Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 130

Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 130
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 72 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is NÆRMYND Nanna Hermannsdóttir er ein þeirra sem staðið hafa að brjóstabyltingunni Free the Nipple sem vart hefur farið fram hjá fólki. Í dag fer fram önnur lota byltingar- innar á Austurvelli þar sem Nanna fer fremst í flokki berbrystinga. Nanna Hermannsdóttir Nemi og aktívisti Adda Þóreyjar og Smáradóttir vinkona Nanna er einfaldlega æðisleg mann- eskja. Hún er mögnuð kona sem er rosalega kraft- mikil og býr yfir griðarlega mikilli orku. Nanna er þessi týpa sem er alltaf til í að gera allt fyrir alla í kringum sig. Nanna var mín hægri hönd í Free the nipple-brjálæðinu og stóð eins og klettur með mér þar. Sunna Ben vinkona Hún Nanna er ótrúlega dugleg, eldklár og hefur verið að gera magnaða hluti, svo sem í Free the nipple-bylting- unni allri. Nanna er sannarlega mikið Twitter legend, og þar lágu einmitt leiðir okkar saman, en hún er mjög virk á þeim miðli. Nanna er hávær í baráttunni og hefur gert svo mikið fyrir málstaðinn og heldur ótrauð áfram. Natan Þóreyjar og Kolbeinsson vinur Nanna er einhver opnasta mann- eskja sem ég hef á ævinni kynnst. Hún er hress, skemmtileg og sannkölluð stór- stjarna á sam- félagsmiðlunum, þar sem hún lætur sannarlega til sín taka. Við kynntumst einmitt á Twitter. Hún á mjög auðvelt með að kynnast nýju fólki. klippið Sendu okkur 5 toppa af Merrild umbúðum og þú gætir unnið hina sígildu kaffikönnu frá Stelton. 10 heppnir vinningshafar verða dregnir út í hverri viku frá 30. júní til 1. september 2015, alls 100 talsins. Þátttökuumslög í öllum verslunum. Á Facebook-síðu okkar, Facebook/Merrild á Íslandi, verða birt úrslit auk frekari upplýsinga um leikinn. REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 365.is Sími 1817 Þrír stæðilegir sankti bernharðs- hundar vöktu athygli fyrir stórleik í nýju myndbandi við Brennum allt með hljómsveitinni Úlfur Úlfur en lagið má finna á nýútkominni breiðskífu hennar, Tveimur plán- etum. Hundarnir, sem heita Igor, JR og Gucci, sjást í myndbandinu þeyt- ast um í blæjubíl og í göngutúr með rapparanum Kött Grá Pje en lagið er unnið í samstarfi við hann. Hann ber hundunum vel söguna og segir þá prýðis samstarfsmenn þrátt fyrir talsverða munnvatns- framleiðslu. „Fyrir mig var það ósköp átaka- laust og að flestu leyti indælt,“ segir hann léttur um samstarfið. „Hins vegar slefuðu þeir mikið í hárið á mér. Á vissum tímapunkt- um svona frussurigndi yfir mig,“ segir hann glaður í bragði og auð- heyrt er að það hefur ekki farið mikið fyrir brjóstið á honum. „Það eina var að þeir komust eiginlega ekki fyrir í bílnum, það var mjög tæpt. En þeir voru mjög elskulegir og góðir. Felldu sig ágætlega við mig sem angaði allur af kattalykt,“ segir hann hress. „Mér fannst erfiðara að keyra þennan ægilega trukk heldur en að vera með hundunum.“ Upptökurnar stóðu yfir í nokkra tíma og var Guðný Vala Tryggva- dóttir, eigandi hundanna og hundaræktunarinnar Sankti-Ice, á staðnum við upptökurnar ásamt aðstoðarkonu. „Hún Guðný og konan sem var með henni eru rétt fyrir utan mynd allan tímann að gilligilla blessaða hundana til þess að halda þeim góðum,“ segir hann en auk þess að fara á rúnt í blæjubíl tóku hundarnir ríflegan göngutúr ásamt rapparanum og fengu því vafalítið talsverða hreyfingu út úr deginum. Kött Grá Pje útlokar ekki að hann muni einhvern tíma fá sér sankti bernharðshund þótt það verði ekki í nánustu framtíð. „Ég held að kisan mín yrði frekar óánægð með það. Ég á litla kisu sem er frek á mig. En ég gæti vel hugsað mér það einhvern tíma seinna þegar hún er orðin gömul og skeytingarlaus um mig því þeir voru algjört æði.“ Guðný Vala eignaðist sinn fyrsta sankti bernharðshund árið 1997, þá sautján ára gömul, og segir áhugann meðfæddan. Myndbandið, sem leikstýrt er af Magnúsi Leifssyni, er frumraun þeirra Igors, JR og Gucci fyrir framan tökuvélarnar. „Þetta var þeirra fyrsta tónlistarmyndband og vonandi ekki það síðasta,“ segir hún glöð í bragði. Hún hælir sömuleiðis Kött Grá Pje og tekur undir að hann hafi þruft að þola talsvert slef við upp- tökurnar. „Það var svolítið heitt þarna og undir lokin voru þeir nú farnir að vera svolítið blautir eins og maður segir,“ segir hún hlæj- andi og bætir við: „Hann var engin pempía, við getum alveg sagt það.“ gydaloa@frettabladid.is Á vissum tímapunkti frussurigndi hundaslefi Igor, JR og Gucci vöktu athygli í nýju tónlistarmyndbandi Úlfs Úlfs við lagið Brennum allt. Þar má sjá þá á rúntinum í blæjubíl með rapparanum Kött Grá Pje. ÞRÖNG Á ÞINGI Líkt og sjá má á þessari mynd var talsvert þröngt í blæjubílnum, en fullvaxta karlkyns sankti bernharðshundur er 77-100 kíló að þyngd. MYND/KJARTAN HREINSSON TIL FYRIRMYNDAR Hér má sjá Guðnýju, Kött Grá Pje, hundana og leik- stjórann Magnús Leifsson við upptökur. MYND/KJARTAN HREINSSON Hinsvegar slefuðu þeir mikið í hárið á mér. Á vissum tímapunktum svona frussu r ingdi yfir mig. Kött Grá Pje
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.