Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 65

Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 65
| ATVINNA | Staða aðstoðarskólastjóra Fellaskóla Fellaskóli er heildstæður grunnskóli í Reykjavík þar sem rúmlega helmingur nemenda býr við annað tungumál á heimili en íslensku. Nemendur skólans eru alls um 320. Í skólanum er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Í Fellaskóla er litið svo á að menningar legur fjölbreytileiki auðgi skólastarfið og lögð er áhersla á að virðing sé borin fyrir uppruna og menningu einstaklinga. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverf börn. Helstu verkefni og ábyrgð • Að vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Reykjavíkurborgar • Að hafa faglegt utanumhald um skólanámskrárvinnu og skólaþróunarverkefni • Að vinna að starfsþróun • Að bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra • Að vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins Menntunar og hæfniskröfur • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari og kennslureynsla í grunnskóla • Reynsla af faglegri forystu í skólaþróunarverkefnum • Stjórnunarreynsla í grunnskóla æskileg • Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði í vinnubrögðum Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari auk annarra gagna er málið varðar. Einnig er óskað eftir að með umsókninni fylgi stutt greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarf. Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2015. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Umsóknarfrestur er til 23. júní 2015. Nánari upplýsingar um starfið gefur Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri í síma 4117530 eða með því að senda fyrirspurn á kristin.johannesdottir@reykjavik.is Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. www.skra.is www.island.is Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða öflugan og reyndan einstakling í starf sviðsstjóra mats- og hagsviðs á starfsstöð stofnunarinnar í Reykjavík. Sviðsstjóri mats- og hagsviðs Sviðsstjóri mats- og hagsviðs fer með yfirstjórn og þróun matskerfa og matsaðferðafræða fyrir fasteignamat og brunabótamat. Á mats- og hagsviði starfa sjö manns. Sviðsstjóri mats- og hagsviðs stýrir starfsemi starfseiningarinnar með faglegt öryggi og rekstrarlega hagkvæmni að leiðarljósi í samræmi við hlutverk stofnunarinnar, markmið og starfsáætlanir. Hann stýrir starfsmönnum sviðsins, mótar vinnu starfseiningarinnar með því að setja hverju viðfangsefni markmið og eftir atvikum mælikvarða, starfsáætlun og að unnið sé samkvæmt gæðakerfi og staðli um öryggisstjórnun upplýsingakerfa. Helstu verkefni: • Árlegt endurmat fasteignamats og brunabótamats • Ákvörðun matsaðferða • Þróun og rekstur matskerfa • Forsögn um matsframkvæmd • Útgáfa hagrænna upplýsinga • Yfirumsjón verkefna • Samvinna við önnur svið stofnunarinnar • Samskipti við önnur opinber stjórnvöld, hagsmunaaðila og viðskiptavini Hæfniskröfur: • Framhaldsmenntun á sviði verkfræði, stærðfræði eða annars háskólanáms sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnun • Marktæk reynsla af verkefnastjórnun stórra verkefna • Greiningarhæfni og geta til að setja fram forskrift að tölvukerfum • Reynsla af því að vinna í stórum og flóknum tölvukerfum • Þekking og reynsla af gagnagrunnum og SQL Um er að ræða fullt starf og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands á netfanginu sjh@skra.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 2015. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir óskast sendar á netfangið starfsumsoknir@skra.is. Hjá Þjóðskrá Íslands starfa yfir 100 starfsmenn. Verkefni stofnunarinnar eru mjög fjölbreytt og heldur stofnunin m.a. fasteignaskrá og þjóðskrá, gefur út fasteignamat og brunabótamat, rekur vefinn island.is og sér um útgáfu vegabréfa. Þjóðskrá Íslands leggur metnað sinn í að sinna verkefnum sínum af fagmennsku og áreiðanleika. Stofnunin hefur það að leiðarljósi að starfsmönnum líði vel í starfi og leggur áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn. Gildi stofnunarinnar eru virðing, sköpunargleði og áreiðanleiki. • Reynsla af því að vinna í öryggisstjórnun upplýsingakerfa æskileg • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt sem og í hóp • Forystuhæfileikar, metnaður og skipulagshæfileikar • Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði og æskilegt er að kunna eitt Norðurlandamál Ölgerðin óskar eftir að ráða verksmiðjustjóra til starfa. Upplýsingar veita: Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 22. júní nk. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Verksmiðjustjóri Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Starfsemi Ölgerðarinnar er vottuð skv. ISO 9001 og unnið er að úttekt samkvæmt ISO 22000. Ábyrgðarsvið • Verksmiðjustjóri ber ábyrgð á starfsemi framleiðsludeilda Ölgerðarinnar • Er ábyrgur fyrir að framleiðsluáætlanir náist í samvinnu við framkvæmdastjóra og áætlanastjóra Starfssvið • Styður við markmið Ölgerðarinnar að vera fyrsti valkostur viðskiptavina og neytenda • Stjórnunar- og rekstrarleg ábyrgð þeirra deilda sem honum tilheyra í samvinnu við framkvæmdastjóra • Tekur þátt í vinnu vegna ISO 9001 og ISO 22000 • Hefur frumkvæði að umbótum í rekstri sinna deilda og tekur þátt í öðrum umbótaverkefnum • Leitar alltaf hagkvæmustu leiða í rekstri með heildarhagsmuni Ölgerðarinnar að leiðarljósi Sambönd og samskipti • Samskipti við stjórnendur og starfsmenn Ölgerðarinnar • Samskipti við erlenda vélabirgja, núverandi og væntanlega, eftirlitsaðila og aðra sem koma að starfsemi sviðsins Menntun og hæfni • Verkfræði-, tæknifræðimenntun og/eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi ásamt starfsreynslu sem nýtist í starfinu • Hæfni í mannlegum samskipum • Lausnamiðuð hugsun LAUGARDAGUR 13. júní 2015 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.