Són - 01.01.2006, Blaðsíða 78
HJÖRTUR MARTEINSSON78
efa línulengd sonnettunnar með bragliðunum fimm. Í Kaldavermslum
er að finna sonnetturnar Gríma og Trúboðið sem hefur hvor um sig
fjóra bragliði í línu. Jakob varð einnig fyrstur til að yrkja sonnettu þar
sem hann skýtur inn þriggja bragliða hendingum. Þess sér dæmi í
síðustu sonnettunni í flokknum Þrjár sonnettur í Kaldavermslum. Jakob er
einnig fyrstur íslenskra skálda til að yrkja sonnettu þar sem hinni
hefðbundnu hrynjandi, þar sem tvíliðir ríkja, er hafnað þegar hann
yrkir sonnettuna Skin eftir skúr sem einnig er að finna í Kaldavermslum.
Þar ríkja þríliðirnir í stað hinna hefðbundnu tvíliða eins og fyrrum.
Lokaorð
Formlega eiga íslensk skáld 19. aldarinnar og sporgöngumenn þeirra
fram undir 1919 ekki mikið við hina hljómrænu þætti sonnettunnar
eins og sjá má hér að ofan. Við blasir fremur kyrrstæður heimur form-
legra tilrauna, þar sem hin fábreytta þörf fyrir formlega fjölbreytni
kallaðist á við hið kyrrstæða og í sumum tilfellum staðnaða íslenska
bændasamfélag þar sem aldagömul hefð rímnakveðskaparins drottn-
aði yfir sviðinu. Af þeim sökum verða þær sonnettur minnisstæðari
sem slíta af sér arfgengar viðjar hefðarinnar enda þótt skáldskapargil-
di þeirra verði ekki talið veigameira eða risti dýpra, borið saman við
aðrar sonnettur á þessum blöðum.
HEIMILDIR
Benedikt Gröndal. 1948–54. Ritsafn I–V. Gils Guðmundsson sá um
útgáfuna. Ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík.
Bjarni Jónsson frá Vogi. 1898. Baldursbrá. Gefin út á kostnað höfundar,
Reykjavík.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1892. Guðrún Ósvífsdóttir. [Söguljóð]
Sigurður Kristjánsson, Reykjavík.
Brynjólfur Oddsson. 1869. Nokkur ljóðmæli, Reykjavík.
Brynjólfur Pétursson. 1964. Bréf. Aðalgeir Kristjánsson gaf út. Hið ís-
lenska bókmenntafélag, Reykjavík.
Curran, Stuart. 1986. Poetic Form and British Romanticism. Oxford Uni-
versity Press, New York – Oxford.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Að norðan. [Ljóðasafn. I. bindi]. Helga-
fell, Reykjavík.
Einar Ólafur Sveinsson. 1956. „Um kveðskap Jónasar Hallgrímssonar.“
Við uppspretturnar. [Greinasafn]. Helgafell, Reykjavík.