Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 95
KYNNING − AUGLÝSING Íslenski jarðvarmaklasinn13. JÚNÍ 2015 LAUGARDAGUR 15
Frá árinu 1995 hefur RARIK staðið að jarðhitaleit í sam-vinnu við nokkur sveitar-
félög víðs vegar um landið.
Sveitarfélögin eru Djúpi vogur,
Snæfellsbær, St yk k ishólmur,
Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður,
Grundarfjörður og Grímsey. Auk
þess hefur RARIK staðið að jarð-
hitaleit í Reykjadal í Dalabyggð,
að Reykjum í Húnavatnshreppi
fyrir Blönduós og Skagaströnd og
á Skarðsdal í Siglufirði.
RARIK hefur látið hanna fjórar
nýjar hitaveitur: Hitaveitu fyrir
Djúpavog sem er í biðstöðu því
þörf er á frekari rannsóknum, hita-
veitu fyrir Höfn í Hornafirði og
hluta dreifbýlisins á milli Hoffells
og Hafnar en unnið er að jarðhita-
rannsóknum þar, virkjun á Skarðs-
dal fyrir hitaveitu á Siglufirði, sem
tekin var í notkun 2012, og hita-
veitu fyrir Skagaströnd og hluta
dreifbýlisins á milli Skagastrandar
og Blönduóss, sem tekin var í notk-
un þann 1. nóvember 2013.
Yfirvofandi vatnsskortur
„Þegar RARIK keypti hitaveitu
Siglufjarðar árið 1991 var vatns-
skortur yfirvofandi á svæðinu. Var
þá skipt um sölukerfi, settir rúm-
metramælar í stað hemla og við
breytinguna minnkaði vatnsnotk-
un um 25,4 prósent. Ávinningur af
sölukerfisbreytingunni gerði það
að verkum að frekari vatnsöflun
var hægt að fresta til ársins 2010
þegar boruð var
vinnsluhola á
Skarðsdal,“ út-
skýrir Tryggvi
Þór Haraldsson,
forstjóri RARIK.
„Fljótlega eftir
að borun Héð-
insfjarðarganga
hófst tók vatns-
gæfni virkjunarsvæðisins í Skútu-
dal að minnka, án þess að það sé
fullkannað hvað valdi því. Árið
2007 varð því að stöðva afhend-
ingu á „ótryggu vatni“ til aðila á
Siglufirði. Pípulagningameist-
arar voru fengnir til að yfirfara
stjórnloka hitunar kerfa húsa til
að freista þess að bæta nýtingu á
vatninu. Árið 2009 var olíukyndi-
stöð hitaveitunnar ræst yfir mesta
álagstíma ársins og ljóst var orðið
að af la varð meira vatns fyrir
Siglufjörð.“
Virkjun á Skarðsdal
Möguleikar í vatnsöf lun fyrir
Siglufjörð voru nokkrir en fyrir
valinu varð jarðhitaleit á Skarðs-
dal og rykið var dustað af skýrslum
OS frá fyrri jarðhitaleit á svæðinu
árin 1988-1990. Þann 26. ágúst
2010 voru tvær hitastigulsholur
boraðar og í september 2010 var
boruð vinnsluhola niður á 702
metra dýpi. „Virkjunin á Skarðs-
dal var tekin í notkun í febrúar
2012 eftir fjögurra mánaða próf-
un vinnsluholunnar. Viðbótar-
vatnið sem fékkst á Skarðsdal ætti
að fullnægja þörfinni á Siglufirði
um næstu framtíð,“ segir Tryggvi
og bætir við að meðalnotkun þar
sé nú um tuttugu lítrar á sekúndu
og afltoppurinn sé 37 lítrar á sek-
úndu.
Áttatíu prósent húsa á Skaga-
strönd tengd hitaveitunni
Þann 1. nóvember 2013 var ný hita-
veita tekin í notkun á Skagaströnd
og þá um haustið tengdust um
níutíu viðskiptavinir hitaveitunni.
„Á árinu 2014 héldu viðskiptavin-
ir áfram að tengjast veitunni og í
árslok 2014 höfðu 183 hús eða um
áttatíu prósent húsa tengst hita-
veitunni. Aðdragandinn að hita-
veitunni á Skagaströnd var þann-
ig að Skagstrendingar leituðu til
RARIK um lagningu hitaveitu eftir
að hafa um tíma leitað jarðhita
án árangurs. RARIK forhannaði
hitaveitu og mat arðsemina. Ekki
reyndist grundvöllur fyrir veit-
unni, nema með sérstöku óaftur-
kræfu stofnframlagi sem Skag-
strendingar sjálfir sýndu áhuga á
að leggja fram en við hrunið árið
2008 breyttust forsendur og mál-
inu var frestað. Viðræður hófust
aftur árið 2010 og var þá ákveðið
að fara í nýtt hagkvæmnimat en
forsendur fyrir því hagkvæmni-
mati voru nokkrar,“ lýsir Tryggvi.
