Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 34
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Halla er önnum kafin þessa dagana. Hún skipuleggur alþjóð-lega ráðstefnu þar sem háskólafólk og leið togar alþjóðlegra fyrir tækja munu ræða hennar hjart- ans mál: Hvernig hægt sé að virkja kvenauðinn í samfélaginu og fjölga kvenkyns frumkvöðlum, leið togum, stjórnarmönnum og fjárfestum. En kynjajafnrétti hefur ekki alltaf verið Höllu efst í huga og áður fyrr leit hún alls ekki á sig sem femín ista. Það fór að breyt- ast þegar hún flutti heim eftir tíu ára nám og störf í Bandaríkjunum. Verkefnin sem hún tók að sér hér á landi beindu sjónum hennar sífellt meira að vannýttum hæfileikum kvenna. Hún stýrði stjórnendaskóla HR og Auði í krafti kvenna, var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, sat í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, stofnaði Auði Capital og hefur undanfarin ár starfað erlendis við að virkja kvenauðinn. Í dag seg- ist hún svo sannarlega vera femín- isti sem lítur á jafnréttismál sem efnahagsmál, enda séu efnahags- legir hagsmunir af aukinni þátt- töku kvenna í viðskiptalífinu aug- ljósir. En hvað breyttist? „Þegar ég var á þrítugsaldri trúði ég því ekki að kynið skipti máli, taldi þetta einfaldlega snúast um hæfni einstaklingsins. Á þessum tíma var orðið femínismi líklega heldur neikvætt orð í mínum huga og þegar ég lít til baka þá féll ég örugglega oft í þann pytt að haga mér eins og karlmaður á vinnu- staðnum til að falla í hópinn. Ég gerði það algjörlega ómeðvitað. Ég er með mikla aðlögunarhæfni og horfði bara á hvernig leikurinn var spilaður og hermdi eftir.“ „Æðra“ að vera í strákahópnum Halla segist hafa verið með hlaðnar hugmyndir um jafnréttismál. Hún var alltaf mjög jafnréttissinnuð en lærði í námi og starfi að það væri vænlegra til árangurs að vekja ekki of mikla athygli á að vera öðruvísi. „Það var betra að vera ein af hópnum – og í viðskiptum og fjár- málum er hópurinn oftast karl- lægur. En svo steig ég út fyrir þægindahringinn og tók fyrsta „kvennaverkefnið“ þegar ég tók að mér að leiða Auði í krafti kvenna því ég var sammála því að það væri efnahagslegur ávinningur af því. Ég man að góður vinur minn spurði mig af hverju í ósköpunum ég vildi vera í svona konudæmi, þegar karl- arnir fíluðu mig svo vel. Hann var svo einlægt hissa á mér. Hann gaf klárlega í skyn að ég væri að velja það „síðra“ þegar ég gæti verið að velja það „æðra“ – það er að segja strákahópinn.“ Hleypti manneskjunni út Halla hefur oft verið eina konan í þeim stjórnum sem hún hefur setið í. Hún segist hafa vel getað haldið áfram að starfa í Bandaríkjunum með tilheyrandi starfsframa og vel- gengni. En það kom að þeim tíma- punkti að hún fór að spyrja sjálfa sig æ oftar hvað væri í raun og veru velgengni. Þær vangaveltur breyttu hugarfarinu smám saman og hefur hún í seinni tíð hiklaust valið að starfa við hluti sem samræmast sem best hennar gildismati. „Velgengni hlýtur að vera þegar maður getur verið besta útgáfan af sjálfum sér í lífi og starfi. En ekki þegar maður þarf að leika eitthvað hlutverk. Þegar ég hóf störf í HR þá var ég næstum í fyrsta skipti ekki eina konan í stjórnendateyminu. Ég upplifði oftar en nokkru sinni áður að vera „ein