Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 14
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
�
�
��
��
�
HLAUPATÚRINN HEFUR
ALDREI HLJÓMAÐ EINS VEL!
Siminn.is/spotify
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
SVEITARSTJÓRNARMÁL Stefnt er að
því að hefja framkvæmdir við fjöl-
nota íþróttahús í Garðabæ á kjör-
tímabilinu sem lýkur árið 2018.
Ekki er búið að taka ákvörðun um
staðsetningu eða stærð byggingar-
innar. Gunnar Einarsson, bæjar-
stjóri Garðabæjar, segir skiptar
skoðanir á meðal bæjarbúa um
hvar húsið eigi að rísa. Valið standi
helst milli Vetrarmýrar við Vífils-
staðaveg milli Reykjanesbrautar og
golfvalla Golfklúbbs Kópavogs og
Garðabæjar og Ásgarðssvæðisins
milli Stjörnuvallar og Flataskóla.
Aðalsstjórn Stjörnunnar hefur
lagt mikla áherslu á að húsið rísi á
Ásgarðssvæðinu. „Við viljum hafa
þetta í Ásgarði. Þá nýtist þetta best
fyrir starfsemi félagsins í heild
sinni. Þá geta allar deildir fengið
að njóta hússins,“ segir Sigurður
Bjarnason, formaður aðalstjórn-
ar Stjörnunnar. Hann segir að í
áætlunum þeirra sé gert ráð fyrir
að húsið verði bæði tengt Sund-
laug Garðabæjar og félagsheimili
Stjörnunnar svo húsið nýtist bæj-
arbúum sem best.
Það sem helst hefur verið talið
því til fyrirstöðu að íþróttahúsið
rísi í Ásgarði er plássleysi á svæð-
inu. Sigurður segir að það ætti ekki
að vera vandamál. „Það er búið að
hanna líkan af svæðinu með hús-
inu á þar sem þetta fellur algjör-
lega inn í þau mannvirki sem eru á
svæðinu,“ segir Sigurður.
Þar sem ekki er búið að ákveða
endanlega stærð hússins og stað-
setningu liggur endanleg kostn-
aðaráætlun ekki fyrir. Miðað við
kostnaðargreiningu sem lögð var
fyrir bæjarráð þann 19. maí má
gera ráð fyrir að kostnaður við
byggingu hússins geti hlaupið á
bilinu 650 milljónir til 1.850 millj-
óna króna eftir því hve stórt hús
verður byggt. Þá er búist við að
kostnaður við rekstur hússins geti
verið ríflega 200 milljónir króna á
ári.
Gunnar segir að gert sé ráð fyrir
að gervigrasvöllur verði í húsinu
sem og aðstaða fyrir aðrar bolta-
íþróttir. Þá verði hægt að nýta
húsið undir leikfimitíma grunn-
skóla bæjarins. Einnig er til skoð-
unar að hafa frjálsíþróttaaðstöðu í
húsinu. Gunnar segir jafnframt að
horft sé til þess að eldri borgarar
hafi tækifæri til íþróttaiðkunar í
húsinu.
„Við höfum notað þetta ár sem
liðið er frá kosningum til að safna
upplýsingum um stærðir og stað-
setningu,“ segir Gunnar, enda sé
að mörgu að huga áður en endanleg
ákvörðun verði tekin. Ekki liggur
fyrir hvenær sú ákvörðun verður
tekin. ingvar@frettabladid.is
Garðabær ætlar að
byggja íþróttahöll
Garðabær hyggst hefja framkvæmdir við fjölnota íþróttahús í bænum á kjörtíma-
bilinu. Stjarnan vill að húsið verði á Ásgarðssvæðinu en húsið gæti einnig risið í
Vetrarmýri. Kostnaður við bygginguna gæti orðið nærri tveimur milljörðum króna.
ÁSGARÐUR Aðalstjórn Stjörnunnar vill að íþróttahúsið verði byggt milli Stjörnuvall-
ar og Flataskóla með tengibyggingum yfir í félagsheimili Stjörnunnar og Sundlaug
Garðabæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN Jeb Bush, líklegur
forsetaframbjóðandi Repúblík-
anaflokksins í Bandaríkjunum,
kallaði Vladimír Pútín, forseta
Rússlands, yfirgangssegg (e.
bully) í viðtali við fjölmiðla í
Berlín á miðvikudag.
Sagði Bush, sem gæti orðið
sá þriðji í sinni fjölskyldu til að
gegna embætti forseta á eftir
George W., bróður sínum, og
George H.W., föður sínum, að í
samskiptum sínum við Rússland
þyrftu Bandaríkin að sýna af
sér hörku. Pútín væri yfirgangs-
seggur og linkind í hans garð
ýtti aðeins undir það sem Bush
kallaði „slæma hegðun“.
„Til að allt sé á hreinu þá er
ég ekki að tala um að við ættum
að vera árásargjörn heldur
ættum við að benda Rússum á
afleiðingar gjörða þeirra. Það
myndi koma í veg fyrir afleið-
ingar sem við viljum forðast,“
sagði Bush.
Heimsókn Bush til Þýskalands
er liður í Evrópuferðalagi hans
áður en hann tilkynnir framboð
sitt í Miami 15. júní.
Frambjóðandinn verðandi
flutti ávarp fyrir um tvö þúsund
gesti á þriðjudagskvöld í Berlín
og sagði í því að Bandaríkin
og Evrópa hefðu sameiginlega
hagsmuni af því að opna mark-
aði á heimsvísu. Til samanburð-
ar má nefna að um hundrað sinn-
um fleiri hlýddu á ávarp sem
Barack Obama, forseti Banda-
ríkjanna, flutti í aðdraganda for-
setakosninganna 2008. - þea
Jeb Bush, líklegur forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins, talaði um Rússland og Pútín:
Segir Bandaríkin þurfa að sýna hörku
YFIRGANGSSEGGUR Jeb Bush kallaði
Vladimír Pútín yfirgangssegg.
NORDICPHOTOS/GETTY
PAKISTAN Stjórnvöld í Pakistan
hafa lokað skrifstofum Barna-
heilla í Islamabad og gefið erlend-
um starfsmönnum þeirra 15 daga
frest til að koma sér úr landi.
Samtökin eru sökuð um tengsl
við bandarísku leyniþjónustuna
CIA og þar með „andpakist-
anskt“ athæfi. Ásakanirnar virð-
ast tengjast bólusetningarher-
ferð, sem var blekkingarleikur á
vegum CIA settur á svið til þess
að nálgast Osama bin Laden, leið-
toga al-Kaída.
Samtökin hafa vísað þessum
ásökunum alfarið á bug. - gb
Barnaheill rekin úr landi:
Samtök sökuð
um CIA-tengsl
LOK, LOK OG LÆS Lögreglumaður
stendur vörð um læstar dyr höfuðstöðv-
anna í Islamabad. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SVÍÞJÓÐ Sænska ríkisstjórnin
lofar ellilífeyrisþegum lægri
skatti á næsta ári, einkum þeim
sem eru með lægsta lífeyrinn.
Jafnframt á að hækka húsnæð-
isbætur fyrir þennan hóp en í
honum eru margar konur.
Sænska ríkissjónvarpið greinir
frá því að þeir sem eru með allt
að 120 þúsund sænskum krónum
í tekjur á ári eigi ekki að greiða
hærri skatt en launamenn. Skatt-
urinn gæti lækkað um rúmar 250
sænskar krónur á mánuði. - ibs
Loforð sænskra stjórnvalda:
Lægri skattur
á lífeyrisþega