Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 94
KYNNING − AUGLÝSINGHeiti blaðs LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 201514 Stjórnvöld í Níkaragva eru í samstarfi við íslenska aðila í jarðhitamálum og má segja að heimsókn í Auðlindagarðinn í Svartsengi hafi öðru fremur orðið þess valdandi að ákveðið var að velja íslenska aðila til samstarfsins fram yfir samstarf við önnur erlend fyrir tæki sem eftir því höfðu leitað. Íslendingar hafa unnið að jarðhita- málum í Níkaragva í áratugi og eru þar vel kynntir. Paul Oquist, ráð- herra þróunarmála í Níkaragva, kom til Íslands í júní í fyrra og heim- sótti Auðlindagarðinn. Í framhald- inu kynnti ráðherrann hugmyndir Alberts Albertssonar, stjórnarfor- manns Jarðhitaklasans, fyrir Dani- el Ortega, forseta Níkaragva. Eftir það var ákveðið að ganga til sam- starfs við íslenska aðila. Iceland Geothermal Power Nicaragua stofnað um verkefnið Í nóvember 2014 fór hópur fólks fyrir hönd íslenskra fyrirtækja og ráðherra orkumála, Ragnheið- ur Elín Árnadóttir, í heimsókn til Níkaragva. Þar var skrifað undir viljayfirlýsingu um orkuverkefnið sem nær yfir þrjú jarðhitasvæði, tvær minni vatnsaflsvirkjanir og auðlindagarð. Nú er unnið að loka- frágangi samninga og fjármögn- un verkefnisins. Rannsóknir munu hefjast síðar á þessu ári. Íslandsstofa og Jarðhitaklasinn hafa aðstoðað verkefnið með margvíslegum hætti og stuðlað að framgangi þess. „Um orkuverkefnið var stofn- að sérstakt fyrirtæki, Iceland Geo- thermal Power Nicaragua S.A. eða IGPN,“ segir Kristján B. Ólafsson, hjá IGPN. Samstarfsaðili Kristjáns hjá IGPN, Örn Jóhannsson, segir fé- lagið nú vera að leggja lokahönd á samningagerð og fjármögnun verk- efnisins. „Horft er til 300 megavatta í uppsettu af li til raforkufram- leiðslu og verður það byggt upp í nokkrum skrefum, eftir því sem svæðin eða auðlindin leyfir. Upp- haflega var ætlunin að semja við ís- lenskt fyrirtæki um að sjá um slíkt verkefni frá forrannsóknum til raf- orkusölu. Ekkert fyrirtæki á Íslandi hafði þó áhuga á að taka að sér það heildarverkefni. Þess í stað eru fyrir tækin tilbúin til þess að taka að sér einstaka verkþætti. Niður- staðan varð því að stofna IGPN. Til langs tíma hljóta íslenskir aðilar og fyrir tæki að skoða nánar þann möguleika að stofna orkufyrirtæki sem taki að sér heildarlausnir að fjármögnun meðtalinni,“ segir Örn. Þar kunni að liggja ónýtt viðskipta- tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og Jarðhitaklasann. Horft er til frumkvöðlastarfs í orkunýtingu á Reykjanesi Hugmyndafræðin kringum Ník- aragvaverkefnið er þannig að horft verður til f leiri þátta en einungis raforkuframleiðslu, sem nýtir að- eins um tíu prósent af frumorku. Leitað verður allra leiða til þess að nýta þá orku sem úr borhol- um kemur. „Í heiminum öllum er einungis að finna fyrirmyndina á Reykjanesi og horft verður til þess frumkvöðlastarfs. Auðlindagarð í Níkaragva þarf að útfæra og byggja upp í samvinnu og samstarfi við heimamenn. Því er mikilvægt að horfa til þess að íslensk þverfag- leg þekking og reynsla geti nýst sem grunnur og við bætist sam- starf sem báðir aðilar hafa gagn af. Íslensk fyrirtæki og sérfræð- ingar munu í fyrstu verða leið- andi við uppbyggingu en horfa til þess að þjálfa upp og nýta framlag heimamanna. Í Níkaragva er fjöldi vel menntaðra enskumælandi ein- staklinga. Þá