Són - 01.01.2006, Page 38
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR38
kona hjá sömu hjónum á Nýlendi á Höfðaströnd 1816 og giftist árið
eftir Stefáni Þorbergssyni vinnumanni á sama stað. Þau bjuggu á
ýmsum bæjum í Skagafirði en síðast í Hvammkoti á Höfðaströnd og
þar lést Guðrún árið 1853.13 Árið 1833 bjuggu Guðrún og Stefán á
Nýlendi og Solveig getur því varla hafa verið að skrifa Guðrúnu sem
hlýtur að hafa heyrt fréttirnar jafnt og systir hennar á Óslandi.14
Yngri systir Solveigar, Arnfríður, var fædd árið 1810 á Naustum.
Árið 1816 er Arnfríður skráð sem niðursetningur á Hofi á Höfða-
strönd.15 Árið 1832 fluttist hún frá Hofsósi að Þúfum í Óslandshlíð og
átti þá eitt barn í lausaleik.16 Ekki er hægt að segja til um með vissu
hvar Arnfríður var þegar Solveig skrifaði henni bréfið seint á árinu
1833. Arnfríður giftist Ólafi Jónassyni (1810–1866) 2. nóvember 1840
en þá áttu þau þegar saman rúmlega ársgamla dóttur, Sigurlaugu, sem
fædd var 14. september 1839. Ólafur var sonur Jónasar Jónssonar
prests á Höfða í Höfðahverfi frá 1803 til 1840 er hann tók við prest-
skap í Reykholti í Borgarfirði. Þangað fóru einnig Arnfríður og Ólaf-
ur og voru vinnuhjú í Reykholti þar til þau hófu búskap á Skáney í
Reykholtsdal árið 1845. Þau bjuggu á Skáney í tvö ár en síðan á
Norðurreykjum í Hálsasveit og eignuðust sjö börn til viðbótar þótt
ekki hafi þau öll komist upp. Arnfríður lést 1862.17 Ekki þykir mér
ólíklegt að Arnfríður hafi farið í vinnumennsku norður að Höfða til
prestshjónanna 1833 en séra Jónas og Jórunn, móðir Arnfríðar og
Solveigar voru systrabörn.18 Hvort sem sú tilgáta er rétt eða ekki má
af bréfinu ráða að Arnfríður hafi farið úr Skagafirði þá um vorið.
Eins og algengt er um ljóðabréf er bréf Solveigar byggt upp eins og
búast mætti við af sendibréfi í óbundnu máli. Hún byrjar á að heilsa
systur sinni og óska þess að allt sé nú gott af henni að frétta og segir
13 Skagfirzkar æviskrár III (1981–1999:226–227).
14 Þess má geta að dóttir Guðrúnar var í Kaupmannahöfn og kynntist Jóni Sigurðs-
syni. Þetta var Engilráð Stefánsdóttir eiginkona Halls Ásgrímssonar, sem var versl-
unarstjóri á Grænlandi og seinna fyrsti kaupmaðurinn á Sauðárkróki (sjá þátt um
Hall hjá Kristmundi Bjarnasyni I (1969–1973:100–108)). Engar vísbendingar eru
þó um að Jón Sigurðsson hafi fengið bréfið hjá Engilráð og verður það að teljast
heldur langsótt.
15 Manntal á Íslandi 1816 V (1947–1974:872).
16 Gísli Þór Ólafsson á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga kom mér á sporið í leit minni
að upplýsingum um Arnfríði.
17 Borgfirzkar æviskrár VIII (1991:221–212); Páll Eggert Ólason III (1948–1952:
337–338).
18 Margrét móðir Jónasar og Guðrún móðir Jórunnar voru dætur Ólafs Jónssonar
bryta og bartskera á Bakka í Viðvíkursveit. Bróðir þeirra var Þorkell faðir Krist-
ínar á Bjarnastöðum í Unadal, en Solveig segir frá láti hennar í bréfinu.