Són - 01.01.2006, Blaðsíða 37
SÆL OG BLESSUÐ, SYSTIR GÓÐ 37
1817. Jórunn (d. 12. mars 1825) var dóttir Péturs Egilssonar bónda á
Ljótsstöðum á Höfðaströnd og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur
bryta á Bakka í Viðvíkursveit, Jónssonar. Solveig Eiríksdóttir giftist
Jóni Péturssyni (1811–1860) um 1832 og bjuggu þau á Óslandi í
Óslandshlíð 1833–1835 og síðan á Krossi í sömu sveit þar til Solveig
lést árið 1843. Solveig ólst upp hjá foreldrum sínum á Naustum en
varð síðan vinnukona hjá Níelsi Havsteen kaupmanni í Hofsósi.10 Í
Sögu frá Skagfirðingum er sagt svo frá:
Þá var höndlan allgóð, og höfðu fengizt peningar miklir út hing-
að, enda hafði Niels Havsteen haft mikinn hag á kaupum. Hann
átti Ólöfu dóttur Sigfúsar Bergmanns og Guðrúnar Aradóttur,
systur Þorsteins í Höfða. Sú eldaþerna var með þeim, er Solveig
hét Eiríksdóttir, systir Nausta-Gvöndar. Hún varð þunguð, og
var mælt, að Ólöf hefði heitið Niels Havsteen að skilja við hann,
ef hann gengist undir. Þá bjó á Óslandi Pétur son Jóns Þorvalds-
sonar [prests í Hvammi]; Jón hét sonur hans og lítt efnilegur.
[Móðir hans var Steinunn, laundóttir Þórarins prests á Tjörn í
Svarfaðardal, Sigfússonar prests í Felli, og vissu þeir, sem kunn-
ugir voru, að Niels hafði haft kynni af henni fyrrum, þegar þau
voru ógift bæði.] Vildi [nú] Niels, að hann [ Jón Pétursson] fengi
Solveigar, en lítt var henni það að skapi. Jón gekk að því, en vildi
láta bíða vors. Það vildi Niels Havsteen ei láta eftir, en bauð að
leggja mikið til [með] henni og barni hennar, 50 dali til brúð-
kaups og 100 speciur, svo að barninu mátti að forlagi verða til
16da árs, og fór brúðkaupið fram [en lítið unni Solveig Jóni].11
Hans Pétur Jónsson (1832–1904) var hafnsögumaður í Hansbúð á
Siglufirði 1901, ókvæntur. Auk hans og Jónasar, sem Solveig nefnir í
bréfinu, eru talin tvö börn hennar og Jóns, Steinunn og Þórarinn sem
bæði létust á fyrsta ári.12
Bréfið skrifar Solveig systur sinni eins og sést á ávarpsorðum í
upphafsvísunni en hún átti tvær systur, þær Guðrúnu og Arnfríði. Guð-
rún var fædd um 1790 og var því um fimmtán árum eldri en Solveig og
komin í fóstur til hjónanna Sigurðar Andréssonar og Guðrúnar Gísla-
dóttur í Ártúni á Höfðaströnd áður en Solveig fæddist. Hún var vinnu-
10 Skagfirzkar æviskrár III (1981–1999:131–132).
11 Jón Espólín, Einar Bjarnason III (1976–1979:14–15).
12 Skagfirzkar æviskrár III (1981–1999:132).