Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 35

Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 35
Reykholtskirkja – Snorrastofa Heimskringla Reykholti ehf veitir þjónustu og fræðslu um sögu Reykholts, annast móttöku ferða- manna, sýningar á vegum Snorrastofu, tónleikahald í Reykholtskirkju og ráðstefnu- og funda- aðstöðu á vegum menntamálaráðuneytis. Opið daglega 1. júní – 25. ágúst frá 10.00–18.00 Opið eftir samkomulagi 26. ágúst – 31. maí Símar: 435 1490, 892 1490, 435 1112 Símbréf: 435 1412 Netfang: heimskringla@simnet.is Reykholtshátíð sígild tónlist í sögulegu umhverfi Tónlistarhátíð í Reykholtskirkju í tengslum við Kirkjudag ár hver t. Árið 2002: 26. – 28. júlí Fernir tónleikar með fjölbreyttri efnisskrá Listrænn stjórnandi: Steinunn Birna Ragnarsdóttir www.reykhol t . i s 36 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 Sílicon meðferðir. Tágómar og tanngómar. Síliconhlífðargóm er hægt að líkja við tanngóm, notaður að degi til en tekinn af á nóttunni. Andstætt tanngómnum er hann mjúkur og sveigjanlegur. Tágómurinn er sérhannaður fyrir hvern og einn eins og tanngómurinn. Hlutverk hans er að vera sem hlíf gagnvart líkþornum, stuðla að táréttingu t.d. bognar tær, tær sem liggja hver undir annarri. Siliconið hefur gert kraftaverk hjá fólki sem hefur lamast á tám vilja kreppast saman, þetta ber sérstaklega góðan árangur ef meðferðin er gerð eins fljótt og auðið er eftir lömun. Fólk getur notað alla venjulega skó þó það sé með tágóm, ef ekki, þá notar viðkomandi of litla skó, eða gómurinn verið gerður of stór. Daglegar æfingar. Gerðu hverja æfingu minnst 10 sinnum tvisvar á dag • Snúðu öklunum 10 sinnum rangsælis og rétt- sælis. • Beygðu öklann upp og niður. • Krepptu og réttu úr tánum • Glenntu tærnar í sundur og dragðu þær saman. • Tíndu hluti upp úr gólfinu með tánum. • Ef þú getur settu annan fótinn upp á hnéið, snúðu öklanum og hverri tá með hendinni. • Settu fingurnar milli tánna til að glenna þær betur í sundur. • Gerðu allt sem þér dettur í hug sem gæti verið gott fyrir fæturnar, • Kreistu saman rasskinnarnar og andaðu frá þér um leið, þegar þú getur ekki meir losar þú um rassvöðvanna og dregur djúpt inn andann. Endurtaktu þatta 10 sinnum tvisvar á dag. Það örvar blóðstreymið til fótanna gott fyrir kaldar fætur og hentar vel fólki sem situr mikið við tölvu eða hreyfir sig lítið. Ódýr og árangursrík æfing. Niðurlag. Um mikilvægi fótaæfinga er aldrei of oft kveðið. Það getur skipt sköpum með líkamsástand okkar um aldur og ævi, hvernig við þjálfum fætur okkar. Því miður er ástand yngri kynslóðanna oft á tíðum baga- legt, vandamál að koma upp sem ekki hafa þekkst áður. Skapast það af skófatnaði, „alltof góðum skófatnaði“ sem börnin fá áður en þau komast af skriðaldrinum, fæturnir og jafnvægið fá ekki að stælast og þjálfast eins og þeim er eðlilegt fyrstu tvö árin. Þau fara í göngugrindina í fílaskónum sínum með stífum botni og neðsti liðurinn sem hreyfist er hnjáliðurinn. Það er margt meira um þessi mál að segja sem ekki eiga heima hér. Þetta verða m.a. vandamál framtíðarinnar þegar þessir fætur fara gefa sig og verða gamlir og lúnir.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.