Són - 01.01.2006, Page 13

Són - 01.01.2006, Page 13
RÍMUR AF SKÓGAR-KRISTI 13 þau? Ef svo var þá má ætla að nóg eftirspurn hafi verið eftir rímunum þar sem munnmæli mörg (sjá einnig aldursmun hjóna víða í ævi- skrám) og jafnvel vitneskja um afa okkar og ömmur sýna svo ekki verður á móti mælt að alloft mun heimilismunstrið hafa verið í líkingu við þetta. Rígfullorðinn betri bóndi „fjárfestir“ í ungri eiginkonu og freistingin hefur ef til vill ekki verið ungur klerkur heldur ungur og föngulegur bóndasonur eða vinnumaður. Skáldskaparmál í Skógar-Krists rímum Skógar-Kristsrímur eru yfirleitt auðskildar, myndmál einfalt og kenn- ingar og heiti ljós. Höfundurinn, Rögnvaldur blindi, notar mansöngv- ana til að tengja sig og siðaboð ævintýrisins við yfirstandandi tíma og áheyrendurna, undirbúa jarðveginn. Mansöngur fyrri rímunnar fer að mestu í að stynja undan hans eigin krankleik; elli kerlingu og þeim hrumleika og vandamálum sem henni fylgja svo sem sjóndepurð, tannleysi, skalla, svefnleysi, þróttleysi, óþef, hæsi auk einmanaleika, ástleysis kvenna og afturfarar í yrkingum. Enda segir Björn Karel ellilýsingarnar ítarlegri en vant er og geti varla verið „markleysur einar“.19 Í fyrri rímunni kynnir hann síðan persónur ævintýrsins og sögusvið og er þar komið sögu í enda rímunnar að unga konan er á leið til skrifta hjá Skógar-Kristi. Spennan er því í algleymingi – áheyrendur verða að bíða þess í ofvæni hvort hún kjafti frá og játi siðferðisbrot sitt fyrir bónda sínum í gervi Skógar-Krists. Afþreyingin er söm við sig í „Súdan og Grímsnesinu“ eða á 16. og 21. öldinni. Stoppað er á helsta spennupunktinum og framhalds að vænta í næsta þætti, hvort sem hann er á morgun eða eftir viku, í rímnaflokki eða sjónvarpsþáttaröð, og þá mun hann hefjast með smá upprifjun frá síðasta þætti. Mansöng seinni rímunnar nýtir skáldið síðan til siðaboða eða til að gera grein fyrir hversu misjafnar konur reynast í hjónabandi. Þar beinir hann varúðarorðum bæði til kvenna og karla, til kvenna um skírlífi og fyrir körlum brýnir hann að vanda val eiginkvenna sinna. Síðan koma tvær upprifjunar- eða tengivísur við fyrri rímuna:20 Fjölnis braut eg ferju þá flestir vildu heyra og sjá 19 Björn K. Þórólfsson (1934:278–279). 20 Vísur II.13 og II.14.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.