Fréttablaðið - 13.06.2015, Page 48

Fréttablaðið - 13.06.2015, Page 48
KYNNING − AUGLÝSINGÍslenski jarðvarmaklasinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 20158 Jarðvarmi er einn af grundvallar-þáttum í orkubúskap Íslendinga. Á síðasta ári stóð jarðhiti undir tæplega 30% af raforkuframleiðslu í landinu og rúmlega 90% allra heim- ila landsins eru kynt með jarðhita. Markvissar rannsóknir og skipuleg nýting á jarðvarma, sem rekja má aftur til 1970, hafa sparað þjóðar- búinu milljarða króna og dreg- ið úr innflutningi á jarðefnaelds- neyti, með tilheyrandi jákvæðum umhverfislegum áhrifum að sögn Ingva Más Pálssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu iðnaðar og orkumála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu. „Fjöldi íslenskra fyrirtækja vinnur að málefnum sem tengj- ast rannsóknum og nýtingu á jarð- varma. Þessi fyrirtæki koma úr ólík- um áttum og því var það skynsamleg ákvörðun að efna til klasasamstarfs þeirra á milli fyrir nokkrum árum. Ég tel að þessi jarðvarmaklasi marki okkur ákveðna sérstöðu og sé lyk- ill að því að efla samkeppnis hæfni þessa iðnaðar til frekari vaxtar og þróunar, þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra nýtingu jarðhitaauðlind- arinnar og auknar rannsóknir.“ Ingvi segir að sú víðtæka þekking og reynsla sem jarðvísindamenn hér á landi, og fyrirtæki í geiranum, hafa aflað sér undanfarna áratugi að því er varðar nýtingu jarðvarma sé eftir- sótt víða um heim þar sem jarðhita er að finna, hvort sem er til raforku- vinnslu eða húshitunar. „Öflugur ís- lenskur jarðvarmaklasi skiptir því miklu máli í þessu sambandi og hafa stjórnvöld stutt við bakið á honum frá stofnun hans. Hann er mikilvæg- ur liður í því að efla hvers konar sam- starf milli fyrirtækja á þessum vett- vangi, stjórnvalda, rannsóknarstofn- ana og háskólasamfélagsins.“ Umtalsverð áhrif Að sögn Ingva hefur ekki verið tekin saman, svo hann viti, heildstæð greining á efnahagslegum áhrif- um jarðvarma á íslenskt samfé- lag. „Þó er ljóst að þau eru umtals- verð og má þar t.d. benda á tækni- geirann og þjónustufyrirtæki tengd honum sem þjónusta jarðvarma- og orkugeira landsins á einn eða annan hátt. Áætlað hefur verið að fjöldi sér- fræðinga sem starfa beint við jarð- varma sé um 1.000, en heildarfjöldi starfa sem tengjast jarðvarma er mun meiri.“ Hann bendir á nýlega skýrslu um Auðlindagarð á Reykjanesi en þar er talað um 500-600 störf sem tengjast beint jarðhitanýtingu á svæðinu og að annað eins megi rekja til óbeinna starfa. Þá kemur einnig fram í skýrsl- unni að talið sé að eitt af hverjum fjórum nýjum störfum á Suðurnesj- um árið 2011 hafi tengst Auðlinda- garðinum með einum eða öðrum hætti. „Sem áður segir erum við ár- lega að spara miklar fjárhæðir með því að nýta jarðvarma til húshitunar í stað innflutts jarðefnaeldsneytis og hefur Orkustofnun áætlað að árleg- ur sparnaður sé í kringum 115 millj- arðar króna, miðað við að hitað væri með olíu. Ef menn vilja leika sér að tölum þá nemur þannig uppsafnaður núvirtur sparnaður fyrir þjóðar búið um 2.300 milljörðum króna frá árinu 1915 til dagsins í dag. Það munar um minna.