Són - 01.01.2006, Síða 55

Són - 01.01.2006, Síða 55
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 55 Annað atriði, sem við aldrei ætlum að gleyma, er fegurðin. Hún er sameinuð nytseminni, – að svo miklu leyti sem sem það sem fagurt er ætíð er til nota, andlegra og líkamlegra, eða þá til eflinga nytseminni. Samt er fegurðin henni eftir eðli sínu engan- veginn háð, heldur svo ágæt, að allir menn eiga að girnast hana sjálfrar hennar vegna.7 Fyrir skáld eins og Jónas Hallgrímsson, ef orð Currans eru höfð í huga, þá bar hið margbreytilega ljóðform vott um frelsið sem beið hvers þess er bjó yfir nægri andagift til að láta formið ekki verka sem hemil á skáldgáfu sína. Þannig varð formið skáldinu eins konar grið- land þar sem andinn lék frjáls í hásal vinda. Einu gilti hvort formið laut fastbundinni forskrift eins og í tilfelli sonnettunnar eða ekki. Skáldinu var alltaf búið frelsi til að sveigja formið að vilja sínum – breyta samstöfufjölda, bæta við braglínum eða fækka þeim, allt eftir því hvað þjónaði best tilgangi þess. Þessi breyttu viðhorf til hug- taksins skáldskaparform, sem urðu áberandi með rómantísku stefnunni, er mikilsvert að hafa í huga því segja má að allt fram að tíma hennar hafi formið verið skáldum heilagt – eitthvað sem ekki mátti hrófla við vegna þess að það átti að vera skáldum nauðsynleg fyrirmynd í eilífri glímu þeirra við orð og hugmyndir. Curran ræðir í bók sinni um skýringu þess hvers vegna skáld tóku eitt form kveðskaparins fram yfir annað og telur að þau hafi ekki fyrst og fremst heillast af sonnettunni vegna snilli Petrarca, enda þótt hann hafi löngum verið öðrum skáldum fyrirmynd, heldur vegna hins innbyggða samræmis og fullkomleika sem ljóðformið sjálft bjó yfir. 2.2 Þrep í sögu íslensks sonnettukveðskapar frá 1844 til 1919. Tilraunir og breytingar á formi sonnettunnar. Sonnettukveðskapur næstu árin eftir dauða Jónasar Hallgrímssonar var fremur rislítill og fábreyttur. Ef skipta ætti þróun sonnettukveð- skaparins í tímaskeið mætti segja að fyrsta tímabilið markist af upphafinu er Jónas Hallgrímsson yrkir hinar tvær sonnettur sínar, Ég bið að heilsa! og Svo rís um aldir árið hvurt um sig, fram til ársins 1866 er Kristján Jónsson Fjallaskáld gerir umtalsverðar breytingar á formi sonnettunnar með kvæðinu Á síðasta vetrardag 1866 I. Þetta tímabil er 7 Fjölnir (1835:10–11).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.