Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 95

Fréttablaðið - 13.06.2015, Qupperneq 95
KYNNING − AUGLÝSING Íslenski jarðvarmaklasinn13. JÚNÍ 2015 LAUGARDAGUR 15 Frá árinu 1995 hefur RARIK staðið að jarðhitaleit í sam-vinnu við nokkur sveitar- félög víðs vegar um landið. Sveitarfélögin eru Djúpi vogur, Snæfellsbær, St yk k ishólmur, Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður, Grundarfjörður og Grímsey. Auk þess hefur RARIK staðið að jarð- hitaleit í Reykjadal í Dalabyggð, að Reykjum í Húnavatnshreppi fyrir Blönduós og Skagaströnd og á Skarðsdal í Siglufirði. RARIK hefur látið hanna fjórar nýjar hitaveitur: Hitaveitu fyrir Djúpavog sem er í biðstöðu því þörf er á frekari rannsóknum, hita- veitu fyrir Höfn í Hornafirði og hluta dreifbýlisins á milli Hoffells og Hafnar en unnið er að jarðhita- rannsóknum þar, virkjun á Skarðs- dal fyrir hitaveitu á Siglufirði, sem tekin var í notkun 2012, og hita- veitu fyrir Skagaströnd og hluta dreifbýlisins á milli Skagastrandar og Blönduóss, sem tekin var í notk- un þann 1. nóvember 2013. Yfirvofandi vatnsskortur „Þegar RARIK keypti hitaveitu Siglufjarðar árið 1991 var vatns- skortur yfirvofandi á svæðinu. Var þá skipt um sölukerfi, settir rúm- metramælar í stað hemla og við breytinguna minnkaði vatnsnotk- un um 25,4 prósent. Ávinningur af sölukerfisbreytingunni gerði það að verkum að frekari vatnsöflun var hægt að fresta til ársins 2010 þegar boruð var vinnsluhola á Skarðsdal,“ út- skýrir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK. „Fljótlega eftir að borun Héð- insfjarðarganga hófst tók vatns- gæfni virkjunarsvæðisins í Skútu- dal að minnka, án þess að það sé fullkannað hvað valdi því. Árið 2007 varð því að stöðva afhend- ingu á „ótryggu vatni“ til aðila á Siglufirði. Pípulagningameist- arar voru fengnir til að yfirfara stjórnloka hitunar kerfa húsa til að freista þess að bæta nýtingu á vatninu. Árið 2009 var olíukyndi- stöð hitaveitunnar ræst yfir mesta álagstíma ársins og ljóst var orðið að af la varð meira vatns fyrir Siglufjörð.“ Virkjun á Skarðsdal Möguleikar í vatnsöf lun fyrir Siglufjörð voru nokkrir en fyrir valinu varð jarðhitaleit á Skarðs- dal og rykið var dustað af skýrslum OS frá fyrri jarðhitaleit á svæðinu árin 1988-1990. Þann 26. ágúst 2010 voru tvær hitastigulsholur boraðar og í september 2010 var boruð vinnsluhola niður á 702 metra dýpi. „Virkjunin á Skarðs- dal var tekin í notkun í febrúar 2012 eftir fjögurra mánaða próf- un vinnsluholunnar. Viðbótar- vatnið sem fékkst á Skarðsdal ætti að fullnægja þörfinni á Siglufirði um næstu framtíð,“ segir Tryggvi og bætir við að meðalnotkun þar sé nú um tuttugu lítrar á sekúndu og afltoppurinn sé 37 lítrar á sek- úndu. Áttatíu prósent húsa á Skaga- strönd tengd hitaveitunni Þann 1. nóvember 2013 var ný hita- veita tekin í notkun á Skagaströnd og þá um haustið tengdust um níutíu viðskiptavinir hitaveitunni. „Á árinu 2014 héldu viðskiptavin- ir áfram að tengjast veitunni og í árslok 2014 höfðu 183 hús eða um áttatíu prósent húsa tengst hita- veitunni. Aðdragandinn að hita- veitunni á Skagaströnd var þann- ig að Skagstrendingar leituðu til RARIK um lagningu hitaveitu eftir að hafa um tíma leitað jarðhita án árangurs. RARIK forhannaði hitaveitu og mat arðsemina. Ekki reyndist grundvöllur fyrir veit- unni, nema með sérstöku óaftur- kræfu