Són - 01.01.2006, Blaðsíða 130
ÖRN ÓLAFSSON130
Á þessari alvarlegu stund
kunngjörðir þú þann mikla sannleik
sem verður sannleikur
svo lengi sem duft verður hjúpur eilífrar sálar.
Gleðstu yfir dauða þínum, ó líkami!
Þar sem þú rotnar
verður hann,
hinn eilífi!
Gleðstu yfir dauða þínum, ó líkami! Í djúpum sköpunarinnar,
í hæðum sköpunarinnar mun rúst þín veðrast!
Einnig þar, þú rotnaði, örfoka, verður hann,
hinn eilífi!
Teldist þetta ekki fríljóð, að minnsta kosti ef erindaskiptingin hyrfi?
Fríljóð greinast frá prósaljóðum með því að textinn er ekki prentaður
í belg og biðu, heldur greinist í línur eftir efnissamhengi, ,segð‘ eins
og Þorsteinn kallar það. Fríljóð hefur því ekki verið nein stórupp-
götvun enda kemur það fram áður en þau frönsku ljóð birtust 1884,
sem Þorsteinn telur.19 Þar má til nefna Grasblöð Walt Whitmans frá
1855 sem Þorsteinn sjálfur segir hafa haft áhrif á frönsku skáldin.
Þorsteini finnst þó mikill munur á stíl þeirra og mælsku Grasblaða, en
hér er um bragarhátt að ræða, ætla verður að frönsku ljóðskáldunum
hafi verið kleift að tileinka sér hann án þess að láta bindast af mælsku
orðfæri fyrirmyndarinnar. Ennfremur mætti nefna danska skáldið J.P.
Jacobsen með Arabesker, 1870–1874, og fyrr talin þýsk skáld frá 18.
öld, ennfremur á ensku til dæmis The Marriage of Heaven and Hell eftir
William Blake frá 1790.
Vitaskuld breyttust svo prósaljóð í tímans rás eins og annað.
Merkileg er sú nýbreytni sem varð að tísku eftir miðja 19. öld, að hafa
prósaljóð stutt og hnitmiðuð. Baudelaire rakti það til skáldbróður síns
Bertrand, en orti sjálfur þau Smáljóð í prósa (Petits poèmes en prose, 1868)
sem hvað áhrifaríkust urðu. Sú nýbreytni hefur reyndar verið rakin
til áhrifa dagblaða upp úr 1830, stuttar klausur um hversdagsleg atvik
á einföldu máli.20 Hnitun er áberandi, endirinn víkur aftur til upp-
hafsins.
19 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:104).
20 Nylander, Lars (1990:154).