Fréttablaðið - 13.06.2015, Page 50
FÓLK|TÍSKA
Madame Carven eða Carmen De Tomasso fædd-ist árið 1909 í Frakklandi. Hún lærði innanhúss-hönnun og arkitektúr við Ecole de Beaux Arts en
ákvað að gerast kjólameistari í staðinn. Carmen var lítil og
nett og þótti erfitt að finna föt við hæfi. Hún ákvað því að
búa til fatalínu sem hentaði smágerðum konum árið 1945
undir nafninu Carven.
Hún sá fljótt að ungar konur höfðu úr litlu að moða
þegar kom að fatnaði. Hönnuðir þess tíma einbeittu sér
fremur að eldri konum. Hún fór því að hanna föt á yngri
konur. Hún elskaði grænt og hvítt og bjó til grænan og
hvítan sumarkjól sem hún kallaði Ma Griffe. Í dag er það
heiti á frægu ilmvatni frá Carven og dregur dám af kjólnum.
Carven varð fljótt afar vinsælt merki og stjörnur keppt-
ust við að klæðast því. Madame Carven hætti að hanna
fyrir merkið þegar hún var 84 ára. Guillaume Henry var
gerður listrænn stjórnandi merkisins árið 2009 og hefur
síðan hafið þetta gamla merki aftur til vegs og virðingar.
Segja má að í töskunum hennar Mörtu komi saman heilög þrenning; íslensk
hönnun, ítalskt leður og sauma-
skapur Portúgala,“ segir Kolbrún
Árnadóttir, verslunarstjóri Mörtu
Jónsson í Kringlunni. Hún segir
marga verða hissa sem koma í
skóbúðina. „Það eru alls ekki allir
sem átta sig á því mikla úrvali af
töskum sem er að finna hérna,“
segir hún en allar töskurnar eru
hannaðar af Mörtu líkt og allt
annað í verslunum Mörtu Jóns-
son.
Úrvalið er mikið. Hægt er að fá
allt frá litlum samkvæmisveskjum
upp í stórar tuðrur. „Tuðrurnar
eru vinsælastar núna,“ segir
Kolbrún en mikið er lagt upp úr
gæðum og vönduðum frágangi.
„Töskurnar eru fóðraðar og með
mjög skemmtilegt skipulag. Þar
má finna fjölmörg hólf fyrir síma,
lykla, varaliti og margt fleira.“
Innt eftir því hvaða litir séu vin-
sælastir svarar Kolbrún: „Stein-
grái liturinn er mjög vinsæll núna
en svarti liturinn er alltaf klass-
ískur. Gulbrúnn tan-litur kemur
líka sterkur inn. Litlu samkvæmis-
töskurnar okkar fást síðan í fleiri
litum eins og rauðum og bláum.“
Verslun Mörtu Jónsson í Kringl-
unni var opnuð í október í fyrra
og Kolbrún segir viðtökurnar hafa
verið afar góðar. „Í Kringlunni eru
flestir viðskiptavinir okkar Íslend-
ingar en útlendingar eru fleiri í
verslun okkar á Laugavegi 51 sem
var opnuð fyrir einu og hálfu ári.“
Marta Jónsson er þekktust
fyrir skóhönnun sína. Kolbrún
segir fjölmargar nýjungar að
finna þar. „Við erum nýbúin að fá
herralínu og þá erum við farin að
selja barnaskó með litlum skvísu-
hælum sem eru mjög sætir.“
GOTT SKIPULAG
„Töskurnar eru fóðraðar með
mjög skemmtilegt skipulag. Þar
má finna fjölmörg hólf fyrir síma,
lykla, varaliti og margt fleira.”
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur
og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
GÆÐATÖSKUR Í
MÖRTU JÓNSSON
MARTA JÓNSSON KYNNIR Fallegar töskur úr ítölsku leðri, saumaðar af
fagmönnum á Portúgal og hannaðar af skóhönnuðinum Mörtu Jónsson, fást
í miklu úrvali í verslunum Mörtu Jónsson í Kringlunni og á Laugavegi 51.
MIKIÐ ÚRVAL Töskurnar úr smiðju Mörtu Jónsson eru af öllum stærðum og gerðum og fást í ýmsum litum. Verslunarstjórinn Kol-
brún segir steingráu töskurnar njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. MYND/STEFÁN
MADAME CARVEN
FELLUR FRÁ
GOÐSÖGN Tískugoðsögnin Madame Carven lést nýverið, 105 ára gömul. Hún
var samtíða Christian Dior, Pierre Balmain og Hubert de Givenchy. Hún ruddi
brautina fyrir aðra kvenhönnuði í tískuheimi sem stjórnað var af körlum.
MADAME CARVEN Frúin kunni
tökin á markaðssetningu og hannaði
til dæmis heila línu árið 1950 í anda
myndarinnar Gone with the Wind
sem kom út í Frakklandi á sama tíma.
������ ��������������������������������������
Skipholti 29b • S. 551 0770
Útsala hafin!
Frábær tilboð á Útsölu
ht.is
Engin venjuleg upplifun
Við kynnum
Philips Ambilight
9000 sjónvörpin
með
Android