Fréttablaðið - 13.06.2015, Page 14

Fréttablaðið - 13.06.2015, Page 14
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 � � �� �� � HLAUPATÚRINN HEFUR ALDREI HLJÓMAÐ EINS VEL! Siminn.is/spotify Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við fjöl- nota íþróttahús í Garðabæ á kjör- tímabilinu sem lýkur árið 2018. Ekki er búið að taka ákvörðun um staðsetningu eða stærð byggingar- innar. Gunnar Einarsson, bæjar- stjóri Garðabæjar, segir skiptar skoðanir á meðal bæjarbúa um hvar húsið eigi að rísa. Valið standi helst milli Vetrarmýrar við Vífils- staðaveg milli Reykjanesbrautar og golfvalla Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og Ásgarðssvæðisins milli Stjörnuvallar og Flataskóla. Aðalsstjórn Stjörnunnar hefur lagt mikla áherslu á að húsið rísi á Ásgarðssvæðinu. „Við viljum hafa þetta í Ásgarði. Þá nýtist þetta best fyrir starfsemi félagsins í heild sinni. Þá geta allar deildir fengið að njóta hússins,“ segir Sigurður Bjarnason, formaður aðalstjórn- ar Stjörnunnar. Hann segir að í áætlunum þeirra sé gert ráð fyrir að húsið verði bæði tengt Sund- laug Garðabæjar og félagsheimili Stjörnunnar svo húsið nýtist bæj- arbúum sem best. Það sem helst hefur verið talið því til fyrirstöðu að íþróttahúsið rísi í Ásgarði er plássleysi á svæð- inu. Sigurður segir að það ætti ekki að vera vandamál. „Það er búið að hanna líkan af svæðinu með hús- inu á þar sem þetta fellur algjör- lega inn í þau mannvirki sem eru á svæðinu,“ segir Sigurður. Þar sem ekki er búið að ákveða endanlega stærð hússins og stað- setningu liggur endanleg kostn- aðaráætlun ekki fyrir. Miðað við kostnaðargreiningu sem lögð var fyrir bæjarráð þann 19. maí má gera ráð fyrir að kostnaður við byggingu hússins geti hlaupið á bilinu 650 milljónir til 1.850 millj- óna króna eftir því hve stórt hús verður byggt. Þá er búist við að kostnaður við rekstur hússins geti verið ríflega 200 milljónir króna á ári. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir að gervigrasvöllur verði í húsinu sem og aðstaða fyrir aðrar bolta- íþróttir. Þá verði hægt að nýta húsið undir leikfimitíma grunn- skóla bæjarins. Einnig er til skoð- unar að hafa frjálsíþróttaaðstöðu í húsinu. Gunnar segir jafnframt að horft sé til þess að eldri borgarar hafi tækifæri til íþróttaiðkunar í húsinu. „Við höfum notað þetta ár sem liðið er frá kosningum til að safna upplýsingum um stærðir og stað- setningu,“ segir Gunnar, enda sé að mörgu að huga áður en endanleg ákvörðun verði tekin. Ekki liggur fyrir hvenær sú ákvörðun verður tekin. ingvar@frettabladid.is Garðabær ætlar að byggja íþróttahöll Garðabær hyggst hefja framkvæmdir við fjölnota íþróttahús í bænum á kjörtíma- bilinu. Stjarnan vill að húsið verði á Ásgarðssvæðinu en húsið gæti einnig risið í Vetrarmýri. Kostnaður við bygginguna gæti orðið nærri tveimur milljörðum króna. ÁSGARÐUR Aðalstjórn Stjörnunnar vill að íþróttahúsið verði byggt milli Stjörnuvall- ar og Flataskóla með tengibyggingum yfir í félagsheimili Stjörnunnar og Sundlaug Garðabæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN Jeb Bush, líklegur forsetaframbjóðandi Repúblík- anaflokksins í Bandaríkjunum, kallaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, yfirgangssegg (e. bully) í viðtali við fjölmiðla í Berlín á miðvikudag. Sagði Bush, sem gæti orðið sá þriðji í sinni fjölskyldu til að gegna embætti forseta á eftir George W., bróður sínum, og George H.W., föður sínum, að í samskiptum sínum við Rússland þyrftu Bandaríkin að sýna af sér hörku. Pútín væri yfirgangs- seggur og linkind í hans garð ýtti aðeins undir það sem Bush kallaði „slæma hegðun“. „Til að allt sé á hreinu þá er ég ekki að tala um að við ættum að vera árásargjörn heldur ættum við að benda Rússum á afleiðingar gjörða þeirra. Það myndi koma í veg fyrir afleið- ingar sem við viljum forðast,“ sagði Bush. Heimsókn Bush til Þýskalands er liður í Evrópuferðalagi hans áður en hann tilkynnir framboð sitt í Miami 15. júní. Frambjóðandinn verðandi flutti ávarp fyrir um tvö þúsund gesti á þriðjudagskvöld í Berlín og sagði í því að Bandaríkin og Evrópa hefðu sameiginlega hagsmuni af því að opna mark- aði á heimsvísu. Til samanburð- ar má nefna að um hundrað sinn- um fleiri hlýddu á ávarp sem Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, flutti í aðdraganda for- setakosninganna 2008. - þea Jeb Bush, líklegur forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins, talaði um Rússland og Pútín: Segir Bandaríkin þurfa að sýna hörku YFIRGANGSSEGGUR Jeb Bush kallaði Vladimír Pútín yfirgangssegg. NORDICPHOTOS/GETTY PAKISTAN Stjórnvöld í Pakistan hafa lokað skrifstofum Barna- heilla í Islamabad og gefið erlend- um starfsmönnum þeirra 15 daga frest til að koma sér úr landi. Samtökin eru sökuð um tengsl við bandarísku leyniþjónustuna CIA og þar með „andpakist- anskt“ athæfi. Ásakanirnar virð- ast tengjast bólusetningarher- ferð, sem var blekkingarleikur á vegum CIA settur á svið til þess að nálgast Osama bin Laden, leið- toga al-Kaída. Samtökin hafa vísað þessum ásökunum alfarið á bug. - gb Barnaheill rekin úr landi: Samtök sökuð um CIA-tengsl LOK, LOK OG LÆS Lögreglumaður stendur vörð um læstar dyr höfuðstöðv- anna í Islamabad. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SVÍÞJÓÐ Sænska ríkisstjórnin lofar ellilífeyrisþegum lægri skatti á næsta ári, einkum þeim sem eru með lægsta lífeyrinn. Jafnframt á að hækka húsnæð- isbætur fyrir þennan hóp en í honum eru margar konur. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að þeir sem eru með allt að 120 þúsund sænskum krónum í tekjur á ári eigi ekki að greiða hærri skatt en launamenn. Skatt- urinn gæti lækkað um rúmar 250 sænskar krónur á mánuði. - ibs Loforð sænskra stjórnvalda: Lægri skattur á lífeyrisþega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.