stofnframlagi sem Skag- strendingar sjálfir sýndu áhuga á að leggja fram en við hrunið árið 2008 breyttust forsendur og mál- inu var frestað. Viðræður hófust aftur árið 2010 og var þá ákveðið að fara í nýtt hagkvæmnimat en forsendur fyrir því hagkvæmni- mati voru nokkrar,“ lýsir Tryggvi. Samkomulag náðist og niður- staðan varð að sérstakt óaftur- kræft stofnframlag yrði að vera 230 milljónir króna sem sveitar- stjórn Skagastandar legði fram. „Samningur um lagningu veit- unnar var undirritaður 30. des- ember 2011. Í samkomulaginu fólst að RARIK legði hitaveitu til Skagastrandar og verklok yrðu fyrir árslok 2013. “ Áætlanir stóðust Hleypt var á stofnpípuna 18. októ- ber 2013 til reynslu og fyrsta hús á Skagaströnd tengt skömmu síðar. Hitaveitan var svo gangsett með formlegum hætti þann 1. nóvem- ber af stjórnarformanni RARIK. „Niðurstaðan er sú að bæði kostn- aðar- og tímaáætlanir stóðust að flestu leyti frá því að lagt var af stað í þetta verkefni um áramótin 2011/2012,“ segir Tryggvi. Hitaveitan á Skagaströnd fær, eins og hitaveitan á Blönduósi, vatn frá Reykjum. Í janúar 2013 var tekin í notkun ný þúsund metra djúp hola á Reykjum sem boruð var á haustmánuðum 2013 til að mæta auknu álagi vegna Skaga- strandar. Fjarvarmaveitan á Höfn RARIK rekur sjö megavatta kyndi- stöð og dreifikerfi fyrir fjarvarma- veitu á Höfn. „RARIK hefur í sam- starfi við sveitarfélagið Horna- fjörð staðið að jarðhitaleit frá árinu 2002, en þar á undan hafði sveitar félagið í samstarfi við Stapa – Jarðfræðistofu stundað skipu- lega jarðhitaleit frá 1992. Boraðar hafa verið alls 33 hitastigulsrann- sóknar holur við Hoffell-Mið- fell. Fjórar holur eru dýpri en þrjú hundruð metrar, en aðrar grynnri,“ segir Tryggvi. Hann bætir við að RARIK hafi samið um jarðhitaréttindi við landeigend- ur Hoffells-Miðfells í ársbyrjun 2009, en borun tilraunavinnslu- holu HF-1 hafi ekki hafist fyrr en í nóvember 2012, hún skilar á milli 15 og 20 l/s af rúmlega 70°C heitu vatni. Jarðhitaleitin heldur áfram Á árinu 2014 var haldið áfram jarð- hitaleit á Hoffelli fyrir hitaveituna á Höfn í Hornafirði. Þann 13. des- ember það ár lauk borun á 1.686 metra djúpri holu sem fékk heitið HF-2. „Borun holunnar gekk vel en aðstæður til borunar eru erfiðar á þessu svæði sökum þess hve berg- ið er hart. Með holunni er stað- fest rúmlega 80 gráða heitt jarð- hitakerfi á tæplega 1.700 m dýpi. Á hinn bóginn voru engar vatns- æðar sem tekur að nefna skorn- ar þannig að hún bætir engu við fyrri vatnsöflun sem komin var með holu HF-1 sem gefur fimm- tán til tuttugu lítra á sekúndu. Vatnsþörfin fyrir Höfn og ná- grenni er allt að 80 lítrar á sek- úndu. Næsta skref er frekari kort- lagning á sprungukerfi svæðisins, áður en ákvörðun verður tekin um frekari borun.“ Jarðhitaleit RARIK víða um land Hitaveitustarfsemi RARIK hófst árið 1991. RARIK á og rekur fimm hitaveitur, þrjár jarðvarmaveitur í Dalabyggð, á Blönduósi og Siglufirði en fjarvarmaveitur á Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði. RARIK hefur látið hanna fjórar nýjar hitaveitur. Virkjunin á Skarðsdal var tekin í notkun í febrúar 2012. Viðbótarvatnið þaðan ætti að fullnægja þörfinni á Siglufirði um næstu framtíð. Meðalnotkun þar er nú um tuttugu lítrar á sekúndu og afltoppurinn 37 lítrar á sekúndu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.