Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 15

Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 15
15ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 þekkja vita að næturbleiur hafa þann eiginleika að ein- stalingurinn upplifir sig þurran þó svo þvag sé komið í bleiuna, en sá sem bleytir rúmið liggur í bleytu sem getur haft verulegar afleiðingar fyrir hann. Eldri aðferð væri sú að næturvaktarstarfsfólk væri sífellt að koma inn til viðkomandi til að kanna hvort rúmið væri blautt. Við það spillist næturró, sem getur haft afleiðingar á líðan og atferli daginn eftir. Með notkun slíks hjúkrun- arvöktunarkerfis er hægt að tryggja margvíslegt öryggi og um leið einkalíf, en það er vandmeðfarið og byggist alfarið á því að einstaklingsaðhæfa þjónustuna þörfum viðkomandi. Rými þarf að vera nægjanlegt til að sjúkrarúm er styður við sjálfbjörg einstaklingsins komist vel fyrir, og nægt rými sé fyrir einkahúsgögn íbúans. Íbúinn ætti að geta tekið á móti gestum sínum og umönnunaraðilum með góðu móti. Hátækni rúm með heimilislegu útliti getur hjálpað sjálfbjörg einstaklings verulega, þannig getur hann hækkað og lækkað höfðagafl, án þess að síga neðar í rúmið. Látið rúmið setja sig upp í sitjandi stöðu, snúið sér of látið rúmið lyfta sér í standandi stöðu. Fjarstýringar geta stýrt að ljós kvikni eða slökkni, sem og sjónvarp og útvarp. Hússtjórnarkerfi getur tryggt læsingu á hurðum út í garð. Hægt sé að svara í síma án þess að taka upp símtólið og þannig mætti lengi telja. Sameiginlegt rými Aðstaða þarf að vera fyrir eldhús sem íbúi og aðstandendur hans hefðu aðgang að. Þó svo séð sé fyrir máltíðum, ætti sá valkostur að vera fyrir hendi að íbúi og/eða aðstandendur geti eldað sína uppáhalds- rétti og borið fram í eigin íbúð. Ennfremur þarf að vera aðstoð fyrir að þvo einkafatnað, þó svo séð sé fyrir þvotti ef þörf krefur. Sameiginlegt rými eins og borðstofa og setustofa þarf að vera þannig úr garði gerð að rýmið sé ekki fyrir fleiri en 8-10 manns. Flestar fjölskyldur á Íslandi hafa stofu fyrir 3-6 manns og þykir nóg. Það getur verið erf- itt fyrir lasburða fólk að ná að sjá á sjónvarp í mjög mannmargri stofu, eða hlusta á fréttir í útvarpi. Hér skiptir miklu máli að setja vandað hljóðkerfi í rýmið til að auðvelda hlustun og hljóðslaufur vegna þeirra sem eru heyrnadaufir. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að það að hafa fiska í fiskabúri í borðstofum virkar róandi á fólk með minnissjúkdóma og eykur matarlyst. Ennfremur sýna rannsóknir að önnur gæludýr geta haft mjög jákvæð áhrif á líðan fólks. Hérlendis er bannað með lögum að hafa dýr á heilbrigðisstofnun, og þar með er alls ekki litið á hjúkrunarheimilið sem heimili einstaklingsins. Vonast er eftir breytingum á þessum lögum á næstunni. Í Danmörku getur íbúi á hjúkrunarheimili haft sitt gæludýr hjá sér svo fremi sem það trufli ekki aðra og hann geti annast það eða séð til þess að um það sé annast. Öll húsgögn sem eru í sameiginlegu rými á hjúkr- unarheimili fyrir aldraða ættu að vera miðuð við þeirra þarfir. Þar skiptir mestu máli að gott sé að setjast og standa upp úr sófum og húsgagnið sé sem heimilisleg- ast og geti hæft venjulegu heimili eldri borgara. Það er allt of algengt að boðin séu sérstök húsgögn fyrir öldr- unarstofnanir sem eru með plastkenndu áklæði, sem ekki nokkrum manni myndi detta í hug að bjóða til sölu fyrir venjulegt heimili. Yfirbragð og umgengni Yfirbragð hjúkrunarheimilis getur verið mjög mis- munandi, þannig getur heimilið verið mjög stofnana- legt. Það sem ber fyrir augu eru língrindur, óhreinat- ausgrindur, matarvagnar, ræstivagnar, hvítir einkenn- isbúningar, pappírssmekkir, læknasloppar, stútkönnur, plastdúkar. Í þessu öllu glymur, bjöllur hringja og járn- rúm blasa við ef litið er inn á herbergi. Íbúar í jogging- göllum, steyptir í sama farið. Önnur sýn gæti verið setustofa búin fallegu sófa- setti, borðstofa með taudúkum og tausérvettum, hversdagsstellið á borðinu og sparistellið ásamt rauð- vínsglösunum í glerskápnum. Starfsmaður í kvart- buxum og polobol að slá inn upplýsingum á heimilis- tölvuna í setustofunni. Íbúarnir að skoða fiskana í fisk- abúrinu. Hjálpartækin geymd inn á baði, þegar ekki er verið að nota þau og ræstivagninn einungis sýnilegur meðan ræst er. Íbúi kallar eftir aðstoð úr íbúð sinni með hljóðlausri tækni sem berst beint til umönnunar- aðila hans. Þegar litið er til hans blasir við viðarklætt rúm og húsgögnin sem hann flutti með sér, íbúðin ber hans persónulega stíl. Karlmaðurinn er í jakkafötunum með bindi og konan í kjólnum sínum og nælonsokka- buxunum þar sem hún situr í hjólastólnum sínum. Garðurinn Mikilvægt er að skilja að þó fólk búi á hjúkrunar- heimili, þá má það fara út. Dyrnar lokast ekki á eftir því, maður fær að koma inn aftur. Aðgengi utan dyra skiptir hins vegar miklu máli fyrir lasburða fólk og minnisskerta. Það er hverjum manni mikilvægt að finna andblæinn og upplifa veður. Garðurinn þarf því að vera skjólgóður, hægt sé að fara eftir stígum stuttar vegalengdir sem langar. Garðskáli er ákjósanlegur til að dútla við lauka, fá sér kaffibolla og finna ilminn af rósum. Matjurtagarður ætti að vera í slíkum garði, þar skiptir engu máli hvort einhver íbúi geti sett niður kartöflur eða tekið upp, nóg getur verið áhugavert að fylgjast með vextinum yfir sumarið og bragða síðan á nýju kartöflunum í ágúst. Heitur pottur og svæði fyrir útihátíðir og sólböð er ákjósanlegt. Plöntur ætti að velja þannig að eitthvað væri í blóma á hverjum tíma og tína mætti ber að hausti til að búa til sultu. Huga þar að öruggum afdrepum fyrir þá sem gætu farið villu vega sinna og ekki ratað til baka.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.