Fréttablaðið - 13.06.2015, Page 134
BAKÞANKAR
Bergs Ebba
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 800 1177
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Hér fer fram spurningaleikur. Ímyndið ykkur eftirfarandi
aðstæður:
MJÓLKURSAMSALAN, MS,
vill bæta ímynd sína. Stjórnendur
þar á bæ ákveða að láta flagg-
skip sitt, sjálfa kókómjólkina,
fara fyrir ímyndarherferð sem
mun standa yfir allt árið 2016.
Klói köttur, andlit kókómjólkur-
innar, er dubbaður upp í mismun-
andi gervi á kókómjólkurfern-
unum eftir því hvaða mánuður á í
hlut. Gervin eiga að endurspegla
íslenska þjóðarvitund.
Í febrúar er Klói í búningi sjó-
manns, skeggjaður og úfinn, til
að tákna frumkvöðlana sem reru
til fiskjar á útmánuðum á meðan
Ísland var enn bændasamfélag. Í
júní er Klói í gervi Jóns Sigurðs-
sonar, til að minnast fæðingar-
dagsins 17. júní, sem einnig er
þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í
ágúst er ákveðið að fernan skuli
prýdd Klóa klæddan dragi – í
þröngum kjól með varalit. Þetta er
gert til að tákna sameiningarmátt
hinsegingöngunnar sem haldin
er ár hvert í ágúst og er stór hluti
íslenskrar nútímamenningar.
SPURNINGALEIKURINN er
eftirfarandi. Hvað af eftirfarandi
myndir þú gera í ljósi þessara
upplýsinga:
A) Tryllast yfir kattarþvætti MS.
B) Fagna framlagi MS til
íslenskrar þjóðmenningar.
C) Tryllast yfir því að klæðskipt-
ingur prýði fernu drykkjar sem
höfðar til barna.
D) Fagna því að Klói köttur sé í
dragi enda eyði það fordómum
gagnvart klæðskiptingum.
E) Hefja herferð þar sem fólk er
hvatt til að skipta alfarið yfir í
Nesquick #BoyKöttumKöttinn.
F) Fara í herferð gegn herferð-
inni sem hvetur fólk til að drekka
Nesquick því það er framleitt af
Nestlé sem drap börn í Afríku
með þurrmjólk á 9. áratugnum
#FokkNestlé #ÉgSýgAðeinsKlóa.
G) Hvetja fólk til að róa sig og að
aðgát skuli höfð í nærveru sálar.
H) Benda á að Klói sé fórnarlamb
í málinu.
YKKUR kann að þykja þetta
kjánalegur leikur en að mínu
mati fer hann fram á hverjum
einasta degi á okkar annars
ágæta landi.
Klói og
#réttsýnin
Allt sem þú þarft ...
Höfuðborgarsvæðið, meðallestur á
tölublað 18–49 ára. Prentmiðlakönnun
Gallup, jan.– mar. 2015
YFIRBURÐIR
Fréttablaðsins staðfestir
53,7%
19,6%
FB
L
M
BL
@bergurebbi
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
�������
�
�������
�
�������
�
������
������
������
�������
�
�������
�
�������
