baðherbergi íbúðarinnar.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins átti atvikið sér stað í lok
samkvæmis í heimahúsi eins hinna
ákærðu í Breiðholti. Heimildirnar
herma að nær allir gestirnir, sem
flestir voru undir lögaldri, hafi
verið farnir úr samkvæminu þegar
atvikið átti sér stað og að stúlk-
an hafi jafnvel verið ein eftir með
mönnunum. Einn mannanna tók
atvikið upp á myndband sem síðar
var sýnt samnemendum stúlkunn-
ar í matsal skólans. Það myndband
er lagt fram sem sönnunargagn í
málinu. Maðurinn er ákærður fyrir
að brjóta gegn blygðunarsemi og
barnaverndarlögum með upptöku
og birtingu myndbandsins.
Frestur til að skila greinargerð í
málinu er til 2. september. Í kjölfar-
ið fer fram aðalmeðferð.
snaeros@frettablad.is
Fórnarlamb þurfti
að skipta um skóla
Þingfesting var í hópnauðgunarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm
menn eru ákærðir en þeir neita allir sök. Fórnarlambið, sem er undir lögaldri,
þurfti að flytja úr sveitarfélaginu sem hún bjó í og skipta um skóla vegna málsins.
HANDTEKNIR Mennirnir fimm voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þegar málið
kom upp í maí í fyrra. Þeir neita nú allir sök. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HAGSTOFAN Árið 2014 fædd-
ust 4.375 börn á Íslandi, sem er
svipaður fjöldi og á árinu 2013
þegar 4.326 börn fæddust. Þetta
kemur fram á vef Hagstofu
Íslands.
Það komu 2.233 drengir og
2.142 stúlkur í heiminn árið
2014, sem jafngildir 1.042
drengjum á móti hverjum 1.000
stúlkum.
Árið 2014 var frjósemi
íslenskra kvenna 1,93 börn á ævi
hverrar konu, eða sú sama og
árið 2013, en þá hafði hún farið
undir tvö börn í fyrsta sinn frá
2003.
Frjósemin nú er nærri helm-
ingi minni en hún var um 1960,
en þá gat hver kona vænst þess
að eignast rúmlega fjögur börn
á ævi sinni. - ngy
Helmingsminnkun frá 1960:
Frjósemi stendur
í stað milli ára
FRJÓSEMI KVENNA Árið 2014 var
frjósemi íslenskra kvenna 1,93 börn yfir
ævina.
NÁTTÚRA Fjölgun hefur orðið í hópi
villtu dýranna í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum í Laugardal.
Simlan Regína bar hreinkálfi
laugardaginn 30. maí. en það var í
fyrsta skipti í sjö ár sem hreinkálf-
ur lítur dagsins ljós í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum. Kálfurinn
sem er simla braggast vel.
Faðirinn er tarfurinn Tindur sem
var fluttur í garðinn af Fljótsdals-
heiði fyrir tveimur árum. Fjölgun
hefur einnig orðið í selalauginni en
tvær urtur hafa kæpt kópum. - ngy
Ung simla og sprækir kópar:
Fjölgun villtra
dýra í Laugardal
Í SELALAUG Tvær urtur í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum hafa nú kæpt kópum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJÉTUR
ÍSRAEL Rannsókn á morði Ísra-
elshers á fjórum palestínskum
drengjum í júlí í fyrra hefur
hreinsað herinn af öllum ásökun-
um um misbresti í árás hersins.
Skýrslan sem fylgdi rannsókn-
inni greinir frá því að drengirnir
voru við herstöð Hamas-samtak-
anna og að hermenn Ísraelshers
sem beittu flugskeytum á þá hafi
ekki getað gert greinarmun á
drengjunum og Hamas-liðum. - srs
Morð á börnum í Palestínu:
Hreinsa herinn
af ásökunum