Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 32
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Íslenskir NBA-áhugamenn deila ráðum til að halda sér vakandi og fræða lesendur um hvað sé best að gera í leikhléum. Áhorf á NBA tekur sinn toll af fólki daginn eftir. Hin gríðarlega spennandi úrslit í NBA-deildinni njóta mikillar athygli hér á landi. Á samfélagsmiðlum má gjarnan sjá líflegar umræður á meðan leikirnir eru í gangi og á milli leikja er taktík liðanna krufin og frammistaða leikmanna ýmist lofuð eða löstuð, eftir því hvernig leikar enduðu. Vegna tímamismunar á Íslandi og í Bandaríkjun- um fara leikirnir fram á meðan flestir Íslendingar eru sofandi. Leikirnir hefjast yfirleitt í kringum mið- nætti og standa fram eftir nóttu. NBA-áhugamenn þekkja það vel hversu erfitt getur reynst að halda sér vakandi yfir einvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Fréttablaðið fékk þrjá forfallna áhugamenn um deildina til þess að deila leyndarmál- unum við að halda sér vakandi. Einnig voru þremenn- ingarnir beðnir um að deila með lesendum hvort allar þessar vökunætur væru farnar að hafa áhrif á heilsu þeirra. Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@365.is RÁÐ TIL ÞESS AÐ VAKA YFIR NBA-ÚRSLIT Einvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefur staðið yfir að undanförnu með tilheyrandi vöku aðdáenda körfuboltans. NORDICPHOTOS/GETTY Anna María Ævarsdóttir flugfreyja, fjölmiðlafræðinemi og leikmaður KR í Domino’s-deildinni Hvernig undirbýrð þú þig á leikdegi? Það er alltaf sterkur leikur að fara á góða æfingu á kvöldin eftir vinnu eða skóla og taka smá lúr fyrir leik til að halda sér vakandi síðar um kvöldið. Svo má ekki gleyma „mönsinu“ en það er afar mikilvægur hluti af stemmaranum. Hvernig er dagurinn eftir leik? Þar sem ég bý svo vel að vera í vaktavinnu og er algjör „B-manneskja“ þá finnst mér nauðsynlegt að fá að sofa út. Vinnufríin eru því kærkomin þegar NBA er í gangi. Það er ekki laust við að maður sé svolítið þreyttur eftir vökunótt í boði Stöð 2 Sport. Hvað gerir þú í leikhléum? Ég eyði langmestum tíma mínum á samfélags- miðlum þegar leikhlé og hálfleikur er, þá sérstaklega á Twitter. Það er alltaf skemmtilegt að lesa hnyttin tíst frá öðrum körfuboltaáhugamönnum nær og fjær sem spara oftar en ekki stóru orðin. Hversu lengi hefur þú fylgst með NBA- deildinni? Ætli það séu ekki komnir góðir tveir áratugir síðan ég byrjaði að fylgjast með NBA. Ég man að minnsta kosti vel eftir mér 9-10 ára gamalli með möppur og pennaveski með öllu tilheyrandi merkt Chicago Bulls í skólatöskunni. Enda 3peat champs á þessu tímabili og Jordan að bæta MVP- titlum í safnið. Finnur þú mun á heilsu þinni á vorin og sumrin, þegar þú vakir lengur fram eftir? NBA er bara lúxus á sumrin þegar skólanum og tímabilinu heima lýkur og „finals“ detta í gang. Þá leyfi ég mér alveg að vaka fram eftir nóttu þegar ég er í vaktafríi og sólarhringur- inn fer í rugl. Heilsan er því bara góð og ég hressi mig oft við með því að fara í líkamsrækt. Er böl að vera NBA-áhugamaður? Það er böl að vera NBA-áhugamaður… á Íslandi já! Tímamismunurinn er ekkert að hjálpa manni og oft þarf maður að sætta sig við endursýningar á leikjum þegar maður nær ekki beinu útsend- ingunni. Vaktavinnan bjargar vökunóttum AÐDÁANDI Í TUTTUGU ÁR Anna María hefur fylgst með NBA frá því hún var tíu ára gömul og safnaði öllu merktu Chic- ago Bulls. