Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 23

Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 23
23ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 Góð samvinna er við félag aðstandenda, F.A.A.S., sem hefur verið starfrækt frá árinu 1985. Félagið er kynnt rækilega í hópunum og fræðsluefni sem félagið gefur út er einnig boðið til sölu. Þátttakendur stuðn- ingshópanna eru því orðnir fjölmennir á fundum F.A.A.S. auk þess sem sumir hópanna halda stíft saman og hittast reglulega eftir að hlutverki hópleiðara lýkur. Samantekt Til að taka saman hvernig þjónustan sem heilabil- unareiningin veitir gengur gjarnan fyrir sig er ágætt að notast við myndina hér fyrir ofan: Sjúklingur byrjar á því að koma á minnismóttöku, þar sem hann fær greiningu, saga hans er tekin og úrræði við hæfi fengin inn á heimilið. Algengt er að þegar líður á sjúkdómsferlið og sjúklingur þarf meira eftirlit/getur ekki verið einn, þá er fengin dagvistun fyrir hann. Maki/barn eru þá frjáls yfir daginn og geta hvílst eða sinnt öðru. Reynt er að styðja sem allra fyrst við þá aðstand- endur sem eiga hvað erfiðast ýmist með stuðnings- hópum, sálfræðiviðtölum eða viðtölum hjá félagsráð- gjafa. Hvíldarinnlagnir geta komið að góðum notum þegar maki fær orðið ekki nægan nætursvefn, þarf almennt á hvíld að halda eða ætlar t.d. í ferðalag. Flestir sjúklingar með heilabilun þurfa á lok- astigum sjúkdómsins á sólarhringsumönnun að halda og bíða þá ýmist heima eftir hjúkrunarheimili eða fara í biðpláss á legudeildunum tveimur. Algengt ferli þjónustu Minnismóttaka Greining, lyf, eftirlit Heimahjúkrun Heimaþjónusta Dagvist 2-5 dagar í viku Maki og/eða barn í stuðningshóp Hvíldarinnlagnir Aukin aðstoð heim Vistunarmat gert Biðpláss Hjúkrunarheimili Sambýli Mynd 2: Algengt ferli þjónustu Við styrkjum Öldrunarfræðafélag Íslands:Við styrkjum Öldrunarfræðafélag Íslands:

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.