Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 21

Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 21
21ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 Þann 6. mars árið 1998 var formlega stofnuð sérstökheilabilunareining innan öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, síðar Landspítala háskólasjúkrahúss. Ein- ingin er staðsett á Landakoti og skiptist hún í nokkra þætti sem nýtast sjúklingum og aðstandendum á mis- munandi stigum sjúkdómsins. Má þar nefna minnis- móttöku, tvær legudeildir, stuðningshópa fyrir að- standendur og þjónustusamninga við þrjár dagvistanir og eitt stoðbýli. Þessi þjónustukeðja er hugsuð út frá því markmiði að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra meðferð, stuðning og fræðslu frá sömu aðilum í gegnum allt sjúkdómsferlið, eða frá greiningu til stofn- anavistunar. Minnismóttaka Á minnismóttöku er grunnurinn lagður að stuðn- ingi við sjúkling og fjölskyldu hans. Þar fer fram grein- ing á því hvort og þá hvers konar heilabilun sé á ferð- inni. Aðstandendur fá viðtal hjá félagsráðgjafa og sótt er um ýmis konar aðstoð fjölskyldunni til handa. Jón Snædal, yfirlæknir heilabilunareiningarinnar, byrjaði með minnismóttöku í Hátúni árið 1995 og náði hún þá yfir tvær stundir á viku. Nú starfa sjö öldrunar- læknar á minnismóttöku hálfan til heilan dag alla daga vikunnar. Engu að síður er biðlistinn enn um tveir mán- uðir. Þeir sem geta pantað tíma á minnismóttöku eru heimilislæknar, heilsugæsluteymi, þjónustuhópar aldr- aðra og öldrunarteymi sjúkrahúsanna. Á minnismót- töku starfa auk lækna, ritari, hjúkrunarfræðingar, taugasálfræðingar, öldrunarsálfræðingur og félagsráð- gafar. Sjúklingar koma oftast í tvígang á minnismóttöku. Í fyrri komu fara sjúklingar í líkamlega skoðun og mat lagt á vitræna getu m.a. með einföldum prófum. Staðl- aðir spurningalistar eru lagðir fyrir af lækni og hjúkr- unarfræðingi. Á meðan rannsókn stendur yfir fara aðstandendur í viðtal hjá félagsráðgjafa, en farið er fram á að sjúklingar komi ávallt í fylgd aðstandenda. Upplifun annarra fjölskyldumeðlima er oft allt önnur en sjúklingsins sjálfs og þeir eiga gjarnan erfitt með að tjá sig um raunverulegt ástand fyrir framan sjúkling- inn. Félagsráðgjafinn tekur niður sögu sjúklingsins eftir aðstandanum og skráir þær breytingar sem hafa orðið á fjölskyldulífi. Í lok fyrri komu ákveður læknirinn hvaða rann- sóknir skulu gerðar í framhaldinu og eru aðstand- endur viðstaddir þegar þær upplýsingar eru gefnar og tímar ákveðnir. Algengustu rannsóknirnar eru blóð- prufur, sneiðmynd af höfði, blóðflæðirannsókn og taugasálfræðileg próf. Að rannsóknum loknum kemur sjúklingur á ný á minnismóttöku ásamt aðstandanda og farið er yfir niðurstöðurnar og rætt um hugsanlega greiningu. Að lokum eru ákvarðanir teknar um með- ferð og eftirlit. Oft eru ýmis úrræði útveguð í gegnum minnismóttöku sbr. heimaþjónusta, heimahjúkrun, dagvistun, stuðningshópar aðstandenda og fleira. Sjúk- lingar sem þurfa sértæka meðferð verða áfram í eftir- liti frá móttökunni. Í fyrra árið 2001 komu alls 218 nýir sjúklingar á minnismóttöku, þar af voru 136 konur og 82 karlar. Frá upphafi hafa um 1.100 einstaklingar notið þjónustu móttökunnar. Legudeildir Sérstakar legudeildir fyrir sjúklinga með heilabilun eru tvær á Landakoti, L-1 og L-4. Innlagnir á deildirnar geta verið í margvíslegum tilgangi t.d. til greiningar, Heilabilunareining Þjónustukeðja fyrir aldraða með heilabilun og aðstandendur þeirra Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi heilabilunar- einingar LSH Landakoti

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.