Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 46

Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 46
KYNNING − AUGLÝSINGÍslenski jarðvarmaklasinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 20156 milljón tonn af heitu vatni voru notaðar fyrstu fimm mánuði ársins. Orka náttúrunnar hóf markvissa uppgræðslu við Hellisheiðar- virkjun árið 2012 og hefur verkefnið skilað miklum árangri. Leit- ast var við að endurheimta staðargróður eftir fram kvæmdir á svæðinu. Svokallaður mosagrautur, blandaður út í súrmjólk, er meðal annars notaður til verksins. Einnig er unnið með fræ- slægju, mosadreifingu og flutning á torfum sem hefur allt skilað góðum árangri. Hellisheiði fegruð með súrmjólk og mosa Hér má sjá þær miklu breytingar sem orðið hafa á tveimur árum. Fyrri myndin er tekin á Hellisheiði árið 2012 og sú síðari á sama stað árið 2014, eftir uppgræðslu. (MYND/ON) æpar 35 milljónir tonna af heitu vatni streymdu til íbúa höfuð- borgarsvæðisins fyrstu fimm mánuði ársins, sem er tæplega tíu prósentum meira en meðaltal áranna 2014 og 2013. Notkunin í maí 2015 var fjórðungi meiri en árin á undan. Ís- lensk heimili nota árlega að meðal- tali fjögur til fimm tonn af heitu vatni á hvern fermetra húsnæðis. Met hafa fallið í heitavatnsnotk- un á höfuðborgarsvæðinu í hverjum einasta mánuði það sem af er ári. Um 90 prósent af heildarnotkun vatnsins fara í kyndingu á húsum. Nýliðinn maímánuður var sá þriðji kaldasti frá því að mælingar hófust og voru fyrstu tvær vikurnar sérlega kald- ar. Óhætt er því að fullyrða að tíðar- farið hafi áhrif á heitavatnsnotkun landans. ON rekur Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Stærsta upp- spretta vatns í hitaveiturnar er Nesjavallavirkjun, með 300 mega- vatta varmaafl. Þar hafa 24 holur verið boraðar, á bilinu 1.000 til 2.200 metra djúpar, með allt að 380 gráða hita. Þegar fyrir lá að afkastageta Nesjavallavirkjunar væri að verða fullnýtt vegna sívaxandi notkun- ar á heitu vatni á höfuðborgarsvæð- inu var ákveðið að ráðast í byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Heitavatns- framleiðsla þar hófst árið 2010 og er framleiðslugeta þar nú 133 MW í varmaafli en miðað við full afköst gæti varmastöðin stækkað í 400 MW í framtíðinni og mun það gerast í tveimur til þremur áföngum eftir þörf á heitu vatni á höfuðborgar- svæðinu. Helmingur heita vatnsins úr Henglinum Kuldinn í ár olli metári í heitavatnsnotkun höfuðborgarbúa. Orka náttúrunnar sér höfuðborgarbúum fyrir helmingnum af öllu því heita vatni sem streymir um lagnirnar. Heita vatnið kemur úr jarðvarmavirkjunum fyrirtækisins á Hengilssvæðinu. 35 milljónir tonna af heitu vatni voru notaðar fyrstu fimm mánuði ársins. Hér sést hve nauðsynlegt það var að fá jarðvarmavirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði til heitavatnsframleiðslu. Um helmingur alls heits vatns kemur frá Hengilssvæðinu. Nesjavallavirkjun er stærsta uppspretta heits vatns á höfuðborgarsvæðinu, með 300 megavatta varmaafl. 24 holur eru á svæðinu með allt að 380 gráða hita. MYND/ON ON er í forystu um uppbygg-ingu innviða fyrir aukna raf-væðingu samgangna hér á landi. Fjölgun rafbíla er eitt helsta sóknarfæri Íslendinga í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta ræðst af því að útblástur vegna orku- framleiðslu hér er lítill en hann er helsti vandi flestra annarra þjóða. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, segir rafbílavæðinguna á Ís- landi komna til að vera. „Við höfum einsett okkur að nýta vel þau tæki- færi sem felast í íslenskri náttúru þegar kemur að notkun á rafmagni sem orkugjöfum fyrir bíla. Þetta er ódýr og umhverfisvænn orkugjafi og rafbílarnir eru alltaf að verða betri og betri. Svo eru þeir auðvitað hljóð- látir,“ segir Páll. „ON ákvað að leggja sitt af mörkum til rafbílavæðingar landsins með því að setja upp hrað- hleðslustöðvar sem gera rafbílaeig- endum kleift að hlaða bíla sína hratt og vel á leið sinni milli staða. Hrað- hleðslustöðvum er alltaf að fjölga, nú síðast opnuðum við tíundu stöðina á Akranesi.“ Leiðtogar G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, tilkynntu viljayf- irlýsingu á fundi sínum í Bæjara- landi í vikunni um að draga veru- lega úr losun gróðurhúsalofttegunda á komandi áratugum. Í samþykktinni segir að stefna skuli að því að hætta allri losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2100. Því á að ná með því að hætta alveg að nota jarðefnaelds- neyti; kol, olíu og jarðgas. Takmarkið á að vera hálfnað árið 2050, eftir 35 ár. Páll segir þessa viljayfirlýsingu vissulega tímamót og Ísland ætti að einsetja sér að vera áfram í forystu þegar kemur að því draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Halldór Þorgeirsson, yfirmaður stefnumörkunar hjá skrifstofu Lofts- lagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sagði á málþingi um loftslagsmál í vor að honum fyndist „gjörsamlega út í hött að við séum að nota jarð- efnaeldsneyti til að fara frá einum stað til annars á þessari eyju“. Páll tekur í sama streng og segir okkur Íslendinga hafa einstakt tækifæri í þessum efnum. „Við búum svo vel að 85% af orkunotkun landsins eru fengin frá jarðvarma og vatnsorku sem er umhverfisvæn orka. Það þýðir að verkefnið er að draga úr því jarðefnaeldsneyti sem notað er í 15% af orkunotkun lands- ins, þ.e. það eldsneyti sem fyrst og fremst er notað til að knýja bíla, f lugvélar og skip. Þar af eru bílar með stærsta hlutann. Nú þegar tæknin er fyrir hendi þarf bara sam- hent átak almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að breyta þessu.“ Hljóðlát og um hverfis- væn sam göngu bylting Orka náttúrunnar (ON) hefur á undanförnum árum opnað tíu hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla. Sú tíunda opnaði á Akranesi í síðustu viku. Framkvæmdastjóri ON segir rafbílavæðingu á Íslandi komna til að vera. Nú hefur ON opnað tíu hraðhleðslustöðvar á landinu til að stíga fyrstu skrefin í uppbyggingu innviða fyrir rafbílanotkun. MYND/GVA Vatnið til höfuðborgar- svæðisins kemur úr ýmsum áttum. Íbúar í Grafar- holti, Grafarvogi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði fá alla jafna heitt vatn frá virkj- unum ON – Nesjavallavirkj- un og Hellisheiðarvirkjun – þar sem grunnvatn er hitað upp með jarðhita. Að auki er framleitt rafmagn í virkjun- unum tveimur. Reykvíkingar vestan Grafar- vogs, íbúar í Úlfarsárdal, Mosfellingar og Kjalnesingar fá heita vatnið jafnaðarlega frá lághitasvæðum í Reykja- vík og Mosfellsbæ sem nýtt eru beint inn í dreifikerfið. Heita vatnið til höfuðborgarsvæðis- ins kemur víðs vegar að. MYND/ON Ekki allt úr sama brunni 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.