Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 20

Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 20
13. júní 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Húðflúr hefur vaxið mjög á Íslandi síðustu ára-tugi. Áður fyrr þurfti fólk að leita út fyrir landsteinana til að fá sér húð- flúr. Það voru gjarnan sjóarar sem báru slíkar gersemar á sér og þá yfirleitt á upphandleggj- um. Myndirnar voru og yfirleitt tengdar sjómennsku beint og óbeint. Og Íslandi. Sumir fengu sér jafnvel mynd af einhverri kerlingu og létu rita nafn unnustu sinnar undir. En sjóaraþemað var algengast, akkeri, öldur og svoleiðis. Mjög fá a r ko nu r voru með húð- flúr. Það þótti ekki sérstak- lega kvenlegt. En svo breyttist það. Konur fóru að sjást með húðflúr. Og svo varð húðflúr að tísku. Fleiri og fleiri fengu sér húð- flúr. Húðflúrstofur voru opnaðar á Íslandi og þeim fjölgaði hratt. Gamla akkerið laut í lægra haldi fyrir austurlenskum táknum og „tribal“-mynstrum. Yfir Ísland flæddu ólíkir straumar og stefn- ur. Húðflúrin færðust af upp- handleggjum og niður á fætur, kálfa og ökkla. Konur fengu sér gjarnan húðflúr á mjóbakið, rétt fyrir ofan rassinn, svokallað „tramp stamp“. Húðfl úr Nú er svo komið að algjört stjórnleysi virðist ríkja í íslenskum húðflúrum. Sumir hafa jafnvel svo mörg eða stór verk á sér að þau þekja meira pláss á líkama þeirra en ósnert húð. Stof- urnar eru orðnar margar og við eigum nú marga húðflúrlistamenn hverra verk vekja heimsathygli. Gerðar eru miklar gæðakröfur til húðflúrstofa og eftirlit með hrein- læti og fagmennsku er mikið og eru þær nú sambærilegar við það besta sem þekkist erlendis. En það vantar ítarlegar heimildir um sögu húðflúrs á Íslandi. Hvað hefur orðið um hina gömlu íslensku húð- flúrhefð? Er fólk alveg hætt að fá sér akkeri? Erum við hugsanlega að glata einhverri mjög merkilegri arfleifð og hvaða afleiðingar munu þessi erlendu áhrif hafa á menn- ingu okkar og sögu? Getum við haft áhrif á þessa þróun með opinberum afskiptum? Við höfum oft gert það áður með prýðisgóðum árangri. Getum við búið til eitthvert kerfi sem hamlar erlendum áhrifum en ýtir um leið og hvetur til íslenskra? Nú eru margir sem bera á sér kín- versk tákn og jafnvel andlitsmyndir af frægum útlendingum eins og til dæmis Jesú. En hvað með Mattías Jochumsson eða Hallgrím Péturs- son? Er einhver með slík húðflúr? Ég held að þeir séu því miður fáir. En þessu má auðveldlega breyta. Ég legg til að við skoðum að stofna nefnd um þessi mál. Tattú anarkí Við getum sett saman góðan hóp af menntuðu og kláru fólki. Við þurfum íslensku- fræðing, fulltrúa frá Árnastofnun og svo einn lögfræðing. Hópurinn kæmi með tillögur að verkferlum og yrði Alþingi ráðgefandi við lagasetningu. Alþingi mundi svo setja lög um húðflúr. Sama fólk og kom með tillögurnar mundi svo sitja í nefnd sem hefði það hlut- verk að fylgjast með að lögunum væri fylgt. Höfuðmarkmið yrði að berjast gegn erlendum áhrif- um. Bannað yrði að fá sér húðflúr sem enginn annar hefði haft áður, öll verk yrðu að byggja á hefð. Ef valdafólk í samfélaginu reyndist vera með vafasöm húð- flúr þá má leysa það með því að gera þau íslensk. Ef forsætis- ráðherra er til dæmis með jap- anska táknið fyrir frið húðflúrað fyrir ofan rassaskoruna á sér þá er það samþykkt. En ekki önnur japönsk tákn. Allar nýjungar og vafaatriði færu fyrir nefndina. Ef einhver hefði áhuga á að fá sér húðflúr sem ekki væri á lista yfir samþykkt húðflúr, til dæmis eitthvað sem viðkomandi hefði búið til sjálfur, þá yrði að sækja um það til Húðflúrnefndarinnar. Hún leyfði það sem henni fyndist í samræmi við íslenska húðflúrhefð en bannaði annað. Nefndarmenn gætu jafnvel skapað sér akadem- ískan karríer úr þessu, skrifað bækur um íslenskt húðflúr og ferðast til útlanda og haldið ræður um sama málefni. Öll húðflúr sem nefndar menn væru með yrðu auð- vitað sjálfkrafa samþykkt og ef einhver færi að efast um réttmæti þeirra þá benda þeir á fræðibæk- ur eftir sjálfa sig til staðfestingar. Ég held að þetta gæti verið snið- ug hugmynd og atvinnuskapandi fyrir menntað fólk sem hefur lítið að gera. Auðvitað væri svona nefnd aldrei hafin yfir gagnrýni. Ef til- vist nefndarinnar er dregin í efa þá vísar nefndin bara á Alþingi og ef Alþingi er spurt þá vísar það á einstaka nefndarmenn sem geta þá veitt hlutlausa umsögn um nefndina sem fræðimenn. Það ætti að duga til að rugla fólk í ríminu. Reglulega mundi svo fulltrúi nefndarinnar halda ræðu og benda á þá augljósu staðreynd að ef nefndin væri ekki að sinna sínu merkilega starfi við að framfylgja Húðflúrlögunum þá mundu allir þessir vitleysingar, sem Íslendingar eru, láta húð- flúra á sig hakakrossa, klám- myndir og eitthvað sem þeir myndu sjá eftir síðar og Húð- flúrnefndin væri í raun að bjarga okkur frá slíku. Og þá mundum við öll anda léttar á meðan Fjöln- ir tattú teiknar á okkur dollu af Gunnars mæjónesi. Íslensk húðfl úrhefð F orsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólageng- inna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunn- ar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunn- skóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfs- fólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ung- menna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypi- dóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskóla- gengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangs- mikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra við- horfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni. Björt framtíð fyrir iðn- og tæknimenntaða: Hleypidómar gagnvart námsvali Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.