Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 19

Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 19
19ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 aðeins um 20% allra því í mörgum tilvikum er hrörnun- in án leka (þurr) ellegar of langt gengin þegar læknis er leitað. Hvers vegna hrörna menn? Það er kunnara en frá þurfi að segja að líkami okkar er dauðlegur. Öll líffærin eldast frá vöggu til grafar og hvert og eitt á sinn sérstaka hátt. Augun eru þar engin undantekning. Nauðsynlegt er að menn geri sér fulla grein fyrir því að öldrun og dauði eru ráð, sem náttúran hefur komið sér upp til að skapa rými fyrir komandi kynslóðir. Með kynæxlun opnast möguleikar á að mynda nýjar samsetningar erfðaefnis, sem einstaka sinnum henta betur í nýju og breyttu umhverfi, en þær gömlu góðu, og verða þá ofan á í samkeppninni um lífsins gæði. Eins og flestir vita hefur mönnum nú tek- ist að greina að mestu erfðaefni (uppskrift) mannsins eða þá 3 milljarða grunneininga (basapara), sem það er sett saman úr. Talið er að í því leynist a.m.k. 140 þús- und erfðavísar (gen), sem eru uppskriftir að allri gerð og starfsemi líkamans. Í genasafni okkar leynast líka 3.000-5.000 sjúkdómsvaldandi gen, svo kölluð mein- gen. Þau hafa orðið til á löngum tíma vegna mistaka í endurröðun erfðaefnisins. Hingað til hefur mönnum aðeins tekist að finna um 400 þeirra en unnið er nú hörðum höndum víðu um heim, meðal annars hér- lendis, að finna meingen sjúkdóma og gengur sú leit vel. Þekking á meingenum opnar möguleika á að klæð- skerasauma lyf sjúkdómum og síðar jafnvel að koma heilbrigðu erfðaefni inn í sjúkar frumur í lækninga- skyni. Meira að segja ellinni er stjórnað af genum, og því er ekki mjög fjarlægur draumur að menn geti er fram líða stundir stjórnað henni eins og öllu öðru, hvort sem það mun nú verða mannkyninu til hagsæld- ar eða ekki til lengri tíma litið. Fjölgun sjónskertra Mannskepnunni hefur með viti sínu tekist að lág- marka skaðsemi ytri áreita og með því teygt úr ævinni. Fullyrða má því að fjöldi aldraðra muni aukast mikið í náinni framtíð. Margt bendir nú til þess að innan fárra mannsaldra geti menn náð allt að 120 ára aldri. Ef það gengur eftir má reikna með að menn þurfi, að öðru óbreyttu, að lifa með skerta sjón, jafnvel svo áratugum skiptir, því öll verðum við meira eða minna sjónskert ef okkur endist aldur og heilsa til. Það er eins og skaparinn hafi ekki ætlað okkur að sjá skýrt öllu lengur en í 80 ár. Sennilega áttum við að hafa lokið jarðvist okkar fyrir þann tíma. Hvað er til ráða? Oft er hjálpin næst þegar neyðin er stærst og ein- hvern veginn hefur manninum iðulega tekist að leysa vandamál sín á ögurstundu áður en í algert óefni er komið. Aldursbundin augnbotnahrörnun liggur æði oft í ættum ekki síst vota gerðin. Eins og margir vita, fer um þessar mundir fram skipuleg leit að arfberum aldurstengdrar hrörnunar í augnbotni meðal Íslend- inga. Það er samstarfsverkefni Íslenskrar erfðagrein- ingar, Augndeildar Landspítalans og Sjónstöðvar Ís- lands. Væntum við okkar mikils af henni ekki síst fyrir þá sem eru með sjúkdóminn á byrjunarstigum og ekki síst afkomendur þeirra. Þótt nú sé aðeins í fæstum tilvikum hægt að bjóða upp á eiginlega meðferð við aldursrýrnun má alltaf hjálpa fólki töluvert með því að fá það til að nýta betur þá sjón sem ennþá er til staðar. Sjónstöð Íslands, ríkis- stofnun sem heyrir undir Heilbrigðisráðuneytið, veitir blindum og sjónskertum alhliða þjónustu og endur- hæfingu þegar sjón er komin niður fyrir ákveðin mörk (<6/18 með bestu gleraugum). Augnlæknar vísa sjúk- lingum á stöðina þegar þessum mörkum er náð, og á þarf að halda. Sjónstöðin er til húsa í Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Aðstoð Sjónstöðvar við fólk með aldursrýrn- un er fyrst og fremst fólgin í útvegun sjónhjálpartækja. Má þar nefna sérútbúin sterk lesgleraugu, kíkisgler- augu og stækkunargler. Þeim sem verst eru settir með sjón, og í þeim tilvikum þar sem algengustu sjónhjálp- artæki duga ekki lengur, er stundum hægt að ná lestri með svokölluðu lestæki, en það er búnaður sem sýnir mikið stækkaða mynd á skjá af því sem skoðað er. Sjón- stöðin veitir fólki einnig kennslu í notkun tækjanna og ýmsar ráðleggingar varðandi lýsingu og vinnuaðstöðu hvort heldur sem er á heimili eða vinnustað. Þeim sem verst eru settir með sjón gefst kostur á að fá kennslu í athöfnum hins daglega lífs og umferli. Þá er einnig til boða andleg aðhlynning og ýmiss félagsleg aðstoð. Tölvuhjálpartæki fyrir sjónskerta Á allra síðustu árum hefur Sjónstöðin í vaxandi mæli útvegað fólki tölvutengd hjálpartæki. Fullyrða má að tölvutæknin sé bylting í aðstoð við sjónskerta, enda hefur notkun tölvuhjálpartækja aukist hratt. Í upphafi var það að vonum fyrst og fremst unga fólkið sem færði sé þau í nyt, en upp á síðkastið hafa aldraðir einnig nýtt þau vel, enda margir hverjir nú vel tölvulæsir. Að minnsta kosti 110 sjónskertir einstaklingar nota nú tölvutengd hjálpartæki að meira eða minna leyti hér á landi. Fullyrða má að tækni þessi sé ein mesta framför í hjálpartækjum fyrir sjónskerta frá því stækkunargler- ið og sjónaukinn komu fram á sjónarsviðið. Sem dæmi um tölvuhjálpartæki má nefna: Blindraskjá, en með hans hjálp geta alblindir lesið með fingurgómum, á punktskrift (Braille), það sem í tölvunni er. Skjálestrar- forrit (t.d. Jaws) er tengiliður tölvunnar við talgervil- inn, sem les í heyranda hljóði allt sem í tölvunni leynist, hvort heldur sem er á íslensku eða ensku. Þá eru á markaðnum stækkunarforrit (t.d. Zoomtext), sem getur stækkað verulega upp myndina á skjánum og tengst talgervlinum. Með forritinu Recognita geta menn, eftir skimun texta af blöðum og bókum, breytt textamynd í tölvutækt form, þannig að talgervillinn getið skilið og lesið í heyranda hljóði. Þá má ekki

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.