Són - 01.01.2006, Page 38

Són - 01.01.2006, Page 38
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR38 kona hjá sömu hjónum á Nýlendi á Höfðaströnd 1816 og giftist árið eftir Stefáni Þorbergssyni vinnumanni á sama stað. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Skagafirði en síðast í Hvammkoti á Höfðaströnd og þar lést Guðrún árið 1853.13 Árið 1833 bjuggu Guðrún og Stefán á Nýlendi og Solveig getur því varla hafa verið að skrifa Guðrúnu sem hlýtur að hafa heyrt fréttirnar jafnt og systir hennar á Óslandi.14 Yngri systir Solveigar, Arnfríður, var fædd árið 1810 á Naustum. Árið 1816 er Arnfríður skráð sem niðursetningur á Hofi á Höfða- strönd.15 Árið 1832 fluttist hún frá Hofsósi að Þúfum í Óslandshlíð og átti þá eitt barn í lausaleik.16 Ekki er hægt að segja til um með vissu hvar Arnfríður var þegar Solveig skrifaði henni bréfið seint á árinu 1833. Arnfríður giftist Ólafi Jónassyni (1810–1866) 2. nóvember 1840 en þá áttu þau þegar saman rúmlega ársgamla dóttur, Sigurlaugu, sem fædd var 14. september 1839. Ólafur var sonur Jónasar Jónssonar prests á Höfða í Höfðahverfi frá 1803 til 1840 er hann tók við prest- skap í Reykholti í Borgarfirði. Þangað fóru einnig Arnfríður og Ólaf- ur og voru vinnuhjú í Reykholti þar til þau hófu búskap á Skáney í Reykholtsdal árið 1845. Þau bjuggu á Skáney í tvö ár en síðan á Norðurreykjum í Hálsasveit og eignuðust sjö börn til viðbótar þótt ekki hafi þau öll komist upp. Arnfríður lést 1862.17 Ekki þykir mér ólíklegt að Arnfríður hafi farið í vinnumennsku norður að Höfða til prestshjónanna 1833 en séra Jónas og Jórunn, móðir Arnfríðar og Solveigar voru systrabörn.18 Hvort sem sú tilgáta er rétt eða ekki má af bréfinu ráða að Arnfríður hafi farið úr Skagafirði þá um vorið. Eins og algengt er um ljóðabréf er bréf Solveigar byggt upp eins og búast mætti við af sendibréfi í óbundnu máli. Hún byrjar á að heilsa systur sinni og óska þess að allt sé nú gott af henni að frétta og segir 13 Skagfirzkar æviskrár III (1981–1999:226–227). 14 Þess má geta að dóttir Guðrúnar var í Kaupmannahöfn og kynntist Jóni Sigurðs- syni. Þetta var Engilráð Stefánsdóttir eiginkona Halls Ásgrímssonar, sem var versl- unarstjóri á Grænlandi og seinna fyrsti kaupmaðurinn á Sauðárkróki (sjá þátt um Hall hjá Kristmundi Bjarnasyni I (1969–1973:100–108)). Engar vísbendingar eru þó um að Jón Sigurðsson hafi fengið bréfið hjá Engilráð og verður það að teljast heldur langsótt. 15 Manntal á Íslandi 1816 V (1947–1974:872). 16 Gísli Þór Ólafsson á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga kom mér á sporið í leit minni að upplýsingum um Arnfríði. 17 Borgfirzkar æviskrár VIII (1991:221–212); Páll Eggert Ólason III (1948–1952: 337–338). 18 Margrét móðir Jónasar og Guðrún móðir Jórunnar voru dætur Ólafs Jónssonar bryta og bartskera á Bakka í Viðvíkursveit. Bróðir þeirra var Þorkell faðir Krist- ínar á Bjarnastöðum í Unadal, en Solveig segir frá láti hennar í bréfinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.