Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 8
8 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
gert ( Margrét Valdimarsdóttir, Jón Eyjólfur Jónsson,
Sif Einarsdóttir og Kristinn Tómasson, 2000).
Þunglyndismat fyrir aldraða eða Geriatric Depress-
ion Scale er í stuttu máli kallaður GDS. Þetta er spurn-
ingalisti sem er mikið notaður til skimunar og mats á
þunglyndi aldraðra.
Prófið saman stendur af 30 spurningum þar sem
sjúklingur eða starfsfólk krossar við já eða nei eftir því
sem við á. Athugunin er byggð á hegðun sjúklingsins
síðustu viku. ( Margrét Valdimarsdóttir, Jón Eyjólfur
Jónsson, Sif Einarsdóttir og Kristinn Tómasson 2000).
Kvarði yfir hegðunarröskun í Alzheimers sjúkdómi.
BEHAVE – AD (Behavioural Pathology in Alzheimer´s
Disease) (Reisberg, Borenstein, Salob, Ferris, Frans-
san og Georgotas, 1987) er kvarði sem er notaður yfir
hegðunarröskun hjá fólki með heilabilun. Kvarðinn
hefur verið þýddur í tvisvar af Valgerði Baldursdóttur
og endurþýddur í þriðja sinn af Sæmundi Haraldsyni
og bakþýddur af Jóni Snædal.
Tölfræðileg úrvinnsla:
Tölvuforritið Anova var notað við greiningu gagna
í könnuninni sem framkvæmd var á Landakoti.
Aðferð
Sent var bréf til aðstandenda viðkomandi sjúklinga
til að fá leyfi fyrir þátttöku í könnuninni og þar var
könnunin einnig skýrð út, auk þess sem sagt var frá
hvað gert yrði í músíkþerapíunni. Einnig var sagt frá
því að engar persónugreinanlegar upplýsingar yrðu
birtar.
Eftir að samþykki var fengið var fundinn tími sem
hentaði öllum til fyrirlagnar könnunarinnar. Hún átti
sér stað í maí og júní árið 2001.
Fyrst var lagt mat fyrir sjúklingana, þ.e. GDS og
BEHAVE – AD. Það þurfi að gera á báðum deildum og
tók einn hjúkrunarfræðingur og einn sjúkraliði á
hvorri deild að sér framkvæma matið. Mat kom tilbúið
fyrir hvern og einn sjúkling.
Síðan hófst sjálf músíkþerapían og var hverjum
sjúklingi boðið upp á einstaklingsþerapíu tvisvar
sinnum í viku 30 – 45 mín. í senn, í fjórar vikur. Í allt
fékk því hver sjúklingur 8 skipti í músikþerapíu.
Vegna veikinda og innlagna á hjúkrunarheimili
duttu þrír sjúklingar út úr úrtakinu og voru því ein-
ungis fimm sjúklingar sem luku rannsókninni.
Eftir að sjúklingarnir höfðu lokið músíkþerapíunni
þ.e. fjórum vikum síðar var mat lagt fyrir þá aftur. Lagt
var fyrir GDS og BEHAVE – AD og var það gert af
sömu aðilum og lögðu það fyrir í upphafi. Að öðrum
fjórum vikum liðnum (þar sem sjúklingarnir fengu
enga músíkþerapíu) var mat aftur lagt fyrir þ.e. GDS og
BEHAVE – AD og var það enn framkvæmt af sömu
aðilum og höfðu lagt það fyrir í fyrri skipti.
Hverjum músíkþerapíu tíma var skipt upp í þrjá
þætti sem eru eftirfarandi:
1. Söngur – eins og fram hefur komið getur söngur
verið mjög áhrifaríkur til að vekja upp minningar og
efla umræður hjá sjúklingnum. Hér er mjög gott að
nota söngva sem að sjúklingurinn þekkir og hefur
þ.a.l. áhrif á sjúklinginn. Í gegnum sönginn getur
verið gott að mynda samband við sjúklinginn,
hjálpað sjúklingnum að vinna gegn einmanaleika,
vonleysi og aðgerðarleysi og getur gefið sjúk-
lingnum möguleika á tjáningu án orða svo einhvað
sé nefnt.
Í upphafi rannsóknar var ákveðið hvaða lög yrðu
notuð og voru þessi sömu lög notuð fyrir alla sjúk-
linga. Hvert lag var sungið tvisvar sinnum í röð svo
að auðveldara væri fyrir viðkomandi sjúkling að rifja
upp hvert lag og taka betur undir í seinna skiptið.
2. Hljóðfæraleikur – sjúklingurinn spilar á einföld
hljóðfæri eins og hann helst vill og músíkþerapisti
spilar með. Það verður samt sem áður alltaf að meta
hvort að nota eigi hljóðfæri eða ekki því að sumir
sjúklingar geta orðið mjög hræddir við hljóðfærin
og því þarf að útskýra notkun þeirra á mjög rólegan
hátt og sýna gjarnan hvernig þau virka. Mikilvægt
er að sjúklingurinn fái jákvæða upplifun og að
honum takist alltaf að spila sem honum tekst yfir-
leitt því það er einfaldlega ekki hægt að spila vit-
laust í músíkþerapíu.
3. Hlustun – að hlusta á góða tónlist er mjög róandi.
Það getur skapað sálrænt og líkamlegt jafnvægi hjá
sjúklingnum og styrkt einbeitingu og úthald. Sumir
sjúklingar geta tjáð sig um tónlistina, en flestir upp-
lifa minningar í kringum hana. Þess vegna er svo
gott að músíkþerapistinn sé til staðar og það sé ein-
ungis eitt lag spilað í einu svo að það sé hægt að
ræða um það sem viðkomandi sjúklingur upplifir.
Allir þessir þættir byggja upp lífsgleði hjá sjúk-
lingnum ásamt því að styrkja og efla sjálfsálit og sjálfs-
virðingu sjúklingsins.
Niðurstöður könnunar
Hér á eftir langar mig til að greina lítillega frá nið-
urstöðum könnunarinnar.
Þátttakendur reyndust almennt ekki vera haldnir
sérstaklega miklum hegðunarröskunum, en þó voru
sumir þættir hærri en aðrir og var þ.a.l. hægt að mæla
þá.
Þegar litið er á heildina í fyrsta mati á hegðunar-
röskun kemur í ljós að meðalgildi þátttakenda var 10,4
stig af 75 mögulegum stigum. Á öðru mati virtist það
meðalgildi sem greindist fyrir hafa breyst í 5 stig af 75
mögulegum og í þriðja skipti sem viðkomandi mat var
lagt fyrir reyndist meðalgildið hafa hækkað í 7.6 stig af
75 mögulegum (sjá töflu nr.1).