Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 3

Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 3
3ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 20. árg. 1. tbl. 2002 EFNISYFIRLIT: Músikþerapía fyrir Alzheimerssjúklinga Helga Björg Svansdóttir 4 Hjúkrunarheimili framtíðarinnar Anna Birna Jensdóttirl 13 Sjón á efri árum Guðmundur Viggósson 17 Heilabilunareining – þjónustukeðja fyrir aldraða með heilabilun og aðstandendur þeirra Hanna Lára Steinsson 21 Líknardeildin á Landakoti Bryndís Gestsdóttir 25 Ráðstefnur 30 Minningarorð 31 Fætur aldraðra Eygló Þorgeirsdóttir 35 • ÚTGEFANDI: Öldrunarfræðafélag Íslands Pósthólf 8391, 128 Reykjavík ÁBYRGÐARMAÐUR: Berglind Magnúsdóttir UMSJÓN AUGLÝSINGA: Öflun ehf. – Faxafeni 5 UMBROT OG PRENTUN: Gutenberg UPPLAG: 500 eintök Tímaritið Öldrun kemur út tvisvar á ári STJÓRN ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS (frá mars 2001) Sigríður Jónsdóttir, formaður Marta Jónsdóttir, ritari Ólafur Þór Gunnarsson, gjaldkeri Berglind Magnúsdóttir, meðstjórnandi Ella Kolbrún Kristinsdóttir, meðstjórnandi Steinunn K. Jónsdóttir, varastjórn Kristín Einarsdóttir, varastjórn ISSN 1607-6060 ÖLDRUN Frá ritnefnd Öldrun kemur nú út tuttugasta árið í röð. Ekki hefur blaðið alltaf verið á sama formi og nú, en mörg fyrstu árin var það unnið á gamaldags ritvél sem er orðin sjaldgæf sjón nú á dögum. Svo tóku prentsmiðjur við vinnslunni á blaðinu og það kom lengi vel út í formi fjórblöðungs þar sem allra helstu upplýsingar af öldrunarsviðinu komu fram. Á ári aldraðra 1999 var hins vegar ákveðið að breyta Öldrun í faglegt og metnaðarfullt tímarit og hefur það komið út á þessu formi upp frá því. Enn hafa ritrýnar ekki verið notaðir en sú hugmynd hefur vissulega verið rædd. Sama ritnefnd hefur stjórnað blaðinu frá breytingunum 1999, en einhver mannaskipti munu verða á vordögum sem ákveðið verður nánar um á aðalfundi Öldrunarfræðafélagsins. Þessi ritnefnd hefur ekki aðeins verið frjósöm varðandi tímaritið, sem hefur fengið ákaflega góðar viðtökur, en á þessum tíma sem liðinn er hefur allur kvenpeningur ritnefndarinnar átt afkvæmi og Ársæll eignaðist tvö barnabörn. Það er vonandi að slíkur afrakstur eigi eftir að tengjast Öldrun um ókomna tíð. Ritnefnd Öldrunar í þessari mynd þakkar fyrir sig. Ársæll Jónsson, Jóhanna Rósa Kolbeins, Hanna Lára Steinsson, Berglind Magnúsdóttir.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.