Són - 01.01.2006, Page 132
ÖRN ÓLAFSSON132
spyrnu gegn þessu formi, öðru nær, prósaljóð voru orðin tíska á
Íslandi um 1920, vottar Halldór Laxness 1946 (bls. 9) og segir
um verk sitt frá 1920, „Fegursta sagan í bókinni“: „Stundum er
fyrirmyndin Obstfelder; stundum Tagoreþýðingar; stundum
Biflían eða önnur austurlandarit heilög.“ A.m.k. tvær fyrsttaldar
fyrirmyndir eru greinilegar í prósaljóðabók Huldu; Myndir,
sem birtist 1924, en mun hafa verið samin 1918.24
Í fyrstu bók Einars Benediktssonar er m.a. verkið „Gullský“
sem Einar skipaði sjálfur undir „Sögur“. Sumir hafa kallað þetta
hugleiðingu, en aðrir prósaljóð. En það finnst mér meira rétt-
nefni um miðhluta verksins „Stjörnudýrð“, sem Einar birti í
blaði sínu Dagskrá, á aðfangadag 1896.25
Margt fleira mætti telja, til dæmis voru tvö dönsk prósaljóð þýdd í
fyrsta árgangi tímaritsins Eimreiðarinnar 1895 til að kynna ílíkisstefnuna
(symbólismann), einnig var töluvert um fríljóð í útbreiddu tímariti,
Óðni, á öðrum áratug 20. aldar, meðal annars eftir Gunnar Gunnars-
son, og svo áfram í ýmsum tímaritum millistríðsáranna, Eimreiðinni,
Iðunni og Rétti. Það er athyglisvert að á þessum fyrsta þriðjungi 20.
aldar verða nær engin mótmæli fundin gegn þessum algengu brag-
nýjungum. En síðar kom bakslag á fjórða áratug aldarinnar, lýð-
skrum fasista og stalínista leiddi til íhaldssemi í menningarmálum,
alþjóðlega og á Íslandi. Þar kom til gamla krafan um að bókmennta-
verk skyldu hafa „boðskap“, en þá urðu þau að vera auðskilin,
þ.e.a.s. hefðbundin, til að ná til almennings og hafa áhrif á hann.
Margir helstu nýjungamenn bókmennta á Íslandi voru í samtökum
sem lutu leiðsögn stalínista, Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda, sem stofn-
að var haustið 1933, og þeir snerust með um miðjan 4. áratug aldar-
innar svo sem ég rakti í Rauðu pennunum.26 Á fimmta og sjötta
áratugnum hófu nokkrir ungir menn aftur að yrkja í frjálsi formi. Og
nú mætti frjálst ljóðform hatrammri andstöðu, ef til vill vegna
þjóðernisstefnunnar sem blossaði upp undir hernámi og við lýðveld-
isstofnun enda voru nú flestir fyrri málsvarar menningarnýjunga
orðnir íhaldssamir á því sviði, svo sem fyrr greinir. Halldór Laxness
24 Að sögn Guðrúnar heitinnar Bjartmarsdóttur, sem annaðist ljóðaúrval Huldu hjá
Bókmenntastofnun. Þorgeir Þorgeirsson og Vilborg Dagbjartsdóttir bentu mér á
Gullský. Prósaljóðið Haust eftir Jóhann Jónsson er af sama tagi og verk Halldórs.
25 Örn Ólafsson. Kóralforspil hafsins (1992:13–14).
26 Örn Ólafsson. Rauðu pennarnir (1990:125 og 165 og áfram).