Són - 01.01.2006, Blaðsíða 132

Són - 01.01.2006, Blaðsíða 132
ÖRN ÓLAFSSON132 spyrnu gegn þessu formi, öðru nær, prósaljóð voru orðin tíska á Íslandi um 1920, vottar Halldór Laxness 1946 (bls. 9) og segir um verk sitt frá 1920, „Fegursta sagan í bókinni“: „Stundum er fyrirmyndin Obstfelder; stundum Tagoreþýðingar; stundum Biflían eða önnur austurlandarit heilög.“ A.m.k. tvær fyrsttaldar fyrirmyndir eru greinilegar í prósaljóðabók Huldu; Myndir, sem birtist 1924, en mun hafa verið samin 1918.24 Í fyrstu bók Einars Benediktssonar er m.a. verkið „Gullský“ sem Einar skipaði sjálfur undir „Sögur“. Sumir hafa kallað þetta hugleiðingu, en aðrir prósaljóð. En það finnst mér meira rétt- nefni um miðhluta verksins „Stjörnudýrð“, sem Einar birti í blaði sínu Dagskrá, á aðfangadag 1896.25 Margt fleira mætti telja, til dæmis voru tvö dönsk prósaljóð þýdd í fyrsta árgangi tímaritsins Eimreiðarinnar 1895 til að kynna ílíkisstefnuna (symbólismann), einnig var töluvert um fríljóð í útbreiddu tímariti, Óðni, á öðrum áratug 20. aldar, meðal annars eftir Gunnar Gunnars- son, og svo áfram í ýmsum tímaritum millistríðsáranna, Eimreiðinni, Iðunni og Rétti. Það er athyglisvert að á þessum fyrsta þriðjungi 20. aldar verða nær engin mótmæli fundin gegn þessum algengu brag- nýjungum. En síðar kom bakslag á fjórða áratug aldarinnar, lýð- skrum fasista og stalínista leiddi til íhaldssemi í menningarmálum, alþjóðlega og á Íslandi. Þar kom til gamla krafan um að bókmennta- verk skyldu hafa „boðskap“, en þá urðu þau að vera auðskilin, þ.e.a.s. hefðbundin, til að ná til almennings og hafa áhrif á hann. Margir helstu nýjungamenn bókmennta á Íslandi voru í samtökum sem lutu leiðsögn stalínista, Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda, sem stofn- að var haustið 1933, og þeir snerust með um miðjan 4. áratug aldar- innar svo sem ég rakti í Rauðu pennunum.26 Á fimmta og sjötta áratugnum hófu nokkrir ungir menn aftur að yrkja í frjálsi formi. Og nú mætti frjálst ljóðform hatrammri andstöðu, ef til vill vegna þjóðernisstefnunnar sem blossaði upp undir hernámi og við lýðveld- isstofnun enda voru nú flestir fyrri málsvarar menningarnýjunga orðnir íhaldssamir á því sviði, svo sem fyrr greinir. Halldór Laxness 24 Að sögn Guðrúnar heitinnar Bjartmarsdóttur, sem annaðist ljóðaúrval Huldu hjá Bókmenntastofnun. Þorgeir Þorgeirsson og Vilborg Dagbjartsdóttir bentu mér á Gullský. Prósaljóðið Haust eftir Jóhann Jónsson er af sama tagi og verk Halldórs. 25 Örn Ólafsson. Kóralforspil hafsins (1992:13–14). 26 Örn Ólafsson. Rauðu pennarnir (1990:125 og 165 og áfram).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.