Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGÍslenski jarðvarmaklasinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 20156
milljón tonn af
heitu vatni voru
notaðar fyrstu
fimm mánuði ársins.
Orka náttúrunnar hóf markvissa uppgræðslu við Hellisheiðar-
virkjun árið 2012 og hefur verkefnið skilað miklum árangri. Leit-
ast var við að endurheimta staðargróður eftir fram kvæmdir á
svæðinu. Svokallaður mosagrautur, blandaður út í súrmjólk,
er meðal annars notaður til verksins. Einnig er unnið með fræ-
slægju, mosadreifingu og flutning á torfum sem hefur allt skilað
góðum árangri.
Hellisheiði fegruð með
súrmjólk og mosa
Hér má sjá þær miklu breytingar sem orðið hafa á tveimur árum. Fyrri myndin er
tekin á Hellisheiði árið 2012 og sú síðari á sama stað árið 2014, eftir uppgræðslu.
(MYND/ON)
æpar 35 milljónir tonna af heitu
vatni streymdu til íbúa höfuð-
borgarsvæðisins fyrstu fimm
mánuði ársins, sem er tæplega tíu
prósentum meira en meðaltal áranna
2014 og 2013. Notkunin í maí 2015 var
fjórðungi meiri en árin á undan. Ís-
lensk heimili nota árlega að meðal-
tali fjögur til fimm tonn af heitu vatni
á hvern fermetra húsnæðis.
Met hafa fallið í heitavatnsnotk-
un á höfuðborgarsvæðinu í hverjum
einasta mánuði það sem af er ári. Um
90 prósent af heildarnotkun vatnsins
fara í kyndingu á húsum. Nýliðinn
maímánuður var sá þriðji kaldasti
frá því að mælingar hófust og voru
fyrstu tvær vikurnar sérlega kald-
ar. Óhætt er því að fullyrða að tíðar-
farið hafi áhrif á heitavatnsnotkun
landans.
ON rekur Nesjavallavirkjun og
Hellisheiðarvirkjun. Stærsta upp-
spretta vatns í hitaveiturnar er
Nesjavallavirkjun, með 300 mega-
vatta varmaafl. Þar hafa 24 holur
verið boraðar, á bilinu 1.000 til 2.200
metra djúpar, með allt að 380 gráða
hita. Þegar fyrir lá að afkastageta
Nesjavallavirkjunar væri að verða
fullnýtt vegna sívaxandi notkun-
ar á heitu vatni á höfuðborgarsvæð-
inu var ákveðið að ráðast í byggingu
Hellisheiðarvirkjunar. Heitavatns-
framleiðsla þar hófst árið 2010 og
er framleiðslugeta þar nú 133 MW
í varmaafli en miðað við full afköst
gæti varmastöðin stækkað í 400 MW
í framtíðinni og mun það gerast í
tveimur til þremur áföngum eftir
þörf á heitu vatni á höfuðborgar-
svæðinu.
Helmingur heita vatnsins úr Henglinum
Kuldinn í ár olli metári í heitavatnsnotkun höfuðborgarbúa. Orka náttúrunnar sér höfuðborgarbúum fyrir helmingnum af öllu því
heita vatni sem streymir um lagnirnar. Heita vatnið kemur úr jarðvarmavirkjunum fyrirtækisins á Hengilssvæðinu.
35 milljónir tonna af heitu vatni voru
notaðar fyrstu fimm mánuði ársins.
Hér sést hve nauðsynlegt það var að fá
jarðvarmavirkjanirnar á Nesjavöllum
og Hellisheiði til heitavatnsframleiðslu.
Um helmingur alls heits vatns kemur frá
Hengilssvæðinu.
Nesjavallavirkjun er stærsta uppspretta heits vatns á höfuðborgarsvæðinu, með 300 megavatta varmaafl. 24 holur eru á svæðinu með
allt að 380 gráða hita. MYND/ON
ON er í forystu um uppbygg-ingu innviða fyrir aukna raf-væðingu samgangna hér á
landi. Fjölgun rafbíla er eitt helsta
sóknarfæri Íslendinga í að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta
ræðst af því að útblástur vegna orku-
framleiðslu hér er lítill en hann er
helsti vandi flestra annarra þjóða.
