Són - 01.01.2006, Blaðsíða 13
RÍMUR AF SKÓGAR-KRISTI 13
þau? Ef svo var þá má ætla að nóg eftirspurn hafi verið eftir rímunum
þar sem munnmæli mörg (sjá einnig aldursmun hjóna víða í ævi-
skrám) og jafnvel vitneskja um afa okkar og ömmur sýna svo ekki
verður á móti mælt að alloft mun heimilismunstrið hafa verið í líkingu
við þetta. Rígfullorðinn betri bóndi „fjárfestir“ í ungri eiginkonu og
freistingin hefur ef til vill ekki verið ungur klerkur heldur ungur og
föngulegur bóndasonur eða vinnumaður.
Skáldskaparmál í Skógar-Krists rímum
Skógar-Kristsrímur eru yfirleitt auðskildar, myndmál einfalt og kenn-
ingar og heiti ljós. Höfundurinn, Rögnvaldur blindi, notar mansöngv-
ana til að tengja sig og siðaboð ævintýrisins við yfirstandandi tíma og
áheyrendurna, undirbúa jarðveginn. Mansöngur fyrri rímunnar fer
að mestu í að stynja undan hans eigin krankleik; elli kerlingu og þeim
hrumleika og vandamálum sem henni fylgja svo sem sjóndepurð,
tannleysi, skalla, svefnleysi, þróttleysi, óþef, hæsi auk einmanaleika,
ástleysis kvenna og afturfarar í yrkingum. Enda segir Björn Karel
ellilýsingarnar ítarlegri en vant er og geti varla verið „markleysur
einar“.19 Í fyrri rímunni kynnir hann síðan persónur ævintýrsins og
sögusvið og er þar komið sögu í enda rímunnar að unga konan er á
leið til skrifta hjá Skógar-Kristi. Spennan er því í algleymingi –
áheyrendur verða að bíða þess í ofvæni hvort hún kjafti frá og játi
siðferðisbrot sitt fyrir bónda sínum í gervi Skógar-Krists. Afþreyingin
er söm við sig í „Súdan og Grímsnesinu“ eða á 16. og 21. öldinni.
Stoppað er á helsta spennupunktinum og framhalds að vænta í næsta
þætti, hvort sem hann er á morgun eða eftir viku, í rímnaflokki eða
sjónvarpsþáttaröð, og þá mun hann hefjast með smá upprifjun frá
síðasta þætti. Mansöng seinni rímunnar nýtir skáldið síðan til
siðaboða eða til að gera grein fyrir hversu misjafnar konur reynast í
hjónabandi. Þar beinir hann varúðarorðum bæði til kvenna og karla,
til kvenna um skírlífi og fyrir körlum brýnir hann að vanda val
eiginkvenna sinna. Síðan koma tvær upprifjunar- eða tengivísur við
fyrri rímuna:20
Fjölnis braut eg ferju þá
flestir vildu heyra og sjá
19 Björn K. Þórólfsson (1934:278–279).
20 Vísur II.13 og II.14.