Són - 01.01.2006, Blaðsíða 27
RÍMUR AF SKÓGAR-KRISTI 27
26
Hringþöll svarar og hneigði sig:
Hent hefur þetta lítið mig,
eg hefi klerknum efalaust veitt
allt það hann hefur falað og beitt.
27
Hvörsu oft hefur hann og þú
hafst að þvílíkt, menja brú.
Lofaður herra, lindin kvað,
lagt hefi eg ekki í minni það.
28
Átti eg í morgun eðli og hann
áður en eg til skógar rann.
Því er nú undir þinni náð
þungleg skrift og hefndin bráð.
29
Fyrir þín skjalleg skriftar mál
skal eg þér nú með ekki tál
veita bæn þá vildir þú;
vífið svaraði og gladdist nú:
30
Fljót kjörin er sú fagnaðar bæn
fegin vil eg, segir brúðurin kæn,
bráðdauður verði bóndinn minn,
bið þá ekki meira um sinn.
31
Bið þú um annað, Kristur kvað,
kæran, máttu skilja það
síst vill dauða syndugs manns
sá sem girnist velferð hans.
32
Volldugur, þá kvað vella lín,
veittu hann missi heyrn og sýn.
Mun hann þá hvorki mig né klerk
mega um kunna orð né verk.
33
Þessa bæn sem biður þú nú
bili þig hvorki ást né trú
þegar mun öðlast þorna bil;
þar skal eg ekki spara mig til.
34
Kærlega frá eg að kyrtla brík
Kristi þakkar orðin slík.
Gefur hann síðan gullas lín
góðmannlegana blessan sín.
35
Skilur hún þar við Skógar-Krist,
skundaði síðan bauga rist
heim á sinn hinn góða garð,
gamanið hennar nóglegt varð.
36
Bráðlega frétti brauga rein
bóndinn hennar kominn var heim.
Kappinn út í kirkju lá,
kæran bjó til matarins þá.
37
Þegar sem búin var brúðurin ljós
býður hún einni vinnudrós
kalla að bóndinn kæmi þar
og kynnti honum að borðað var.
38
Heimakonan, sem hústrú bað,
hitti bóndann þegar í stað.
Býður hún honum til borðs að gá,
brá hann sér hvorgi og grafkyrr lá.
39
Hún gekk inn en hér næst líðr
hústrúin bæði og maturinn bíðr.
Bóndinn ekki bæinn kom í,
brúðurin spyr hvað olli því.
40
Heimakonan gaf henni svar:
Hann vildi ekki við mig par
mæla þegar ég minnti hann á
mál væri honum til borðs að gá.
41
Tala þú hátt segir kvinnan kæn,
kann vera hann hafi þá legið á bæn,
en ef hann svarar nú öngvu til
út skal eg kvað menja bil.