Páll Erland, framkvæmdastjóri
ON, segir rafbílavæðinguna á Ís-
landi komna til að vera. „Við höfum
einsett okkur að nýta vel þau tæki-
færi sem felast í íslenskri náttúru
þegar kemur að notkun á rafmagni
sem orkugjöfum fyrir bíla. Þetta er
ódýr og umhverfisvænn orkugjafi
og rafbílarnir eru alltaf að verða betri
og betri. Svo eru þeir auðvitað hljóð-
látir,“ segir Páll. „ON ákvað að leggja
sitt af mörkum til rafbílavæðingar
landsins með því að setja upp hrað-
hleðslustöðvar sem gera rafbílaeig-
endum kleift að hlaða bíla sína hratt
og vel á leið sinni milli staða. Hrað-
hleðslustöðvum er alltaf að fjölga, nú
síðast opnuðum við tíundu stöðina á
Akranesi.“
Leiðtogar G7-ríkjanna, stærstu
iðnríkja heims, tilkynntu viljayf-
irlýsingu á fundi sínum í Bæjara-
landi í vikunni um að draga veru-
lega úr losun gróðurhúsalofttegunda
á komandi áratugum. Í samþykktinni
segir að stefna skuli að því að hætta
allri losun gróðurhúsalofttegunda
fyrir árið 2100. Því á að ná með því
að hætta alveg að nota jarðefnaelds-
neyti; kol, olíu og jarðgas. Takmarkið
á að vera hálfnað árið 2050, eftir 35 ár.
Páll segir þessa viljayfirlýsingu
vissulega tímamót og Ísland ætti að
einsetja sér að vera áfram í forystu
þegar kemur að því draga úr notkun
jarðefnaeldsneytis.
Halldór Þorgeirsson, yfirmaður
stefnumörkunar hjá skrifstofu Lofts-
lagssamnings Sameinuðu þjóðanna,
sagði á málþingi um loftslagsmál í
vor að honum fyndist „gjörsamlega
út í hött að við séum að nota jarð-
efnaeldsneyti til að fara frá einum
stað til annars á þessari eyju“.
Páll tekur í sama streng og segir
okkur Íslendinga hafa einstakt
tækifæri í þessum efnum. „Við
búum svo vel að 85% af orkunotkun
landsins eru fengin frá jarðvarma
og vatnsorku sem er umhverfisvæn
orka. Það þýðir að verkefnið er að
draga úr því jarðefnaeldsneyti sem
notað er í 15% af orkunotkun lands-
ins, þ.e. það eldsneyti sem fyrst og
fremst er notað til að knýja bíla,
f lugvélar og skip. Þar af eru bílar
með stærsta hlutann. Nú þegar
tæknin er fyrir hendi þarf bara sam-
hent átak almennings, fyrirtækja og
stjórnvalda til að breyta þessu.“
Hljóðlát og um hverfis-
væn sam göngu bylting
Orka náttúrunnar (ON) hefur á undanförnum árum opnað tíu
hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla. Sú tíunda opnaði á Akranesi í síðustu viku.
Framkvæmdastjóri ON segir rafbílavæðingu á Íslandi komna til að vera. Nú hefur ON
opnað tíu hraðhleðslustöðvar á landinu til að stíga fyrstu skrefin í uppbyggingu innviða
fyrir rafbílanotkun. MYND/GVA
Vatnið til höfuðborgar-
svæðisins kemur úr ýmsum
áttum. Íbúar í Grafar-
holti, Grafarvogi, Kópavogi,
Garðabæ og Hafnarfirði fá
alla jafna heitt vatn frá virkj-
unum ON – Nesjavallavirkj-
un og Hellisheiðarvirkjun –
þar sem grunnvatn er hitað
upp með jarðhita. Að auki er
framleitt rafmagn í virkjun-
unum tveimur.
Reykvíkingar vestan Grafar-
vogs, íbúar í Úlfarsárdal,
Mosfellingar og Kjalnesingar
fá heita vatnið jafnaðarlega
frá lághitasvæðum í Reykja-
vík og Mosfellsbæ sem nýtt
eru beint inn í dreifikerfið.
Heita vatnið til höfuðborgarsvæðis-
ins kemur víðs vegar að. MYND/ON
Ekki allt
úr sama
brunni
35