Són - 01.01.2006, Blaðsíða 20
SÓLVEIG EBBA ÓLAFSDÓTTIR20
Hættir Skógar-Kristsrímna eru einfaldir. Er fyrri ríman kveðin
undir ferskeyttum hætti óbreyttum en sú síðari undir stafhendum
hætti óbreyttum.
Skógar-Kristsrímur eru varðveittar í einu skinnhandriti, AM 605 4to,
nefnt Selskinna, og pappírshandritunum: AM 146a 8vo, Lbs. 1783
8vo, JS 47 8vo og Lbs. 2032 4to.39 Þær eru hér á eftir prentaðar eftir
Selskinnu, AM 605 4to. Stafsetning þeirra er færð í nútíðarhorf og
vísur tölusettar.
Rímur af Skógar-Kristi
Fyrri ríma (I)
39 Finnur Sigmundsson (1966:439).
40 fálega] frekliga í AM 146a 8vo.
41 borr: óviss merking.
1
Forðum átta eg fræða kver,
fálega40 neytta eg þessa,
en nú stoðar það ekki mér
upp er eg gefinn af vessa.
2
Minnið dofnar, mælskan þver,
mjög er eg seinn að skjælda
enda veit eg ei nær er
óðar brotnuð snælda.
3
Mjókkar líka mærðar ól
máls í hjóli snjöllu,
geysilega gömlu tól
gangast fyrir í öllu.
4
Mér hefur ellin markað stinn,
mörg er um kollinn hæra.
Hvítnar skegg en hrukkar skinn,
hold vill kláðinn særa.
5
Hár af mínu höfði hrynr,
hef eg nú fengið skalla.
Í öllum gjörumst eg orðum linr,
óðum tennur falla.
6
Svefninn verður síst um nætr
svo sem hann var til forna.
Kreppast hendur og kólna fætr,
kann þeim lítt að orna.
7
Boginn stend eg því brögnum hjá
búkurinn firrist magni
en mér koma sem allir sjá
augun minnst að gagni.
8
Borrinn41 gefur þau brögð af sér
að brúðir fælast allar.
Hvín fyrir brjósti hnálega mér,
hryð eg sem gamlir kallar.
9
Röddin skelfur en ræmast hljóð,
rokin er kvæða snilldi.
Get eg því ei enu göfugu þjóð
gamnað þó eg vildi.