Són - 01.01.2006, Blaðsíða 146

Són - 01.01.2006, Blaðsíða 146
146 AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR 6, en þar birtu meðal annarra skáldin Heiðrún Rut Baldursdóttir, Jakob Grétar Sigurðsson, Tinna Kristjánsdóttir, Theodór Kr. Þórðar- son og Þorsteinn frá Hamri ljóð sín, og Húnavöku, þar sem Guð- mundur Helgi Helgason, Hjálmar Freysteinsson, Ingibjörg Eysteins- dóttir, Ragnar A. Þórarinsson, Rúnar Kristjánsson og Sigríður Hösk- uldsdóttir birtu ýmist ljóð eða vísur. Af öðrum bókum og tímaritum sem birtu ljóð árið 2005 eru meðal annarra Múlaþing 32 (Bragi Björns- son frá Surtsstöðum og Helgi Gíslason frá Hrappsstöðum), Húni 2004 (útg. 2005) (Ingibjörg Blöndal), Glettingur 15 (Kristín Jónsdóttir), Freyr ( Jónas Tryggvason), Vísbending 23 (Einar Már Guðmundsson), Goðasteinn 41. árgangur (Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli) og Á sprekamó (Anna Ingólfsdóttir, Jósep Ó. Blöndal og Ragnar Ingi Aðalsteinsson – endurprentað kvæði – og Þórhildur Sigurðardóttir. Ýmsar vísur og kveðlingar eru auk þess prentuð í samhengi við lausamálstexta). Þá er ýmiss konar kveðskapur, einkum frá liðnum öldum, birtur í Brageyra, afmælisriti Kristjáns Eiríkssonar. Upptalningin hér að framan sýnir að frumútgáfa ljóða á liðnu ári var bæði umfangsmikil og fjölbreytileg. Margar bókanna fengu umfjöllun í fjölmiðlum, einkum ritdómum, en aðrar hafa kannski vakið athygli innan ákveðinna hópa og orðið tilefni skoðanaskipta og þar með hluti af umræðunni. Í eftirfarandi umfjöllun verður stiklað á stóru, helst í þeim tilgangi að gefa lesendum nokkurt sýnishorn af því sem ljóð- skáld buðu landsmönnum upp á síðasta árið. Val á skáldum er bæði persónulegt og tilviljanakennt en skýrsluhöfundi gafst hvorki tími til að lesa allt það sem gefið var út á árinu né fjalla um allar þær bækur sem hann þó las. Umfjöllunin nær því einungis yfir brot af því sem prentað var en hver veit hvaða perlur kunna að leynast í því sem ekki verður reifað? Vonandi sem flestar. Það þykja að jafnaði tíðindi þegar Þórarinn Eldjárn sendir frá sér ljóðabók og því er ef til vill ekki að undra að nýjasta bók hans – Hættir og mörk – skyldi lenda á leslista þeirrar sem þetta skrifar. Þórarinn á auðvelt með að tala til fólks og ljóð hans eru yfirleitt mátulega auðlesin. Ætli sterkasta hlið hans sem ljóðskálds liggi ekki mikið til í hnyttninni, hvernig honum tekst að sjá og sýna lesendum sínum lífið í skoplegu ljósi, jafnvel stundum svolítið grátbroslegu. Það er að jafn- aði skemmtilegt og þægilegt að lesa ljóð Þórarins, ef til vill vegna þess hversu vel honum tekst að ná til lesandans með óþvinguðum og allt að því „kunnuglegum“ hætti; hann er eitthvað svo „íslenskur“ í hugs- un og það sem hann hefur að segja segir hann umbúðalaust og án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.