Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 20
20 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
gleyma Talpóstinum, sem er sérhannað íslenskt póst-
forrit, sem tengist talgervlinum og er sérlega einfaldur
og þægilegur í notkun og hentar því vel öldruðum og
þeim sem litla reynslu hafa af tölvunotkun. Á döfinni er
nýr íslenskur talgervill sem byggir á upplesnum orðum
í stað tölvumáls. Talgervillinn flettir þá upp hljóðskrám
orða um leið og hann fer í gegnum ritaðan texta. Á þenn-
an hátt verður upplesturinn með rödd lifandi manns,
þótt lesturinn sé ekki eftir efninu, a.m.k. ekki svona fyrst
um sinn. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið
er mikil vakning víða um heim í svo kallaðri tungutækni,
en með henni er töluðu máli breytt í tölvutækt form.
Þetta jafnast á við það að vera með ritarann í vasanum.
Með tilkomu raddstýringar fer að styttast í því að
lyklaborðið og skjárinn verði úrelt og munu víst fáir
sjónskertra sakna þeirra. Með raddstýringu opnast líka
endalausir möguleikar. Hægt verður til dæmis að láta
tölvur framkvæma ýmis verk eins og opna dyr, hella upp
á könnuna, kveikja á útvarpinu eða sækja upplýsingar á
netið. Þá er ekki langt í að tölvur geti leiðbeint fólki
ákveðnar leiðir utan dyra. Er hægt að hugsa sér nokkuð
þægilegra fyrir sjónskerta?
Kostnaður vegna tölvuhjálpartækja
Tölvuhjálpartæki eru framleidd í litlum mæli og því
tiltölulega dýr, til dæmis kostar einn blindraskjár á aðra
milljón og forritin oftast á bilinu 80-150 þkr. stykkið.
Meðalkostnaður Sjónstöðvar vegna tölvuhjálpartækja
hefur verið um 250 þkr. á hvern notanda. Þar sem
tölvuhjálpartækin koma ekki nema að litlu leyti í stað
hefðbundinna hjálpartækja er verulegur kostnaðar-
auki þeim samfara. Nú þegar er ljóst að möguleikar á
tölvubúnaði fyrir sjónskerta eru meiri en þjóðfélagið er
tilbúið að greiða fyrir og því verður ekki unnt að útvega
öllum sjónskertum tölvutengd hjálpartæki að óbreyttu.
Óskað hefur verið eftir auknu fé frá ráðuneyti en mjög
óvíst að það fáist vegna sparnaðarmarkmiða ríkis-
stjórnarinnar í heilbrigðismálum. Ég legg því til að
Samtök aldraðra og Blindrafélagið leggist á eitt og beiti
sér af alefli til lausnar á þessu mikla velferðarmáli.
Lokaorð
Það hefur löngum þótt vera aðall velferðarþjóðfé-
lags að búa vel að þeim þegnum sínum sem minnst
mega sín vegna aldurs eða fötlunar. Sjónstöðinni og
Blindrafélaginu finnst nú lag að stíga stórt framfara-
skref með tölvuvæðingu blindra og sjónskertra og
þjálfun þeirra til sjálfbjargar í heimi sem hælir sér af að
vera fjölmenningarlegur. Segja má að möguleikar
sjónskertra og aldraðra til sjálfsbjargar séu nú meiri og
betri en þeir hafa nokkru sinni áður verið. Vissulega er
alltaf mikið áfall að missa að mestu lesgetuna en full-
yrða má þó að sjóndaprir geti lifað sjálfum sér og öðr-
um til ánægju og því er ekki ástæða til að örvænta þótt
sjónin daprist með aldrinum.
Skrifað í janúar 2002 fyrir tímaritið Öldrun
Hælapúðinn frá MSS er hannaður til að
hafa þrýstingsminnkandi áhrif á hæla. Þrátt
fyrir lítið snertisvæði þá er þrýstingurinn á
snertipunktinum hár, allt að 150 mm Hg.
Gelpúðar tveir laga sig að hælunum og
þrýstingurinn getur minnkað í 46 mm Hg að
því tilskyldu að hælar haldi kyrru fyrir á
gelpúðasvæði. Þegar hælapúði er notaður
með Odstock Fleyg, getur þrýstingurinn
minnkað í 24 mm Hg.
Ábyrgð: 12 mánuðir
Stærð: 62 cm x 48 cm x 3,5 cm
Vörunúmer: HP100
12 mánuðir
86,5 cm x 57 cm x 11,5 cm
OSW100
Ábyrgð:
Stærð:
Vörunúmer:
Odstock Fleygurinn minnkar þrýsting
undir hælum án þess að auka þrýsting á
lærum og kálfum. Fleygurinn veitir stuðning
undir lærum þegar sjúklingur er í hálf
liggjandi stöðu. Fleygurinn kemur í veg fyrir
að sjúklingar renni niður í rúmi sem þýðir
minna álag á spjaldbein. Hentar einnig fyrir
sjúklinga með bak vandamál.
Hjúkrunar- og lækningarvörur
Lynghálsi 13, 110 Reykjavík
Sími: 540 8000
DVALARHEIMILIÐ
– ÁS –
HVERÐAGERÐI