Fréttablaðið - 13.06.2015, Síða 92
KYNNING − AUGLÝSINGÍslenski jarðvarmaklasinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 201512
Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna hefur aðsetur í Reykjavík en
skólinn var stofnaður árið 1979. Skólinn er rekinn af Orkustofn-
un samkvæmt sérstökum samningi við Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna og hefur á þessu tímabili útskrifað 583 nemendur frá 58
löndum. Nemendur skólans hafa því flutt út dýrmæta þekkingu
Íslendinga á þessu sviði og stuðlað um leið að uppbyggingu víða
um heim í samstarfi við heimamenn.
Hlutverk Jarðhitaskólans hefur alla tíð verið að veita ungum
sérfræðingum frá þróunarlöndum sérhæfða þjálfun í rannsókn-
um og nýtingu jarðhita. Fyrir vikið er skólinn mikilvægt framlag í
þróunaraðstoð Íslendinga. Fyrstu árin voru Kínverjar fjölmennir
í hópi nemenda en undanfarin ár hefur fjölmennasti hópur nem-
enda komið frá Austur-Afríku, þá helst Kenýa, en það land var það
fyrsta sem náði 100 nemenda fjöldanum á síðasta ári.
Nemendur sem sækja skólann þurfa að vera frá þróunarlöndun-
um, hafa lokið háskólagráðu og unnið í eitt ár við jarðhita. Einnig
verða þeir að vera yngri en 40 ára og tala ensku. Að námi loknu snúa
þeir til baka til heimalands síns og eru skyldugir til að vinna í þrjú ár
við ríkisrekin orkufyrirtæki og miðla þannig þekkingunni til baka
inn í viðkomandi samfélag.
Síðasta útskrift var í október á síðasta ári en þá útskrifuðust 29
nemendur frá 14 löndum. Í dag eru 30 nemendur við nám í Jarð-
hitaskólanum frá 15 löndum en útskrift þeirra er áætluð í október
á þessu ári.
Útflutningur þekkingar
Nemendur frá 58 löndum hafa sótt nám við Jarðhitaskólann. MYND/JARÐHITASKÓLINN
Íslendingar eiga stóran þátt í tveimur alþjóðlegum ráð-stefnum á sviði jarðvarma
sem haldnar verða hér á landi á
næstu árum. Sú fyrri verður hald-
in á næsta ári og ber heitið Ice-
land Geothermal Conference (IGC
2016) en sú síðari ber heitið World
Geo thermal Congress (WGC 2020)
og fer fram árið 2020. Aðkoma Ís-
lendinga að skipulagi ráðstefn-
anna sýnir vel hversu framarlega
þjóðin stendur á sviði jarðvarma-
vísinda að sögn Rósbjargar Jóns-
dóttur, viðburðastjóra hjá Iceland
Geo thermal-klasasamstarfinu,
enda sé hér á landi að finna marga
af fremstu sérfræðingum heims
á þessu sviði. „IGC-ráðstefnan
er eitt þeirra stóru verkefna sem
Iceland Geothermal-klasasam-
starfið stendur fyrir. Samstarf-
ið hófst haustið 2009 og var fyrsta
ráðstefnan haldin 2010, þegar
Michael Porter prófessor og sér-
fræðingar hans hjá Harvard Busi-
ness School kynntu kortlagn-
ingu Íslenska jarðvarmaklasans
í samvinnu við ráðgjafarfyrir-
tækið Gekon. Markmið þessarar
kortlagningar var að draga fram
hvernig hægt væri að styrkja inn-
viði atvinnugreinarinnar hér á
landi.“
Ráðstefnan fór fram fyrir fullu
Háskólabíói að sögn Rósbjargar
en í kjölfarið hvöttu aðilar klas-
ans til þess að byggt yrði á þess-
um grunni og sett á laggirnar al-
þjóðleg jarðvarmaráðstefna þar
sem þekkingu og reynslu íslenskra
sérfræðinga yrði komið á framfæri
á heimavelli.
Hámarksupplifun
„Ákveðið var að halda Iceland
Geothermal Conference á þriggja
ára fresti. Önnur ráðstefnan var
haldin í mars 2013 og þóttist takast
sérstaklega vel en hana sóttu 600
gestir af 40 þjóðernum. Þriðja ráð-
stefnan verður svo haldin í apríl á
næsta ári þar sem fókusinn verður
á fjölnýtingu jarðvarmans, sem er
sérstaða Íslendinga.“
Að sögn Rósbjargar hafa nú
þegar verið settir upp nokkr-
ir hliðar viðburðir samhliða ráð-
stefnunni 2016 sem tryggir að
vænta megi fjölda sérfræðinga
alls staðar að úr heiminum til Ís-
lands þessa vikuna. „Sérfræð-
ingar sem við vinnum með við
skipulagninguna kalla þetta frek-
ar „jarðvarmavikuna á Íslandi“ en
hefðbundna ráðstefnu. Reynt er að
hámarka upplifun þátttakenda,
faglega og félagslega, skapa þeim
ný viðskiptatækifæri og möguleika
á að efla þau sem fyrir eru, auk
þess að ná að upplifa auðlindina af
eigin raun. Vettvangsferðir eru þess
vegna afar mikilvægur liður í dag-
skrá ráðstefnunnar.“
Rósbjörg segir sérstöðu ráðstefn-
unnar ekki síst felast í nálægðinni
við auðlindina, greiðum aðgangi
að íslenskum jarðhitasvæðum og
sérfræðingum, sérvöldum fyrir-
lesurum hvaðanæva að úr heimin-
um sem tryggja gæði ráðstefnunn-
ar og fyrsta flokks aðstöðu. „IGC-
ráðstefnurnar hafa stuðlað að því
að Ísland er orðið vettvangur fyrir
umræðu á sviði jarðvarma á heims-
vísu. Með það að leiðarljósi er ljóst
að við sjáum að þessi viðburður
þróist í takt við þau málefni sem
snerta jarðvarmageirann hverju
sinni og tekið verður á þeim með
markvissum hætti.“
Hnepptu hnossið
World Geothermal Congress (WGC
2020) er alheimsráðstefna jarð-
Merkilegar ráðstefnur fram undan
Tvær stórar alþjóðlegar ráðstefnur á sviði jarðvarma verða haldnar hér á landi á næstu árum. Iceland Geothermal Conference verður
haldin á næsta ári en þar verður fókusinn á fjölnýtingu jarðvarma. Alheimsráðstefna jarðvarmans verður síðan haldin hér eftir fimm ár.
Ísland tók formlega við umboðinu til að halda World Geothermal Congress fyrr á árinu.
MYND/ÚR EINKASAFNI
„Reynt er að hámarka upplifun þátttakenda, faglega og félagslega, skapa þeim ný viðskiptatækifæri og möguleika á að efla þau sem
fyrir eru,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, viðburðastjóri hjá Iceland Geothermal-klasasamstarfinu. MYND/VALLI
Landsnet // Gylfaflöt 9 // 112 Reykjavík // Sími 563 9300 // landsnet@landsnet.is // landsnet.is // @Landsnethf
Í nútímaþjóðfélagi þurfa allir
að hafa aðgang að rafmagni
AT
H
YG
LI
-0
6
-2
0
15
Við flytjum
rafmagn