Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 32

Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 32
33ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 Næsta námstefna Öldrunarfræðafélags Íslands í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Þann 7. mars næstkomandi stendur Öldrunarfræðafélag Íslands fyrir námstefnu í húsi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands við Dunhaga í Reykjavík. Námstefnan ber yfirskriftina: Staða aldraðra í samfélaginu – Aldraðir á nýrri öld. Námstefnan er öllum opin, einkum fag- fólki á sviði öldrunar- og félagsþjónustu. Fjallað verður um félagslega stöðu aldraðra í nútímasamfélagi og leitað verður svara við því hvernig áhrif aldraðra muni verða á nýrri öld að teknu tilliti til atvinnuþátttöku, stjórnmálaþátttöku, fjölskyldulífs, aldursfordóma, einstaklingsfrelsis, sjálfræðis og fleiri þátta. • Umsjón: Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur og Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir. • Fyrirlesarar: Fagfólk á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda. Munið Árósa í maí!!!

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.