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Bragi Páll ljóðskáld Hvernig undirbýrð þú þig á leik- degi? Ef ég get þá reyni ég að sofa til hádegis á leikdegi. Þannig stilli ég líkamsklukkuna inn á bandarískan tíma og á auðveldara með að vaka fram eftir. Einnig eru leikdagar einu dagarnir þar sem ég leyfi mér að drekka kaffi eftir klukkan 16, en samt í stýrðu hófi. Af því ég þarf líka að geta sofnað stuttu eftir að leiknum líkur. Svo á ég um 20 NBA-treyjur og það fer því alltaf einhver tími í það mikilvæga ferli að velja réttu treyjuna fyrir hvern og einn leik. Hvernig er dagurinn eftir leik? Ég er eiginlega í fæðingarorlofi, þannig ef ég hef tök á þá sef ég út. Annars tek ég glaður út körfuboltaþynnkuna ef mér tekst það ekki. Reyndar hefur þetta aðeins breyst eftir að ég gerðist áskrif- andi að NBA-League Pass. Þar get ég nefnilega horft á leiki daginn eftir án þess að vita hvernig þeir fóru. Þá þarf ég bara að forðast alla samfélagsmiðla, hlusta ekki á fréttir og svara ekki í sím- ann fyrr en ég er búinn að horfa á leik- inn, þá er ég í góðum málum. Hvað gerir þú í leikhléum? Það er misjafnt. Ég fylgist með því sem spjátrungarnir eru að segja á Reddit og Twitter. Stundum tefli ég styttri eða lengri skákir á netinu. Um þessar mundir er ég að þýða bók og það er ágæt að grípa í það inn á milli. Hversu lengi hefur þú fylgst með NBA-deildinni? Fyrsta úrslitaserían sem ég man eftir var þegar Bulls unnu Pheonix 1993. Fyrsta serían sem ég man eftir að hafa horft á í heild sinni voru úrslitin 1996. Síðan þá hef ég alltaf reynt að fylgjast með úrslit- unum, en síðustu ár, eftir að hægt var að kaupa áskrift á netinu, hef ég svo farið að horfa á alla leiktíðina. Finnur þú mun á heilsu þinni á vorin og sumrin, þegar þú vakir lengur fram eftir? Flestir sem þekkja mig vita að á þessum árstíma er ég mjög fölur, með svefnskalla og fæst illa til að tala um annað en körfubolta. Er böl að vera NBA-áhugamaður? Alls ekki. Það að fylgjast með NBA deildinni er eitt það skemmtileg- asta sem ég geri, og þó geri ég mjög mikið af mjög skemmtilegum hlut- um. Mikilvægt að velja réttu treyjuna TEKUR ÚT KÖRFU- BOLTA- ÞYNNKUNA Bragi Páll teflir eða þýðir bók í leikhléum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Haukur Viðar Alfreðsson tónlistarmaður og sniðugmenni hjá Brandenburg Hvernig undirbýrð þú þig á leikdegi? Ég tek þetta á samblandi af þrjósku og heimsku. Og Pepsi Max. Ég get sofið þegar ég verð gamall. Reyndar fer ég alltaf úr buxunum rétt áður en flautað er til leiks. Það er ekki hægt að horfa á NBA og vera í buxum. Hvernig er dagurinn eftir leik? Ég fæ aldrei að sofa út. Hjól atvinnulífsins snúa sér ekki sjálf. En það má snúa þeim geispandi. Hvað gerir þú í leikhléum? Skoða Facebook og Twitter. Þar eru menn sem eru mun fróðari um leikinn en ég. Ég les og læri. Tjái mig lítið sjálfur. Hversu lengi hefur þú fylgst með NBA-deildinni? Síðan 1991 en þó með hléum. Lengi vel var ekki gaman að vera San Antonio-aðdáandi og þá var þetta ekkert heilagt fyrir mér. Svo hefur þetta ágerst með tímanum. Finnur þú mun á heilsu þinni á vorin og sumrin, þegar þú vakir lengur fram eftir? Ég vaki ekki fram eftir meðan á tímabilinu stendur en úrslitakeppnin getur tekið á. En heilsan er ágæt. Smá sjóntruflanir og ör hjartsláttur hefur aldrei drepið neinn. Er böl að vera NBA-áhugamaður? Alls ekki. Það er dásamlegt. Að ídolísera rúmlega tveggja metra háa, moldríka krakkaskratta sem myndu ekki einu sinni heilsa mér úti á götu er kannski ekki eðlileg hegðun þegar maður er 35 ára en svona er þetta bara. Sjóntrufl anir og ör hjartsláttur ÚR BUXUNUM Það er heilagur siður hjá Hauki Viðari að afklæðast fyrir áhorf á NBA-leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR NBA Á NÓTTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.