Són - 01.01.2006, Blaðsíða 163

Són - 01.01.2006, Blaðsíða 163
LJÓÐ 2005 163 bendir á að orðum fylgi ábyrgð og að yfirlýsingaglöð ljóðskáld „ættu að einbeita sér að eigin skrifum og fjalla á málefnalegan hátt um bók- menntir í stað skotgrafahernaðar“. Gunnar heldur því fram að íslensk ljóðlist sé „í miklum blóma um þessar mundir“.8 Eiríkur Örn svarar þessum skrifum í formála bókarinnar Af ljóðum þar sem hann leitast við að útskýra nánar gagnrýni sína í fyrrnefndri grein frá 2004. Honum þykir merkilegt að fólk úti í bæ skuli fyrtast við skrifum hans og segir að tilgangurinn með grein sinni hafi verið að fá fólk til að hugsa um stöðu ljóðsins. Hann virðist þó allt annað en sáttur við þau litlu viðbrögð sem skrif hans þó fengu og hæðist að orðum Gunnars, sérstaklega um að ljóðlistin sé „í miklum blóma“. Einnig útskýrir hann nánar skilgreiningu sína á „vondu ljóði“. Ef einhverjir skyldu vera að velta því fyrir sér hvernig vond ljóð eru, þá er þarna gefin uppskrift af slíku, bæði ljóðum sem verða skilgreind sem dundur og þykjustunni-ljóð; „að prjóna ljóð eftir uppskrift er ekki það sama og að gubba út úr sér sálinni, ekki það sama og að vera ljóðskáld“.9 Ef hægt væri að segja að einhverrar ritstjórnar hafi gætt í grein Eiríks í Tímariti Máls og menningar frá 2004 þá ber formálinn umræddi ekki vott um hið sama. Hér fær höfundur einfaldlega svigrúm til að hamast áfram í ritfærni sinni (þar sem hann tekur góða spretti) og hroka. Einhver hefði mátt benda honum á hversu hlægilegt það er að svara gagnrýnendum sínum, jafnvel þræta við þá og skammast út í ritstjóra fyrir að velja vanhæft fólk til verka. En stundum læðist að manni sá grunur, eins og varðandi fyrri greinina, að tilgangur höfundar sé ein- mitt sá að fá mann til að hlæja að vitleysunni sem veltur upp úr honum. – Og þá er tilganginum náð. Það er alltaf gott að fá menn inn í umræðuna sem hrista upp í hlutunum annað slagið. En þarf að hrista upp í ljóðlistinni? Eflaust finnst ungskáldunum það en þó grunar mig að eldri skáldum og ljóðaunnendum finnist skrif Eiríks ekki svaraverð og eflaust brosa menn bara út í annað því að öll vitum við að fólk stígur fram á ritvöllinn með ólíkum hætti, ýmist sem hæverskt og afsakandi eða þróttmikið og með ferskan blæ, skoðanir og ný viðhorf. Svo eru það alltaf einhverjir sem vekja athygli á sjálfum sér og skoð- unum sínum með því að berja sér á brjóst og úthrópa fyrirrennara sína. Þetta er alkunn og ágæt leið til að ná athygli. Hér að framan var getið um tvö málþing um ljóðlist sem ætla mætti að væri viðunandi fyrir íslenskt bókmennta- og menningarsamfélag. 8 Gunnar Randversson (2005:10). 9 Eiríkur Örn Norðdahl (2005 og <kistan.is>).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.