er mikill fjöldi fólks frá Níkaragva búsettur í Banda- ríkjunum og er tilbúinn að snúa til baka þegar góð atvinnutæki- færi skapast,“ útskýrir Örn. Níkaragva er ákjósanlegt land fyrir jarðhitaverkefni Þegar eru tvær jarðhitavirkjan- ir starfandi í Níkaragva, San Jac- into og Momotombo. Samtals eru virkjanirnar með 150 megavött í uppsettu afli en nú er unnið að fjármögnun frekari orkuöflunar og borunar til þess að auka nýt- ingu orkuveranna. „Níkaragva er á margan hátt ákjósanlegt land fyrir jarðhitaverkefni. Land- ið hefur þann lagaramma sem til þarf og áratuga reynslu varðandi kaup á raforku af einkafyrirtækj- um til dreifingar inn á landsnet. Níkaragva hefur engar gjaldeyris- takmarkanir þannig að hægt er að greiða fyrir raforkuna í Banda- ríkjadal. Þá eru ráðamenn lands- ins tilbúnir til þess að greiða það einingaverð sem þarf til þess að standa undir uppbyggingu og rekstri á nýrri jarðhitavirkjun. Orkuþörfin í Níkaragva fer vax- andi og áætlað er að um 350 mega- vött þurfi til viðbótar fyrir rekstur nýs skipaskurðar sem er á teikni- borðinu,“ segir Kristján. Hægt að virkja allt að 1.500 MW Á jarðhitasvæðunum Masaya, Apoyo og Mombacho er áætlað að virkja megi rúm 300 megavött í raforkuframleiðslu en í heild- ina er áætlað að virkja megi allt að 1.500 megavött í landinu öllu. Níkaragva er 130 þúsund ferkíló- metrar og þar eru nokkur eld- fjöll og virkjanleg jarðhitasvæði. „Í ferðinni sem farin var í nóvem- ber var gengið frá rammasamningi um fyrrnefnd jarðhitasvæði og til viðbótar um tvær minni vatnsafls- virkjanir. Til viðbótar er lögð mikil áhersla á uppbyggingu auðlinda- garðs. Þannig er horft til þess að ná sem mestri nýtingu úr þeirri orku sem borað verður eftir en eins og áður hefur komið fram eru einung- is um tíu prósent af frumorkunni nýtt til raforkuvinnslu. Gríðarlegt magn frumorku verður í boði frá raforkuverum til frekari ráðstöfun- ar og nýtingar fyrir fyrirtæki auð- lindagarðsins,“ bætir Kristján við. Níkaragva tekur nú á móti um milljón ferðamönnum á ári og mikil uppbygging er í gangi varð- andi fjölgun hótela og almennt í ferðaþjónustu. Ráðamenn lands- ins horfa því björtum augum til þess að geta bætt „heilsulóni“ inn í f lóru ferðaiðnaðarins. Jarðhitasvæði, vatnsaflsvirkjanir og auðlindagarður í Níkaragva Skrifað var undir rammasamning um jarðhitaverkefni í Níkaragva í nóvember í fyrra. Iceland Geothermal Power Nicaragua (IGPN) vinnur nú að lokafrágangi samninga um verkefnið og fjármögnun þess. Rannsóknir hefjast síðar á þessu ári ásamt undirbúningi borverks. Eldfjall í Níkaragva. Áætlanir gera ráð fyrir að í Níkaragva verði hægt að virkja allt að 1.500 MW í raforku jarðhitavirkjana. IGPN og Níkaragva hafa náð samkomulagi um þrjú jarðhitasvæði: Masaya, Apoyo og Mombacho. Fyrsta mat ÍSOR er að um áhugaverð svæði sé að ræða. Íslensk fyrirtæki á ferð í Níkaragva í nóvember 2014. Fyrir miðju á mynd eru Paul Oquist ráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. Við undirritun rammasamnings um jarðhitaverkefnin í Níkaragva. Fyrir miðju má sjá Albert Albertsson, stjórnarformann Jarðhitaklas- ans, Daniel Ortega, forseta Níkaragva, og Ragnheiði Elínu Árnadóttur ráðherra. Til vinstri við Albert er Paul Oquist ráðherra. Örn Jóhannsson og Kristján B. Ólafsson, for- svarsmenn og stjórnarmenn í IGPN.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.