Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 93

Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 93
KYNNING − AUGLÝSING Íslenski jarðvarmaklasinn13. JÚNÍ 2015 LAUGARDAGUR 13 Hugmyndafræði Kadeco bygg-ir á því að skapa á Ásbrú ein-stakt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs þar sem aðilar koma saman og skapa nýjar lausnir og ný tækifæri,“ segir Kjartan Eiríks- son, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf., Kadeco. Þróunarfélagið sérhæfir sig í fast- eignaþróun, verkefnum sem auka samkeppnishæfni f yrirtækja á Reykjanesi og verkefnum sem efla frumkvöðlamenningu á svæðinu og frá árinu 2006 hefur Kadeco leitt þróun og uppbyggingu varnarsvæð- isins með ákveðna sýn að leiðarljósi. Sú sýn byggir á helstu styrkleikum svæðisins, klösum tengdum heilsu, tækni og flugi og flugtengdri starf- semi þar sem stór nýsköpunarverk- efni mynda kjarna að atvinnuupp- byggingu og skapa grundvöll fyrir smærri fyrirtæki. „Hryggjarstykki þessara klasa er svo öflugt mennta- og rannsóknarsamfélag þar sem fyrsta þróunarverkefni Kadeco, mennta- fyrir tækið Keilir, leikur stórt hlutverk. Markmið Kadeco og Keilis eru bein- tengd og mun sérhæft hlutverk Keil- is verða drifkraftur vaxtar svæðisins í framtíðinni,“ útskýrir Kjartan. Tækifæri við alþjóðaflugvöll Lega Ásbrúar við stóran alþjóða- flugvöll skapar tækifæri fyrir upp- byggingu margháttaðrar þjónustu- starfsemi í tengslum við flug og flug- sækna starfsemi. Að sögn Kjartans er horft til erlendra verkefna sem skilað hafa árangi. „Með skýrri stefnumörkun, meðal annars að erlendri fyrir- mynd, er hægt að innleysa þessi tækifæri og breyta þeim í verðmæta hagvaxtarvél sem mun opna nýjar gáttir fyrir íslenskt atvinnulíf. Þar sem skipulega hefur verið staðið að slíkri uppbyggingu erlendis hefur náðst mikill árangur í uppbyggingu atvinnulífs og efnahags umsvifa,“ segir Kjartan. Gagnaver og heilsutengd fram- leiðsla meðal verkefna Ásbrú er í lykilaðstöðu til að laða að sér ábatasaman gjaldeyrisafl- andi iðnað, svo sem gagnaver og heilsutengda framleiðslu og þjón- ustu. Rekstur gagnavera mun aðeins koma til með að aukast á heimsvísu ásamt eftirspurn eftir grænni orku að sögn Kjartans. „Uppbygging gagnavera á Ásbrú er í örum vexti og starfa nú fjögur af fimm gagnaverum á landinu á Ásbrú. Þar á meðal er fyrsta gagna- verið á Ásbrú og jafnframt stærsta gagnaver landsins, Verne Glo- bal, sem nýlega lauk við hlutafjár- aukningu fyrir tæplega 13 milljarða króna. Með því er ætlað að auka af- kastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð þess vegna vax- andi eftirspurnar.“ Forskot Íslands á forsendum hreinleika og grænna lausna Markaðir tengdir heilsu eru í örum vexti á sama tíma og þeir eru að miklu leyti ómótaðir. Þekking- in í þessum geira er ekki bundin ákveðnum heimssvæðum eða fyr- irtækjum og segir Kjartan Ísland hafa tækifæri til að skapa sér sam- keppnis forskot á forsendum hrein- leika og grænna lausna. „Opnun og stækkun á örþörunga- verksmiðju Algalífs á Ásbrú er vist- væn nýsköpun, og stór og mikilvæg- ur áfangi í heilsutengdri uppbygg- ingu á svæðinu. Algalíf beitir nýrri tækni við ræktun örþörunga og starf- ar á hratt stækkandi næringarlyfja- markaði með miklum vaxtartæki- færum. Hagstæð skilyrði, svo sem hreinleiki umhverfisins ásamt kostn- aði við raforku og vatn, er lykilþátt- ur í þróun og rekstri fyrirtækja sem þessa og þar liggur sérstaða Íslands.“ „Frumkvöðlafyrirtækið geoSilica sem er til húsa í frumkvöðlasetrinu á Ásbrú er annað glæsilegt fyrirtæki í heilsuklasa Ásbrúar. Fyrirtækið framleiðir hágæða kísilríkar heilsu- vörur úr affallsvatni jarðvarmavirkj- ana á Íslandi. Stofnendur fyrirtækis- ins eru fyrrverandi nemendur Keil- is og var lokaverkefni þeirra upphaf þessa áhugaverða fyrirtækis.“ Stuðningur við uppbyggingu lykilatriði Með þessum áherslum hefur skap- ast grundvöllur fyrir atvinnuþróun á svæðinu sem annars hefði ekki komið til. Kjartan segir stuðning við áframhaldandi uppbyggingarstarf menntunar og rannsókna lykilatriði í uppbyggingu svæðisins. „Tenging Keilis við atvinnulífið er mikilvægur þáttur í að laða að er- lenda fjárfestingu á Ásbrú og liður í því að grípa tækifærin sem flugvöll- urinn skapar í alþjóðlegu umhverfi. Með samstilltum strengjum þessara þátta náum við að fjárfesta í samfé- lagi framtíðarinnar.“ Ásbrú öflugt samfélag mennta og rannsókna á Reykjanesi Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf., Kadeco, sérhæfir sig í fasteignaþróun, verkefnum sem auka samkeppnishæfni fyrirtækja á Reykjanesi og verkefnum sem efla frumkvöðlamenningu á Reykjanesi. Kadeco leiðir meðal annars uppbyggingu fyrrverandi varnarsvæðis til borgaralegra nota, svæðis sem nú heitir Ásbrú. Félagið er í eigu fjármálaráðuneytisins. Ásbrú er í lykilaðstöðu til að laða að sér ábatasaman gjaldeyrisaflandi iðnað svo sem gagnaver og heilsutengda framleiðslu og þjónustu. Frumkvöðlafyrirtækið geoSilica sem er til húsa í frumkvöðlasetrinu á Ásbrú er annað glæsilegt fyrirtæki í heilsuklasa Ásbrúar. Með skýrri stefnumörkun, meðal annars að erlendri fyrirmynd, er hægt að innleysa þessi tækifæri og breyta þeim í verðmæta hagvaxtarvél. Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf., Kadeco, segir tækifærin mörg til uppbyggingar á Reykjanesi. MYND/VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.