Samkomulag náðist og niður-
staðan varð að sérstakt óaftur-
kræft stofnframlag yrði að vera
230 milljónir króna sem sveitar-
stjórn Skagastandar legði fram.
„Samningur um lagningu veit-
unnar var undirritaður 30. des-
ember 2011. Í samkomulaginu
fólst að RARIK legði hitaveitu til
Skagastrandar og verklok yrðu
fyrir árslok 2013. “
Áætlanir stóðust
Hleypt var á stofnpípuna 18. októ-
ber 2013 til reynslu og fyrsta hús á
Skagaströnd tengt skömmu síðar.
Hitaveitan var svo gangsett með
formlegum hætti þann 1. nóvem-
ber af stjórnarformanni RARIK.
„Niðurstaðan er sú að bæði kostn-
aðar- og tímaáætlanir stóðust að
flestu leyti frá því að lagt var af
stað í þetta verkefni um áramótin
2011/2012,“ segir Tryggvi.
Hitaveitan á Skagaströnd fær,
eins og hitaveitan á Blönduósi,
vatn frá Reykjum. Í janúar 2013 var
tekin í notkun ný þúsund metra
djúp hola á Reykjum sem boruð
var á haustmánuðum 2013 til að
mæta auknu álagi vegna Skaga-
strandar.
Fjarvarmaveitan á Höfn
RARIK rekur sjö megavatta kyndi-
stöð og dreifikerfi fyrir fjarvarma-
veitu á Höfn. „RARIK hefur í sam-
starfi við sveitarfélagið Horna-
fjörð staðið að jarðhitaleit frá
árinu 2002, en þar á undan hafði
sveitar félagið í samstarfi við Stapa
– Jarðfræðistofu stundað skipu-
lega jarðhitaleit frá 1992. Boraðar
hafa verið alls 33 hitastigulsrann-
sóknar holur við Hoffell-Mið-
fell. Fjórar holur eru dýpri en
þrjú hundruð metrar, en aðrar
grynnri,“ segir Tryggvi. Hann
bætir við að RARIK hafi samið um
jarðhitaréttindi við landeigend-
ur Hoffells-Miðfells í ársbyrjun
2009, en borun tilraunavinnslu-
holu HF-1 hafi ekki hafist fyrr en í
nóvember 2012, hún skilar á milli
15 og 20 l/s af rúmlega 70°C heitu
vatni.
Jarðhitaleitin heldur áfram
Á árinu 2014 var haldið áfram jarð-
hitaleit á Hoffelli fyrir hitaveituna
á Höfn í Hornafirði. Þann 13. des-
ember það ár lauk borun á 1.686
metra djúpri holu sem fékk heitið
HF-2. „Borun holunnar gekk vel en
aðstæður til borunar eru erfiðar á
þessu svæði sökum þess hve berg-
ið er hart. Með holunni er stað-
fest rúmlega 80 gráða heitt jarð-
hitakerfi á tæplega 1.700 m dýpi.
Á hinn bóginn voru engar vatns-
æðar sem tekur að nefna skorn-
ar þannig að hún bætir engu við
fyrri vatnsöflun sem komin var
með holu HF-1 sem gefur fimm-
tán til tuttugu lítra á sekúndu.
Vatnsþörfin fyrir Höfn og ná-
grenni er allt að 80 lítrar á sek-
úndu. Næsta skref er frekari kort-
lagning á sprungukerfi svæðisins,
áður en ákvörðun verður tekin um
frekari borun.“
Jarðhitaleit RARIK víða um land
Hitaveitustarfsemi RARIK hófst árið 1991. RARIK á og rekur fimm hitaveitur, þrjár jarðvarmaveitur í Dalabyggð, á Blönduósi
og Siglufirði en fjarvarmaveitur á Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði. RARIK hefur látið hanna fjórar nýjar hitaveitur.
Virkjunin á Skarðsdal var tekin í notkun í febrúar 2012. Viðbótarvatnið þaðan ætti að fullnægja þörfinni á Siglufirði um næstu framtíð. Meðalnotkun þar er nú um tuttugu lítrar á sekúndu og afltoppurinn 37 lítrar á sekúndu.
Tryggvi Þór
Haraldsson,
forstjóri RARIK