“ Fjöldi tækifæra Ráðuneytið hefur að sögn Ingva átt í mjög góðu samstarfi við jarðvarma- klasann. „Frumkvæðið að stofnun hans var hjá atvinnulífinu og þeim fyrirtækjum sem mynda klasann og hefur ráðuneytið, og stjórnvöld al- mennt, stutt við klasann og þau verk- efni sem unnin hafa verið á vettvangi hans án þess að vera beinn þátttak- andi í klasanum.“ Hann segir fjölda tækifæra vera til frekara samstarfs sem sé til skoðun- ar. „Sem dæmi má nefna að stjórn- völd hafa reynt að liðka fyrir þátt- töku íslenskra fyrirtækja í jarðhita- verkefnum erlendis, meðal annars í gegnum Þróunarsjóð EFTA og með samstarfssamningum við erlend ríki.“ Íslensk stjórnvöld hafa reynt að efla vitund um möguleika og kosti jarðvarmanýtingar í þeim löndum þar sem hann er að finna. „Stað- reyndin er sú að t.d. innan Evrópu- sambandsins er takmörkuð þekking á jarðvarmanýtingu, hvort sem er til húshitunar eða raforkuvinnslu, en aukin hlutdeild jarðvarma í orkubú- skap ESB-landanna, þar sem hún er möguleg, fellur einmitt vel að stefnu- mótun ESB um aukna hlutdeild endur nýjanlegrar innlendrar orku.“ Jarðvarmaklasi skiptir máli Víðtæk þekking og reynsla íslenskra jarðvísindamanna er eftirsótt víða um heim. Öflugur jarðvarmaklasi skiptir því miklu máli til að efla samstarf fyrirtækja, stjórnvalda, rannsóknarstofnana og háskólasamfélagsins. Fjöldi tækifæra er til frekara samstarfs á þessu sviði. „Ég tel að þessi jarðvarma- klasi marki okkur ákveðna sérstöðu og sé lykill að því að efla samkeppnishæfni þessa iðnaðar,“ segir Ingvi Már Pálsson, skrifstofu- stjóri á skrifstofu iðnaðar og orkumála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. MYND/GVA Endurskoðunar- og ráðgjafar-fyrirtækið KPMG er með eina stærstu ráðgjafardeild landsins en hún veitir fyrirtækjum og stofn- unum alhliða fjármálaráðgjöf. Eins og flestir þekkja er KPMG jafnframt eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki í heimi með skrifstofur um allan heim. „Á ráðgjafarsviði okkar starfa um 30 manns með sérþekkingu í mismun- andi atvinnugreinum. Þar af er fimm manna teymi sem sérhæfir sig í að þjónusta orkugeirann og orkufreka iðnaðinn,“ segir Gunnar Tryggva- son sem leiðir þá vinnu, en teym- ið hefur unnið fyrir nánast öll orku- fyrirtæki landsins og langstærstan hluta orkufreka iðnaðarins. Gunn- ar hefur jafnframt komið að stefnu- mótun stjórnvalda í orkumálum og sat í Orkustefnunefnd og var formað- ur Sæstrengsnefndar sem skilaði áliti sínu til iðnaðarráðherra fyrir tveim- ur árum. Ísland hefur að sögn Gunnars mikla sérstöðu þegar kemur að nýt- ingu jarðvarma. „Hér hefur byggst upp mikil þekking sem er til dæmis mjög áþreifanlegt þegar horft er til Ís- lenska jarðvarmaklasans. Við erum hluti af honum og erlendir viðskipta- vinir leita til okkar bæði beint og í gegnum skrifstofur KPMG erlendis. Starf okkar felst aðallega í gerð fjár- hagsáætlana og líkana fyrir ný jarð- varmaverkefni, í aðstoð við lánveit- endur við mat á áhættu verkefna, í aðstoð við kaup og sölu jarðvarma- fyrirtækja og verkefna og í gerð markaðsgreiningar fyrir þjónustu- fyrirtæki á jarðvarmamarkaði. Stór hluti jarðvarmans í heim- inum finnst í þróunarlöndum sem getur bæði talist jákvætt og nei- kvætt. „Það gerir fjárfestum erfiðara fyrir en þeir sem láta til skarar skríða leggja hins vegar óbeint sitt af mörk- um til þróunaraðstoðar. Þá styðja al- þjóðlegu þróunarbankarnir mjög við fjárfestingu í grænni orku í þróunar- löndunum og nýtur jarðvarminn ávinnings af því um þessar mundir.