Són - 01.01.2006, Blaðsíða 46
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR46
hann er þarna heim fluttur
til herrans barna og greftraður.34
Testamentað fékk sitt fé
frægur ekta kvinnu,
henni lént eg hygg að sé
happ óklént og fjárafle.
Kann ei mýkja þraut né þrá
þó menn safni auði,
allir víkja eignum frá,
eins hinn ríki og snauði má.
Einn er lengi auðnu við,
annar fæðist beimur,
þriðji drengur fargar frið,
fjórði gengur hels á mið.
Öl hér bíði ónarpels,
ævi tíðir bestu
gefi hlíði Gróttu méls
gylfi blíði fagra hvels.
Lukkan dafni best sem ber,
blómgist yndis hagur,
röðuls hafna röstin hér,
ræðu safnið falið er.
Þessi ljóta ljóðaskrá
lýtin flestu hefur,
34 Ólafur Bjarnason vinnumaður á Höfða á Höfðaströnd lést 11. nóvember 1833 á
65. aldursári.
lát ei spjóta lunda þá
lesa hót né skoða fá.
Mín er lyst að línurnar,
loks þá endað hefi,
beri Kristír Bliss mundar
bauga rist í hendurnar.
Uppheims landa sjóli sá,
sem allt gott má veita,
sorg og vanda svifti frá
selju banda þels úr krá.
Bið eg, hlíðin hlésglóðar,
hjartans elskulega,
lénist blíða lukkunnar
lífs um tíða stundirnar.
Þín frábæra elskan er
auðsýnd marga vega,
systir kæra, því skal þér
þakkir færa nú sem ber.
Fylkir hæða fel eg þig
fjörs um tíðir allar,
lífsins gæða stefndu stig,
storðin klæða þægilig.
öl ónarpels : skáldskapur
hlíð Gróttu méls : kona
gylfi fagra hvels : guð
röðuls hafna röst : kona
spjóta lundar : menn
bauga rist : kona
uppheims landa sjóli : guð
selja banda : kona; þels krá : hugur
hlíð hlésglóðar : kona
fylkir hæða : guð
fjörs tíðir : ævi
storð klæða : kona