Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 11
11ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
flesta sjúklingana. Ef við lítum á fyrstu breytuna, hefur
skjólstæðingur nr. 1 farið úr 8 stigum í fyrsta mati niður
í 2 stig í lok könnunar en þá var hann búin að hækka
aftur um tvö stig, því strax eftir músíkþerapíuna reynd-
ist hann ekki hafa neitt stig í mælingu. Skjólstæðingur
4 fer úr 10 stigum niður í 2 stig strax eftir meðferð og
skjólstæðingur 5 fer úr 7 stigum niður í 0 stig í lok með-
ferðar. (sjá töflu nr.2)
Þegar skoðað er eftirfarandi súlurit sést greinilega
að breyting hefur átt sér stað hjá sjúklingunum.
Þegar við lítum á töflu númer 3 hér fyrr í þessari
grein sést vel að töluverð breyting hefur átt sér stað hjá
sjúklingunum meðan að meðferðin átti sér stað. Skjól-
stæðingur 1 mælist með 8 stig í upphafi meðferðar en
0 stig í mælingu 2 og 3. Skjólstæðingur 4 mælist með
10 stig í upphafi meðferðar og fer niður í 2 stig strax
eftir músíkþerapíuna. Skjólstæðingur 5 mælist með 7
stig í upphafi mælinga og mælist með 0 í lok könnunar.
Samkvæmt þessari könnun má sjá að það er veru-
leg breyting á sjúklingunum fyrir og eftir meðferð hvað
við kemur vissa hegðunarröskun eins og ofsóknar- og
ranghugmyndir og hvað við kemur ofskynjunum, en
það voru þeir hegðunarröskunar þættir sem sjúkling-
arnir greindust með fyrir könnun.
Músíkþerapía er því greinilega spennandi með-
ferðar úrræði fyrir heilabilaða einstaklinga sem vert er
að skoða meira í náinni framtíð. Hér er komin meðferð
sem eykur á fjölbreytnina, meðferð sem að sjúkling-
unum þykir yfirleitt mjög gaman af og gefur þeim
aukna lífsfyllingu. Að geta þekkt laglínu og sungið
hana er góð gjöf þegar allt annað í kringum mann, jafn-
vel andlitið á þeim allra nánasta, er ókunnugt. Það er
einnig góð gjöf að geta tengt tilfinningar eins og gleði,
þrá, sorg o.fl. við eina ákveðna laglínu sem síðan er lyk-
illinn að því að geta tjáð tilfinningarnar við vissar
aðstæður þegar málið er ekki lengur til staðar, ásamt
því að upplifa samveru með öðrum og samhengi í líf-
inu.
Heimildir:
1. Bright, Ruth (1997). Music Therapy and the Dementias. Imp-
roving the Quality of Life. Washington,MMB.
2. Brotons, Melissa og Pickett – Cooper, Patty (1994). Prefer-
ences of Alzheimer´s Disease Patients for Music Activities:
Singing, Instruments, Dance/Movement, Games, and Comp-
osition/Iprovisation. Journal of Music Therapy, XXXI (3), 1994,
220 – 233.
3. Clair, Alicia Ann. (1996). The effect of Singing on Alert
Responses in Persons with Late Stage Dementia. Journal of
Music Therapy, XXXIII (4), 1996, 234 – 247.
4. Clair, Alicia Ann (2000). The Importance of Singing with Eld-
erly Patients. Music Therapy in Dementia Care. D. Aldridge.
London, JKP.
5. Friis, Synnøve (1987). Musik i ældreplejen. Munksgaard.
6. Gerdner, Linda A.(2000).Effects of Individualized Versus
Classical Relexation Music on the Freqency of Agitation in Eld-
erly Persons with Alzheimer´s Disease and Related Disorders.
International Psychogeriatrics, Vol. 12, No.1, 2000, pp.49 – 65.
7. Margrét Valdimarsdóttir, Jón Eyjólfur Jónsson, Sif Einarsdóttir
og Kristinn Tómasson. (2000). Mat á þunglyndi aldraðra. Þung-
lyndismat fyrir aldraða – íslensk gerð. Geriatric Depression
Scale (GDS). Læknablaðið 2000/86 s. 344 – 348.
8. Millard, K og Smith, J. (1989). The influence of Group Singing
Therapy on the Bahaviour of Alzheimer´s Disease Patients.
Journal of Music Therapy 26(2):58 – 70.
9. Reisberg, B., Ferris, S.H., De Leon, M.J., og Crook, T. (1982).
The Global Scale for Assessment of Primary Degenerative
Dementia. Am J Psychiatry 139:1136 – 1139.
10. Reisberg, B., Borenstein, J., Salob, SP., Ferris, SH., Franssan,
E og Georgotas, A. (1987). The Journal of Clinical Physciatry,
48:5 (suppl), p 14 – 15.
11. Rolvsjord, Randi. 1999. Demens. Vol. 3/nr.3.
12. Ruud, Even (1996). Musikk og verdier. Universitetsforlaget.
Oslo.
13. Ruud, Even (1997). Musikk og identitet. Universitetsfor-
laget.Oslo.
14. Yesavage J, Brink TL, Rose TL, Owen L, Huang V,.(1983).
Development and Validation of a Geriatric Depression Screen-
ing Scale. A Preliminary Report. J Psychiatr Res 1983:17:37 –
49.
a) Ofsóknar og aðrar ranghugmyndir
0
2
4
6
8
10
12
M æling 1 M æling 2 M æling 3
M eðaltal fyrir alla sjúklinga
b)Ofskynjanir
0
1
2
3
4
5
6
7
8
M æling 1 M æling 2 M æling 3
M eðaltal fyrir alla sjúklinga
Einnig er vert að skoða tilgátu númer tvö þar sem
könnuð voru áhrif músikþerapíu á ofskynjanir
Alzheimerssjúklinga. Þó svo að þar reyndist heldur
ekki vera marktækur munur miðað við 95% tölfræðileg
skekkjumörk , er hinsvegar munur við 80% tölfræðileg
skekkjumörk og nálægt því að vera tölfræðilegur
munur við 90 % skekkjumörk.