af stelpunum“ og það kom mér skemmtilega á óvart hvað ég upplifði mikinn kraft – sérstak- lega í því að sameinast í kringum þann skýra tilgang sem uppbygg- ing háskóla hefur og þann sam- félagslega ávinning sem slíkt starf getur skilað. Á sama tíma varð ég móðir og við það tengdist ég lík- lega betur sjálfri mér. Þetta var mjög annasamur tími, það skap- HAGAÐI SÉR EINS OG KARLMAÐUR TIL AÐ FALLA Í HÓPINN Halla Tómasdóttir segist aldrei hafa ætlað að snerta á konumálum en með auknum þroska fann hún að kvenlægir eiginleikar hennar gerðu hana að sterkari stjórnanda. Í dag segist hún vera femínisti og velur sér verkefni sem hafa það að markmiði að virkja ónýttan kvenauð. VILL VIRKJA KVENAUÐINN Halla er ráðstefnustjóri WE 2015 sem er í anda verkefna hennar á undanförnum árum. Á ráðstefn- unni tekur til máls háskólafólk og leiðtogar alþjóðlegra fyrirtækja til að skapa samtal um efnahagslegan ávinning þess að virkja konur í viðskipta- og fjármálaheiminum. Hægt verður að fylgjast með samtalinu á vefsvæði RÚV og Inspiral.ly. FRÉTTBLAÐIÐ/STEFÁN Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is aðist oft togstreita á milli heimil- is og starfs. Alveg brjálað að gera hjá báðum foreldrum og stundum þurfti einfaldlega þriðja foreldrið til svo dæmið gengi upp. Ég áttaði mig á þessum tíma á því að ég bjó yfir hæfileikum sem ég nýtti ekki alltaf til fulls í starfi. Ég fann að ég varð einfaldlega betri og kröftugri stjórnandi þegar ég hleypti sjálfri mér út og leyfði mér að vera ég sjálf í vinnunni. Ég lærði í námi og starfi að það yrði alltaf að beita rökhugs- un. Þannig að ég reyndi alltaf að klæða tilfinningar mínar í rökræn- ar umbúðir. En ég hef með árunum lært að treysta á innsæið og þori að fylgja því.“ Missti trú á fjármálaheiminum Halla lítur enn svo á að jafnréttis- mál séu í grunninn efnahagsmál en markmið hennar er þó ekki síður að leggja sitt af mörkum til að skapa mannlegt samfélag þar sem allir fá að njóta sín. Á þeim forsendum hefur hún unnið verkefni sín á síð- ustu árum. „Það er ekkert leyndarmál að Auður Capital varð til því ég missti að ákveðnu leyti trú á fjármála- markaðinn eins og hann var. Þannig að við Kristín Pétursdóttir, sem stofnaði fyrirtækið með mér, vild- um koma kvenlægari gildum inn í fjármálaheiminn því hvoruga okkar langaði að taka þátt í þessum heimi eins og hann rúllaði þá. Okkur lang- aði að vera í viðskiptum og hagnast en vildum vinna út frá grunngildum sem hugnuðust okkur. Við vildum hagnað með hugsjón, þar sem fólk, samfélag og umhverfi skipta líka máli. Við lifðum af hrunið og okkar traust óx í öfugu samhengi við það sem gerðist annars staðar. Ég held það hafi gerst fyrir konur almennt á þessum tíma og orðræðan jókst um mikilvægi þátttöku kvenna í stjórnum og áhrifastöðum almennt, bæði hér á landi og annars staðar. En ég fæ stundum á tilfinninguna núna, sjö árum seinna, að það sé ekki langt í að okkur langi aftur í ójafnvægið. Einstein kallaði það geðveiki að gera alltaf sama hlut- inn en vonast eftir nýrri útkomu. Ég vona að við náum að komast hjá þeirri sturlun.