Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 26
26 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
Árin 1999 og 2000 voru 35 innlagnir í líknarpláss.
Flestir voru allt að fjóra mánuði á deildinni og þegar
mest var voru 7 pláss í notkun en þó var ekki unnt að
verða við öllum beiðnum. Það var því ljóst að mikil þörf
var fyrir þessa þjónustu.
Reynslan sýndi einnig að erfitt var að að notast við
tvíbýli og voru aðstæður á öldrunarlækningadeild því
ekki góðar til að veita sjúklingum og aðstandendum
það næði sem þarf við þessar aðstæður.
Þar sem ljóst var að mikil þörf var fyrir þessa starf-
semi var ákveðið að finna henni góðan stað og varð
fimmta hæðin fyrir valinu. Þar hafði verið starfrækt
gjörgæsla í tuttugu og fimm ár en síðustu árin var þar
launadeild spítalans þar til hún fékk viðunandi hús-
næði annars staðar.
Í byrjun árs 2001 hófust síðan hönnunarvinna og
framkvæmdir við breytingu húsnæðisins.
Framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra studdi þær
framkvæmdir á húsnæði sem gera þurfti.
Einnig var leitað til líknarfélaga til styrktar þessu
verkefni og fengust góðar undirtektir.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross
Íslands gaf rafdrifin rúm af bestu gerð ásamt náttborði
og sjónvarpi á armi og þægilegan stól inn á hvert her-
bergi.
Styrktarsjóður Landakotsspítala gaf mest af búnaði
í stofu, borðstofu og eldhús og húsgögn á gang deild-
arinnar.
Fræðsla starfsfólks
Lögð er áhersla á að starfsfólk viðhaldi eða bæti við
þekkingu sína á líknandi meðferð.
Tveir hjúkrunarfræðingar deildarinnar eru með
viðbótarnám í krabbameinshjúkrun frá Námsbraut í
hjúkrunarfræði. Þá tók starfsfólk þátt í fræðslu sem
skipulögð var fyrir starfsfólk líknardeildar Kópavogi
vorið 1999 áður en sú deild var opnuð.
Fræðslufundir hafa verið bæði innan deildar og
einnig á vikulegum fræðslufundum öldrunarsviðs um
líknarmál svo og annað sem tengist með beinum eða
óbeinum hætti starfseminni. Þá hefur starfsfólkið les-
hring þar sem farið er vikulega í gegnum góða grein
tengda starfinu.
Starfsemi
Hugmyndafræðin sem höfð er að leiðarljósi byggist
á að auka lífsgæði sjúklings eins og hægt er, draga úr
kvíða og einkennum sjúkdóms og varðveita getu hans
til athafna daglegs lífs svo sem að klæðast og matast.
Einnig að veita sjúklingi og aðstandendum hans stuðn-
ing.
Sinna þarf bæði andlegum, líkamlegum og trúar-
legum þörfum sjúklings auk þess sem aðstandendur
þurfa oft mikinn stuðning og umhyggju.
Á deildinni er unnið samkvæmt einstaklingshæfðri
hjúkrun sem þýðir að einn ákveðinn hjúkrunarfræð-
ingur og sjúkraliði eru ábyrgir fyrir að skipuleggja
hjúkrun sjúklings í samráði við hann og fjölskyldu
hans allt frá því að hann leggst inn á deildina og þar til
yfir lýkur.
Samkvæmt skilgreiningu WHO er líknarmeðferð
heildræn meðferð þar sem ættingjar eru mikilvægur
hluti heildarinnar. Það fer því oft mikill tími starfsfólks
og teymis í stuðningssamtöl og fjölskyldufundi.
Fjölskyldufundir eru oftast viku eftir að sjúklingur
kemur á deildina og svo eftir þörfum. Á fjölskylduf-
undum er meðal annars rætt um sjúkdómsástand sjúk-
lings, horfur hans og líðan og þá meðferð sem er í
gangi. Einnig er rætt um það sem ættingjum liggur á
hjarta.
Áhersla er lögð á friðsæl endalok þegar lífinu
verður ekki lengur áfram haldið.
Unnið er í þverfaglegu teymi sem í eru, auk lækna
og hjúkrunarfræðinga, prestur, sjúkra- og iðjuþjálfar
og félagsráðgjafi.
Einnig koma að starfseminni sálfræðingur, lyfja-
fræðingur, næringarráðgjafi og fleiri.
Meðan á dvölinni stendur er sjúklingur oftast ról-
fær þar til af honum dregur síðustu vikurnar eða dag-
ana.
Ættingjar dveljast oft sólarhringum saman hjá
hinum sjúka þegar að banalegunni kemur. Þessi tími er
þeim oft mjög þungbær og því er mikilvægt að hafa
góða aðstöðu og notalegt umhverfi til að bjóða.
Fyrir framan deildina hefur nýlega verið útbúið
vistlegt herbergi sem ætlað er aðstandendum og geta
þeir setið þar að vild og horft á sjónvarp eða hvílt sig.
Einnig hafa fjölskyldufundirnir verið haldnir þar og
skiptir miklu máli að vera í ró og næði í hlýlegu
umhverfi.
Í stað býtibúrs er eldhús þar sem sjúklingar og
starfsfólk matast saman í fallegu umhverfi og gestir
einnig þegar þannig ber undir. Maturinn kemur heitur
í ílátum frá eldhúsi spítalans og starfsfólkið ber síðan á
borð fyrir sjúklinga. Bakað er af og til á deildinni og
þykir öllum það hin mesta veisla. Gott er að ná til bæði
sjúklinga og aðstandenda með þessu móti og skapar
það hlýlegt og notalegt andrúmsloft.
Sameiginleg setustofa með sjónvarpi og öðru
afþreyingarefni er mikið notuð svo og hægindastólar
sem eru staðsettir á gangi deildarinnar. Þar finnst fólki
gott að setjast og fylgjast með mannaferðum.
Eftirfylgd
Boðið er upp á kveðjustund með presti eftir andlát
og flestir þiggja það. Einnig er sent samúðarkort til
aðstandenda eftir andlát sjúklings.
Stundum hafa aðstandendur samband við starfs-
fólk deildar eða prest, en þeim hefur verið boðið að
hafa samband.
Boðið er til samverustundar á aðventu í samvinnu
við líknardeild Kópavogi, krabbameinsdeildir, líknart-
eymi, Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, Karitas