“ Sem stendur er KPMG að vinna í nokkrum verkefnum á erlendri grund. „Við erum að aðstoða indó- nesísk stjórnvöld við lánveitingar til jarðvarmaverkefna. Þá erum við að aðstoða viðskiptavini í Þýskalandi og Ítalíu við kaup á jarðhitaverkefnum. í Austur-Afríku vinnum við svo að því að verðmeta jarðhitaverkefni svo dæmi séu nefnd,“ upplýsir Gunnar. Jarðhitinn er að sögn Gunnars hluti af grænu byltingunni í heimin- um. „Hann verður þó aldrei nema lít- ill hluti enda aðeins raunhæfur kost- ur á hluta jarðskorpunnar. Þar sem hann er raunhæfur er hann hins vegar gríðarlega góð viðbót enda er hann mjög áreiðanleg orkulind og al- gerlega óháður veðri, vindum og sól- skini. Hins vegar er nýting jarðvarma alls ekki einföld og fjárfestar forðast hann stundum vegna þess að það er erfitt að gera sér grein fyrir áhætt- unni. Þar kemur til okkar kasta en við aðstoðum þá við að skilja áhættuna og jafnvel að draga úr henni.“ Gunnar segir mestu áhættuna fólgna í því að yfirleitt þarf að fjár- festa töluvert áður en liggur fyrir hvort hægt sé að nýta auðlindina. Hann tekur dæmi: „Þegar um er að ræða vindorku þarf að fjárfesta langt undir einu prósenti af heildar- fjárfestingu áður en tekin er endan- leg ákvörðun um byggingu vind- orkugarðsins. Einungis þarf að setja upp vindmæla sem eru mjög ódýr- ir og keyra þá í tvö ár. Þeir sem ætla að ráðast í gerð jarðvarmavirkjunar geta hins vegar þurft að fjárfesta um tíu prósent fyrir fram áður en ljóst er hvort af virkjuninni geti orðið,“ út- skýrir Gunnar. Hann segir að menn hafi í gegnum tíðina þurft að hverfa frá nokkrum verkefnum en sem betur fer verða þó flest þeirra að veruleika. „Menn eru þá verðlaunaðir með orkuveri sem gengur nánast 24 klukkustund- ir, sjö daga vikunnar árið um kring í ár og áratugi og þess njótum við Ís- lendingar. Við vonumst svo til að geta breitt þá þekkingu út sem víð- ast.“ Sem dæmi má nefna elstu jarð- varmavirkjun Íslands í Bjarnarflagi sem byggð var fyrir 45 árum. Þótt notuð hafi verið tækni sem ekki þætti boðleg í dag þá er hún enn í gangi. Eigandi hennar hefur hins vegar fyrirætlanir um að endurnýja hana og stækka þegar leyfi liggja fyrir og markaðsaðstæður eru góðar. Gunnar segir menn hafa skynj- að talsverða lægð fyrst eftir hrun en síðustu misseri hefur markað- urinn tekið við sér og verkefnin hlaðist upp. „Við höfum auk þess verið að bjóða í verkefni með ís- lensku verkfræðistofunum en slík teymisvinna getur verið gríðarlega sterk og skilað miklum árangri. Við erum farin af stað með eitt verkefni með Mannviti og erum með annað útboð með Eflu sem við vonumst til að lenda.“ Erlend verkefni sífellt veigameiri Nýting jarðvarma er ekki einföld og þurfa þeir sem hyggja á gerð slíkra virkjana oft að leggja í töluverða fjárfestingu áður en liggur fyrir hvort af henni geti orðið. Þá kemur til kasta KPMG sem aðstoðar fjárfesta við að skilja áhættuna og draga úr henni. Stór hluti jarðvarmans í heiminum finnst í þróunarlöndunum sem getur að sögn Gunnars bæði talist jákvætt og neikvætt. MYND/STEFÁN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.