“ Vont að raða já-fólki í kringum sig Halla segir svarið vera samfélag sem er ekki í ójafnvægi heldur nýti hæfileika beggja kynja – við öll ákvörðunartökuborð. Hún bendir á að of karllæg gildi í fjármálaheim- inum hafi brugðist okkur árið 2008 – og oft áður í sögunni. Hún er fylgj- andi kynjakvóta í stjórnum því hún telur að konur komi inn í stjórnir með breyttar áherslur og þá verði öll umræða tekin frá fleiri sjónar- hornum og ákvarðanataka og stjórn- arhættir batni fyrir alla. „Í grunninn snýst þetta ekki um karla og konur heldur um kvenlæga og karllæga eiginleika og nálgun – þetta snýst meira um gildismat eða kvarða og ég trúi því að okkur farnist best ef við tileinkum okkur hvorutveggja. Í viðskiptalífinu hafa áherslurnar verið of mikið öðrum megin og kvenlæg gildi – sem geta sannarlega komið frá bæði konum og körlum – hafa átt á brattann að sækja. Kvenlægir eiginleikar leiðtoga eiga sérstaklega vel við á umbreyt- ingartímum eins og við erum að fara í gegnum núna. Kvenlægur leiðtogi les í umhverfið og fær fólk með sér. Hann reynir ekki að vera hetja með öll svörin. Það er búið og löngu úrelt módel. Góður leið- togi nær að láta ólíka starfsmenn blómstra og getur stýrt hópi sem er í eðli sínu ólíkur innbyrðis. Það má segja að allir sem hafa átt fleira en eitt barn vita hvað við fáum mikla þjálfun í því að láta ólíkan hóp búa saman. Vondur leiðtogi ræður þá sem eru alveg eins og hann og haga sér eins og hann. Hann raðar í kringum sig já-fólki og á þar af leið- andi á hættu að keyra fram af brún- inni þar sem enginn er til staðar til að spyrja gagnrýnna spurninga á leiðinni. Ég er bara almennt fylgjandi jafnvægi og blöndun. Það þarf að taka áhættu en líka spyrja spurn- inga um áhættuna. Það þarf ein- hvern með sterka siðferðiskennd en líka þann sem þorir að storka við- teknum venjum og er djarfari. Jafn- vægið og krafturinn sem myndast þegar fólk á samtöl um málefni frá ólíkum sjónarmiðum býr til árang- ursrík teymi og árangursrík sam- félög.“ Í þágu allra að virkja mannauðinn WE 2015 er vettvangur fyrir sam- tal milli karla og kvenna um það efnahagslega tækifæri sem felst í því að virkja kvenauðinn til jafns á við karlauðinn – ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Ísland stendur fremst í að brúa kynja- bilið, samkvæmt World Economic Forum, og tilfellið er að margir horfa til okkar sem forystuþjóðar í þessum málum. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi að ráðstefnan héti WE er að konur hafa mikið verið að tala við konur um þessi mál, en ég taldi gríðarlega mikilvægt að virkja karl- ana með í þetta mikilvæga samtal. Ef við skoðum tölurnar, þá eru ein- faldlega fleiri karlar í áhrifastöð- um í viðskipta- og efnahagslífi og því eru frekari framfarir ólíkleg- ar án þeirra þátttöku. En tölurnar sýna líka svart á hvítu að viðskipta- legur og efnahagslegur ávinning- ur af jafnrétti er verulegur og það er mikilvægt fyrir forystufólk í atvinnulífi að skilja það. Við trúum því að allir sem munu fara í gegnum þetta samtal muni læra margt og gera sér grein fyrir því að það sé í þágu okkar allra að virkja allan okkar mannauð til að snúa hjólum hagkerfisins, til að skapa jafnvægi í okkar viðskipta- lífi og til að skapa samfélag sem er mannlegt og gjöfult fyrir alla. Hver gæti verið á móti því? Stund- um verð ég hissa á því að við þurf- um að vera að ræða þetta – þetta er svo augljóst!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.